Þröngt á deildinni eins og annars staðar á spítalanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. júlí 2021 15:32 Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsþjónustu Landspítala. Skjáskot/Stöð 2 Blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut hefur verið lokað tímabundið fyrir innlögnum á meðan allir sjúklingar og starfsfólk deildarinnar bíða eftir niðurstöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúklingur og tveir starfsmenn. Spurð hvort hún sé bjartsýn á að tekist hafi að koma í veg fyrir að veiran dreifði sér frekar á deildinni og til annarra sjúklinga segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinsþjónustu Landspítalans: „Við getum náttúrulega ekkert sagt til um það. En já, já, við verðum að vera bjartsýn. Hér hafa allir verið í þessum viðeigandi búnaði, með grímur og hanska og svona á meðan þeir sinna sjúklingum.“ Gæti hafa komið smitaður á deildina Hópurinn sem liggur inni á deildinni er eðlilega afar viðkvæmur: „Krabbameinsveikir eru náttúrulega í áhættuhópi, sérstaklega ef þeir eru á ónæmisbælandi lyfjum,“ segir Vigdís. En er hér annað Landakotssmit í uppsiglingu? Eða hvernig eru aðstæður á deildinni? „Þetta er auðvitað dæmigert Landspítalahúsnæði og auðvitað er þröngt hér á deildinni eins og annars staðar. En eins og ég segi þá hafa allir hér fylgt viðeigandi smitvörnum og starfsfólkið hefur verið í hlífðarbúnaði í öllum samskiptum við sjúklinga.“ Ákveðið var að skima alla sjúklinga deildarinnar fyrir veirunni í morgun og 70 starfsmenn, eða alla þá sem hafa verið í vinnu frá því að smitin komu upp. Niðurstöður úr þeim sýnatökum liggja enn ekki fyrir. Á meðan þeirra er beðið var ákveðið að loka deildinni fyrir innlögnum. „Okkur þykir líklegt að þessi þrjú smit á deildinni séu ótengd,“ segir Vigdís. Spurð hvers vegna segir hún að lítill sem enginn samgangur hafi verið milli starfsmannanna tveggja og sjúklingsins og að tímasetningar smitanna bendi í þá átt. Sjúklingurinn sem greindist í gær var lagður inn á deildina á mánudag og gæti því mjög vel hafa smitast utan deildarinnar áður en hann var lagður inn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Spurð hvort hún sé bjartsýn á að tekist hafi að koma í veg fyrir að veiran dreifði sér frekar á deildinni og til annarra sjúklinga segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinsþjónustu Landspítalans: „Við getum náttúrulega ekkert sagt til um það. En já, já, við verðum að vera bjartsýn. Hér hafa allir verið í þessum viðeigandi búnaði, með grímur og hanska og svona á meðan þeir sinna sjúklingum.“ Gæti hafa komið smitaður á deildina Hópurinn sem liggur inni á deildinni er eðlilega afar viðkvæmur: „Krabbameinsveikir eru náttúrulega í áhættuhópi, sérstaklega ef þeir eru á ónæmisbælandi lyfjum,“ segir Vigdís. En er hér annað Landakotssmit í uppsiglingu? Eða hvernig eru aðstæður á deildinni? „Þetta er auðvitað dæmigert Landspítalahúsnæði og auðvitað er þröngt hér á deildinni eins og annars staðar. En eins og ég segi þá hafa allir hér fylgt viðeigandi smitvörnum og starfsfólkið hefur verið í hlífðarbúnaði í öllum samskiptum við sjúklinga.“ Ákveðið var að skima alla sjúklinga deildarinnar fyrir veirunni í morgun og 70 starfsmenn, eða alla þá sem hafa verið í vinnu frá því að smitin komu upp. Niðurstöður úr þeim sýnatökum liggja enn ekki fyrir. Á meðan þeirra er beðið var ákveðið að loka deildinni fyrir innlögnum. „Okkur þykir líklegt að þessi þrjú smit á deildinni séu ótengd,“ segir Vigdís. Spurð hvers vegna segir hún að lítill sem enginn samgangur hafi verið milli starfsmannanna tveggja og sjúklingsins og að tímasetningar smitanna bendi í þá átt. Sjúklingurinn sem greindist í gær var lagður inn á deildina á mánudag og gæti því mjög vel hafa smitast utan deildarinnar áður en hann var lagður inn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira