Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. ágúst 2021 20:00 Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun. sigurjón ólason Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. Kort sóttvarnastofnunar Evrópu er uppfært alla fimmtudaga með tölum um fjórtán daga nýgengi smita. Ísland verður skilgreint rautt á kortinu á morgun sem þýðir að aðildarríki Evrópusambandsins muni mæla gegn ferðalögum til Íslands. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir rauðan lit Íslands ekki hafa eins sterk áhrif og hann hefði haft áður en hluti heimsbyggðarinnar var bólusettur. Hann segir ríki horfa til fleiri þátta en fjölda smita í hverju landi fyrir sig. „Það er til dæmis verið að horfa til þess hvert hlutfall bólusettra sé í viðkomandi löndum þannig að ríkin eru að endurmeta það hvernig þau eiga að haga sínum sóttvörnum bæði á landamærum og innanlands,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.sigurjón ólason „Sjáum nú hvaða reglur gilda fyrir bólusetta sem ferðast frá rauðu Íslandi til þessara helstu landa.“ Þeir sem ferðast héðan og til Spánar þurfa einungis að fylla út sérstakt forskráningar eyðublað og sýna fram á bólusetningarvottorð við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld styðjast við sitt eigið sóttvarnakort og verður næsta uppfærsla þess tilkynnt á morgun og tekur gildi á mánudaginn. Ef Ísland verður grænt eða appelsínugult á þeirra korti munu bólusettir þurfa að fylla út forskráningarform, framvísa neikvæðu hrað- eða PCR prófi og fara í sýnatöku innan tveggja daga eftir komuna til landsins. Verði Ísland rautt þurfa farþegar í tíu daga sóttkví auk alls þess sem ég nefndi áðan. Danir styðjast einnig við sitt eigið sóttvarnakort sem verður uppfært á föstudaginn. Ef Ísland verður rautt á þeirra lista þurfa bólusettir ferðamenn að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við komuna til landsins auk bólusetningarvottorðs. „En þessar reglur geta vægast sagt verið ruglningslegar og taka mjög hröðum breytingum, oft án fyrirvara. Því mælir utanríkisráðuneytið með því að ferðalangar kynni sér vel hvaða reglur gilda áður en lagt er af stað úr landi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Kort sóttvarnastofnunar Evrópu er uppfært alla fimmtudaga með tölum um fjórtán daga nýgengi smita. Ísland verður skilgreint rautt á kortinu á morgun sem þýðir að aðildarríki Evrópusambandsins muni mæla gegn ferðalögum til Íslands. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir rauðan lit Íslands ekki hafa eins sterk áhrif og hann hefði haft áður en hluti heimsbyggðarinnar var bólusettur. Hann segir ríki horfa til fleiri þátta en fjölda smita í hverju landi fyrir sig. „Það er til dæmis verið að horfa til þess hvert hlutfall bólusettra sé í viðkomandi löndum þannig að ríkin eru að endurmeta það hvernig þau eiga að haga sínum sóttvörnum bæði á landamærum og innanlands,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.sigurjón ólason „Sjáum nú hvaða reglur gilda fyrir bólusetta sem ferðast frá rauðu Íslandi til þessara helstu landa.“ Þeir sem ferðast héðan og til Spánar þurfa einungis að fylla út sérstakt forskráningar eyðublað og sýna fram á bólusetningarvottorð við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld styðjast við sitt eigið sóttvarnakort og verður næsta uppfærsla þess tilkynnt á morgun og tekur gildi á mánudaginn. Ef Ísland verður grænt eða appelsínugult á þeirra korti munu bólusettir þurfa að fylla út forskráningarform, framvísa neikvæðu hrað- eða PCR prófi og fara í sýnatöku innan tveggja daga eftir komuna til landsins. Verði Ísland rautt þurfa farþegar í tíu daga sóttkví auk alls þess sem ég nefndi áðan. Danir styðjast einnig við sitt eigið sóttvarnakort sem verður uppfært á föstudaginn. Ef Ísland verður rautt á þeirra lista þurfa bólusettir ferðamenn að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við komuna til landsins auk bólusetningarvottorðs. „En þessar reglur geta vægast sagt verið ruglningslegar og taka mjög hröðum breytingum, oft án fyrirvara. Því mælir utanríkisráðuneytið með því að ferðalangar kynni sér vel hvaða reglur gilda áður en lagt er af stað úr landi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira