Einn lagður inn á spítala með Covid-19 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 14:49 Tíu liggja nú inni á spítalanum með Covid og eru tveir þeirra á gjörgæslu. vísir/vilhelm Einn var lagður inn á Landspítalann með Covid-19 í gær og eru nú samtals tíu Covid-sjúklingar inniliggjandi á spítalanum, þar af tveir á gjörgæslu. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Spítalinn er hættur að gefa upp hvort þeir sem leggjast inn á spítalann séu bólusettir eða ekki en vitað er að þeir sem liggja á gjörgæslu eru báðir óbólusettir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, sagði í samtali við Vísi í gær að fólk sem legðist inn á spítala með Covid væri yfirleitt með frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. „Þetta eru oftast til dæmis nýrnabilun eða óráð eða eitthvað þess háttar,“ sagði hann. Már Kristjánsson segir alvarleg veikindi mun fátíðari meðal bólusettra.Stöð 2/Sigurjón Hann sagði að um tveir af hverjum þremur sem smitast í þessari bylgju séu 40 ára og yngri. Flestir þeirra hafi aðeins fengið eina sprautu af bóluefni Jansen, sem virðist veita minni vörn en tveir skammtar af öðrum efnum. Því ríður á að bólusetja þann hóp með skammti tvö eins og er fyrirhugað að gera strax í ágúst. Meira um vökvatengd vandamál með delta Már segir greinilegan mun á veikindum þeirra sem eru bólusettir og hinna sem eru það ekki: „Þeir sem eru fullbólusettir hafa mildari einkenni og alvarleg veikindi eru fátíðari. Hins vegar er það þannig að það sem hefur lagt fólk inn á spítalann eru yfirleitt frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. Þá eru þetta eins og ég segi einhver einkenni, nýrnabilun kannski eða óráð.“ Hann segir að með delta-afbrigðinu hafi komið fram mun fleiri tilvik þar sem fólk glímir við vökvatengd vandamál í veikindunum: „ Fólk hefur verið með ógleði og niðurgang og svo eru það þeir sem eru með hita að þá verður talsvert vökvatap í líkamanum,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Spítalinn er hættur að gefa upp hvort þeir sem leggjast inn á spítalann séu bólusettir eða ekki en vitað er að þeir sem liggja á gjörgæslu eru báðir óbólusettir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, sagði í samtali við Vísi í gær að fólk sem legðist inn á spítala með Covid væri yfirleitt með frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. „Þetta eru oftast til dæmis nýrnabilun eða óráð eða eitthvað þess háttar,“ sagði hann. Már Kristjánsson segir alvarleg veikindi mun fátíðari meðal bólusettra.Stöð 2/Sigurjón Hann sagði að um tveir af hverjum þremur sem smitast í þessari bylgju séu 40 ára og yngri. Flestir þeirra hafi aðeins fengið eina sprautu af bóluefni Jansen, sem virðist veita minni vörn en tveir skammtar af öðrum efnum. Því ríður á að bólusetja þann hóp með skammti tvö eins og er fyrirhugað að gera strax í ágúst. Meira um vökvatengd vandamál með delta Már segir greinilegan mun á veikindum þeirra sem eru bólusettir og hinna sem eru það ekki: „Þeir sem eru fullbólusettir hafa mildari einkenni og alvarleg veikindi eru fátíðari. Hins vegar er það þannig að það sem hefur lagt fólk inn á spítalann eru yfirleitt frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. Þá eru þetta eins og ég segi einhver einkenni, nýrnabilun kannski eða óráð.“ Hann segir að með delta-afbrigðinu hafi komið fram mun fleiri tilvik þar sem fólk glímir við vökvatengd vandamál í veikindunum: „ Fólk hefur verið með ógleði og niðurgang og svo eru það þeir sem eru með hita að þá verður talsvert vökvatap í líkamanum,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira