Ráku þrjá leikmenn fyrir kynþáttafordóma Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 07:00 Í yfirlýsingu Portsmouth segir að félagið líði ekki hvers kyns mismunun. Robin Jones/Getty Images Enska C-deildarliðið Portsmouth rak í dag þrjá unga leikmenn úr akademíu félagsins vegna rasískra skilaboða sem þeir sendu sín á milli í Snapchat-hópi liðsins. Skilaboðin urðu opinber og hefur Portsmouth ákveðið að segja upp samningum leikmannana eftir rannsókn á málinu. Skilaboðin voru send eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho brást öllum bogalistin af vítapunktinum í keppninni en þeir eiga sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Þrír leikmenn Portsmouth sendu skilaboð í lokaðan Snapchat-hóp U18 ára liðs félagsins. Skilaboðin beindust að þremenningunum sem nefndir eru að ofan þar sem miður smekklegir hlutir komu fram er sneru að hörundlit þeirra. Portsmouth FC can confirm that three players have been released from the academy following the conclusion of a disciplinary process#Pompey— Portsmouth FC (@Pompey) July 28, 2021 Portsmouth hóf rannsókn á málinu í síðustu viku og sendi félagið frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem greint var frá því að leikmennirnir þrír hefði verið vísað burt frá félaginu. Þeir hafi rétt til þess að áfrýja ákvörðuninni en Portsmouth standi gegn allri mismunun. Portsmouth er í C-deildinni á Englandi og mun leika þar fimmta tímabilið í röð á komandi vetri. Liðið var í úrvalsdeild frá 2003 til 2010 og vann meðal annars FA-bikarinn á meðan Hermann Hreiðarsson var í röðum félagsins árið 2008, en féll úr efstu deild niður í D-deildina á fjórum árum. Fjárhagsvandræði hafa plagað félagið síðasta rúman áratuginn og hægt virðist ganga að rétta úr kútnum en liðið hefur þó verið í baráttu um umspilssæti öll fjögur ár sín í C-deildinni eftir að hafa unnið D-deildina 2017. Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Sjá meira
Skilaboðin voru send eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho brást öllum bogalistin af vítapunktinum í keppninni en þeir eiga sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Þrír leikmenn Portsmouth sendu skilaboð í lokaðan Snapchat-hóp U18 ára liðs félagsins. Skilaboðin beindust að þremenningunum sem nefndir eru að ofan þar sem miður smekklegir hlutir komu fram er sneru að hörundlit þeirra. Portsmouth FC can confirm that three players have been released from the academy following the conclusion of a disciplinary process#Pompey— Portsmouth FC (@Pompey) July 28, 2021 Portsmouth hóf rannsókn á málinu í síðustu viku og sendi félagið frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem greint var frá því að leikmennirnir þrír hefði verið vísað burt frá félaginu. Þeir hafi rétt til þess að áfrýja ákvörðuninni en Portsmouth standi gegn allri mismunun. Portsmouth er í C-deildinni á Englandi og mun leika þar fimmta tímabilið í röð á komandi vetri. Liðið var í úrvalsdeild frá 2003 til 2010 og vann meðal annars FA-bikarinn á meðan Hermann Hreiðarsson var í röðum félagsins árið 2008, en féll úr efstu deild niður í D-deildina á fjórum árum. Fjárhagsvandræði hafa plagað félagið síðasta rúman áratuginn og hægt virðist ganga að rétta úr kútnum en liðið hefur þó verið í baráttu um umspilssæti öll fjögur ár sín í C-deildinni eftir að hafa unnið D-deildina 2017.
Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Sjá meira