Rakningarappið er algjör bylting sem hefur ekki enn náð fram að ganga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 12:45 vísir/egill Hið uppfærða rakningarapp er „algjör bylting“ að sögn Jóhanns B. Skúlasonar, yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna. Vandamálið er bara að flestir eiga eftir að uppfæra forritið í símunum sínum og ganga um með gamla og óvirka útgáfu í vasanum. „Það er mjög mikilvægt að allir sem hafa hlaðið appinu niður í iPhone fari inn í App Store í símanum og athugi hvort þeir eigi eftir að uppfæra það,“ segir Jóhann. Rakningarappið á App Store. Ef þar stendur „open" hefur það uppfært sig sjálft en ef þar stendur „update" verður þú að gjöra svo vel að uppfæra það hið snarasta!skjáskot Rakningarappið var kynnt til leiks síðasta sumar og átti þá, líkt og nú, að vera „algjör bylting“ og auðvelda smitrakningarteyminu mjög að rekja ferðir þeirra sem greinast með veiruna og samskipti við aðra sem gætu hafa orðið útsettir. Sú varð þó eiginlega aldrei raunin: „Nei, það komu upp tæknilegir hnökrar á iPhone-útgáfunni sem flestir eru með. Appið var eiginlega of vítt og sendi skilaboð á allt of marga. Við höfum lítið að gera við upplýsingar um alla sem þú labbaðir kannski bara fram hjá smitaður. Það er allt of mikil vinna að fara í gegn um það,“ segir Jóhann. Getur sent öllum útsettum boð í einu Nú er búið að breyta þessu, þrengja útreikningana í appinu sem virkar nú loks sem skildi. „Þetta er algjör „game changer“ þessi nýja útgáfa,“ segir Jóhann. „Algjör bylting fyrir okkar starf í smitrakningarteyminu.“ Þannig reiknar nýja appið út hverjir voru í það miklu návígi við smitaðan einstakling nokkra daga áður en hann smitaðist. „Og ef þú greinist með smit þá geturðu látið appið senda út boð á alla sem eru innan þessa mengis. Og þá vita þeir að þeir voru í návígi við einhvern smitaðan og geta dregið sig í hlé og farið varlega. Þannig það er tvennt sem þú færð út úr nýju útgáfunni: Þú getur varað aðra við og þú getur fengið aðvaranir. Sem þú vilt auðvitað fagnandi fá,“ segir Jóhann. Appið beri uppi smitrakningu í framtíðinni Annars hefur verið meira en nóg að gera hjá smitrakningarteyminu frá því að bylgjan sem nú ríður yfir hófst. Jóhann segir þó engan bilbug að finna á starfsmönnum teymisins og vonar að sem flestir fari nú í símann og uppfæri appið. „Í framtíðinni ef þessi faraldur heldur lengur áfram þá vonum við auðvitað að allir verði bara með appið og að við getum reitt okkur á það." 96 greindust með veiruna í gær og 71 daginn þar á undan. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is eru um sjö hundruð manns í einangrun hér á landi og um tvö þúsund í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að allir sem hafa hlaðið appinu niður í iPhone fari inn í App Store í símanum og athugi hvort þeir eigi eftir að uppfæra það,“ segir Jóhann. Rakningarappið á App Store. Ef þar stendur „open" hefur það uppfært sig sjálft en ef þar stendur „update" verður þú að gjöra svo vel að uppfæra það hið snarasta!skjáskot Rakningarappið var kynnt til leiks síðasta sumar og átti þá, líkt og nú, að vera „algjör bylting“ og auðvelda smitrakningarteyminu mjög að rekja ferðir þeirra sem greinast með veiruna og samskipti við aðra sem gætu hafa orðið útsettir. Sú varð þó eiginlega aldrei raunin: „Nei, það komu upp tæknilegir hnökrar á iPhone-útgáfunni sem flestir eru með. Appið var eiginlega of vítt og sendi skilaboð á allt of marga. Við höfum lítið að gera við upplýsingar um alla sem þú labbaðir kannski bara fram hjá smitaður. Það er allt of mikil vinna að fara í gegn um það,“ segir Jóhann. Getur sent öllum útsettum boð í einu Nú er búið að breyta þessu, þrengja útreikningana í appinu sem virkar nú loks sem skildi. „Þetta er algjör „game changer“ þessi nýja útgáfa,“ segir Jóhann. „Algjör bylting fyrir okkar starf í smitrakningarteyminu.“ Þannig reiknar nýja appið út hverjir voru í það miklu návígi við smitaðan einstakling nokkra daga áður en hann smitaðist. „Og ef þú greinist með smit þá geturðu látið appið senda út boð á alla sem eru innan þessa mengis. Og þá vita þeir að þeir voru í návígi við einhvern smitaðan og geta dregið sig í hlé og farið varlega. Þannig það er tvennt sem þú færð út úr nýju útgáfunni: Þú getur varað aðra við og þú getur fengið aðvaranir. Sem þú vilt auðvitað fagnandi fá,“ segir Jóhann. Appið beri uppi smitrakningu í framtíðinni Annars hefur verið meira en nóg að gera hjá smitrakningarteyminu frá því að bylgjan sem nú ríður yfir hófst. Jóhann segir þó engan bilbug að finna á starfsmönnum teymisins og vonar að sem flestir fari nú í símann og uppfæri appið. „Í framtíðinni ef þessi faraldur heldur lengur áfram þá vonum við auðvitað að allir verði bara með appið og að við getum reitt okkur á það." 96 greindust með veiruna í gær og 71 daginn þar á undan. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is eru um sjö hundruð manns í einangrun hér á landi og um tvö þúsund í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent