Rakningarappið er algjör bylting sem hefur ekki enn náð fram að ganga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 12:45 vísir/egill Hið uppfærða rakningarapp er „algjör bylting“ að sögn Jóhanns B. Skúlasonar, yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna. Vandamálið er bara að flestir eiga eftir að uppfæra forritið í símunum sínum og ganga um með gamla og óvirka útgáfu í vasanum. „Það er mjög mikilvægt að allir sem hafa hlaðið appinu niður í iPhone fari inn í App Store í símanum og athugi hvort þeir eigi eftir að uppfæra það,“ segir Jóhann. Rakningarappið á App Store. Ef þar stendur „open" hefur það uppfært sig sjálft en ef þar stendur „update" verður þú að gjöra svo vel að uppfæra það hið snarasta!skjáskot Rakningarappið var kynnt til leiks síðasta sumar og átti þá, líkt og nú, að vera „algjör bylting“ og auðvelda smitrakningarteyminu mjög að rekja ferðir þeirra sem greinast með veiruna og samskipti við aðra sem gætu hafa orðið útsettir. Sú varð þó eiginlega aldrei raunin: „Nei, það komu upp tæknilegir hnökrar á iPhone-útgáfunni sem flestir eru með. Appið var eiginlega of vítt og sendi skilaboð á allt of marga. Við höfum lítið að gera við upplýsingar um alla sem þú labbaðir kannski bara fram hjá smitaður. Það er allt of mikil vinna að fara í gegn um það,“ segir Jóhann. Getur sent öllum útsettum boð í einu Nú er búið að breyta þessu, þrengja útreikningana í appinu sem virkar nú loks sem skildi. „Þetta er algjör „game changer“ þessi nýja útgáfa,“ segir Jóhann. „Algjör bylting fyrir okkar starf í smitrakningarteyminu.“ Þannig reiknar nýja appið út hverjir voru í það miklu návígi við smitaðan einstakling nokkra daga áður en hann smitaðist. „Og ef þú greinist með smit þá geturðu látið appið senda út boð á alla sem eru innan þessa mengis. Og þá vita þeir að þeir voru í návígi við einhvern smitaðan og geta dregið sig í hlé og farið varlega. Þannig það er tvennt sem þú færð út úr nýju útgáfunni: Þú getur varað aðra við og þú getur fengið aðvaranir. Sem þú vilt auðvitað fagnandi fá,“ segir Jóhann. Appið beri uppi smitrakningu í framtíðinni Annars hefur verið meira en nóg að gera hjá smitrakningarteyminu frá því að bylgjan sem nú ríður yfir hófst. Jóhann segir þó engan bilbug að finna á starfsmönnum teymisins og vonar að sem flestir fari nú í símann og uppfæri appið. „Í framtíðinni ef þessi faraldur heldur lengur áfram þá vonum við auðvitað að allir verði bara með appið og að við getum reitt okkur á það." 96 greindust með veiruna í gær og 71 daginn þar á undan. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is eru um sjö hundruð manns í einangrun hér á landi og um tvö þúsund í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að allir sem hafa hlaðið appinu niður í iPhone fari inn í App Store í símanum og athugi hvort þeir eigi eftir að uppfæra það,“ segir Jóhann. Rakningarappið á App Store. Ef þar stendur „open" hefur það uppfært sig sjálft en ef þar stendur „update" verður þú að gjöra svo vel að uppfæra það hið snarasta!skjáskot Rakningarappið var kynnt til leiks síðasta sumar og átti þá, líkt og nú, að vera „algjör bylting“ og auðvelda smitrakningarteyminu mjög að rekja ferðir þeirra sem greinast með veiruna og samskipti við aðra sem gætu hafa orðið útsettir. Sú varð þó eiginlega aldrei raunin: „Nei, það komu upp tæknilegir hnökrar á iPhone-útgáfunni sem flestir eru með. Appið var eiginlega of vítt og sendi skilaboð á allt of marga. Við höfum lítið að gera við upplýsingar um alla sem þú labbaðir kannski bara fram hjá smitaður. Það er allt of mikil vinna að fara í gegn um það,“ segir Jóhann. Getur sent öllum útsettum boð í einu Nú er búið að breyta þessu, þrengja útreikningana í appinu sem virkar nú loks sem skildi. „Þetta er algjör „game changer“ þessi nýja útgáfa,“ segir Jóhann. „Algjör bylting fyrir okkar starf í smitrakningarteyminu.“ Þannig reiknar nýja appið út hverjir voru í það miklu návígi við smitaðan einstakling nokkra daga áður en hann smitaðist. „Og ef þú greinist með smit þá geturðu látið appið senda út boð á alla sem eru innan þessa mengis. Og þá vita þeir að þeir voru í návígi við einhvern smitaðan og geta dregið sig í hlé og farið varlega. Þannig það er tvennt sem þú færð út úr nýju útgáfunni: Þú getur varað aðra við og þú getur fengið aðvaranir. Sem þú vilt auðvitað fagnandi fá,“ segir Jóhann. Appið beri uppi smitrakningu í framtíðinni Annars hefur verið meira en nóg að gera hjá smitrakningarteyminu frá því að bylgjan sem nú ríður yfir hófst. Jóhann segir þó engan bilbug að finna á starfsmönnum teymisins og vonar að sem flestir fari nú í símann og uppfæri appið. „Í framtíðinni ef þessi faraldur heldur lengur áfram þá vonum við auðvitað að allir verði bara með appið og að við getum reitt okkur á það." 96 greindust með veiruna í gær og 71 daginn þar á undan. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is eru um sjö hundruð manns í einangrun hér á landi og um tvö þúsund í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41