Vonar að uppfært hættumat Bandaríkjamanna fæli ekki ferðamenn frá landinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. ágúst 2021 12:33 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðlagt frá því að ferðast til Íslands vegna mikillar fjölgunar smitaðra hér á landi. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir einungis bólusetta Bandaríkjamenn ferðast til landsins og vonar því að tilmælin hafi lítil áhrif. Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa rokið upp og hefur aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna metur Ísland á stigi þrjú sem er næst hæsti áhættuflokkurinn þar i landi. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er því ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Eingöngu bólusettir Bandaríkjamenn komið til landsins Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stór hluti þeirra sem ferðist hingað til lands séu Bandaríkjamenn en vonar að tilmælin hafi lítl áhrif á ferðaþjónustuna. „Við vonum auðvitað ekki en það er ómögulegt að segja. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum heimi sem við lifum í í dag. Það er lykilatriði að þetta á einungis við um óbólusetta Bandaríkjamenn þannig það er ekki verið að taka fyrir ferðir bólusettra Bandaríkjamanna hingað til lands. Hingað til og síðan í vor hafa þetta eingöngu verið bólusettir ferðamenn frá bandaríkjunum sem hafa komið hingað til íslands þannig við vonum það besta, að þetta hafi engin eða sáralítil áhrif.“ Hún segir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með aðra nálgun. „Þar er Ísland enn gult og þar er tekið tillit til fleiri þátta þegar verið er að meta þessar ferðaráðleggingar. Þannig að það er stundum erfitt að átta sig á þessu og eins og ég sagði, síbreytilegt eftir dögum og stöðu.“ Rætt var við Bjarnheiði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verði Ísland fært í áhættuflokk fjögur sem er hæsti flokkurinn verður bólusettum Bandaríkjamönnum einnig ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Það myndi væntanlega hafa töluverð áhrif? „Það er náttúrulega allt önnur staða og myndi væntanlega hafa alvarleg áhrif hér á landi ég held að það sé ekki spurning.“ Kominn tími til að horfa í annað en smittölur Bjarnheiður segir kominn tími til að fleiri þættir en smittölur verði teknir til greina þegar staðan er metin í hverju landi fyrir sig nú þegar fjöldi fólks sé bólusettur. „Mér finnst alveg kominn tími til þess að fleiri þættir verði teknir inn í þetta mat. Við erum kominn á þann stað að sífellt hærra hlutfall, ekki bara Íslendinga heldur heimsbyggðarinnar er bólusett og þá hljótum við að horfa til þátta eins og sjúkrahúsinnlagna og veikinda og hvort að faraldurinn sé að fara eins illa með okkur eins og hann hefði gert ef við hefðum ekki verið bólusett. Ég held að að sé einmitt lykilatriði núna.“ Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Komufarþegar frá Íslandi þurfa að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum við komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa rokið upp og hefur aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna metur Ísland á stigi þrjú sem er næst hæsti áhættuflokkurinn þar i landi. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er því ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Eingöngu bólusettir Bandaríkjamenn komið til landsins Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stór hluti þeirra sem ferðist hingað til lands séu Bandaríkjamenn en vonar að tilmælin hafi lítl áhrif á ferðaþjónustuna. „Við vonum auðvitað ekki en það er ómögulegt að segja. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum heimi sem við lifum í í dag. Það er lykilatriði að þetta á einungis við um óbólusetta Bandaríkjamenn þannig það er ekki verið að taka fyrir ferðir bólusettra Bandaríkjamanna hingað til lands. Hingað til og síðan í vor hafa þetta eingöngu verið bólusettir ferðamenn frá bandaríkjunum sem hafa komið hingað til íslands þannig við vonum það besta, að þetta hafi engin eða sáralítil áhrif.“ Hún segir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með aðra nálgun. „Þar er Ísland enn gult og þar er tekið tillit til fleiri þátta þegar verið er að meta þessar ferðaráðleggingar. Þannig að það er stundum erfitt að átta sig á þessu og eins og ég sagði, síbreytilegt eftir dögum og stöðu.“ Rætt var við Bjarnheiði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verði Ísland fært í áhættuflokk fjögur sem er hæsti flokkurinn verður bólusettum Bandaríkjamönnum einnig ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Það myndi væntanlega hafa töluverð áhrif? „Það er náttúrulega allt önnur staða og myndi væntanlega hafa alvarleg áhrif hér á landi ég held að það sé ekki spurning.“ Kominn tími til að horfa í annað en smittölur Bjarnheiður segir kominn tími til að fleiri þættir en smittölur verði teknir til greina þegar staðan er metin í hverju landi fyrir sig nú þegar fjöldi fólks sé bólusettur. „Mér finnst alveg kominn tími til þess að fleiri þættir verði teknir inn í þetta mat. Við erum kominn á þann stað að sífellt hærra hlutfall, ekki bara Íslendinga heldur heimsbyggðarinnar er bólusett og þá hljótum við að horfa til þátta eins og sjúkrahúsinnlagna og veikinda og hvort að faraldurinn sé að fara eins illa með okkur eins og hann hefði gert ef við hefðum ekki verið bólusett. Ég held að að sé einmitt lykilatriði núna.“ Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Komufarþegar frá Íslandi þurfa að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum við komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03