„Í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2021 18:27 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Ísland verður ekki lengur grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu þegar það verður uppfært næsta fimmtudag. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það áhyggjuefni. „Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að Ísland detti inn á rauðan lista og verði talið hættulegt land til að ferðast til,“ segir Bjarnheiður, en kortið er uppfært vikulega og breytist eftir nýgengi smita. Ef nýgengi er minna en 75 á hverja 100 þúsund íbúa þá helst landið grænt. Smitum hefur fjölgað það mikið að undanförnu að útilokað er að Ísland muni teljast örugg þjóð í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta myndi að sjálfsögðu geta haft miklar afleiðingar, það er að segja ef skilgreiningar á þessum listum verða áfram eins og þær voru. Nú eru bólusetningar orðnar útbreiddari alls staðar um heiminn og því spurning hvort það verða áfram sömu takmarkanir,“ segir Bjarnheiður. „En ef svo verður erum við í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista, það er engin spurning, þar sem það verður þá væntanlega varað við ferðalögum til Íslands frá ákveðnum ríkjum og þau jafn vel bönnuð.“ Hún segir þær aðgerðir sem gripið verður til innanlands nú á miðnætti ekki hafa nein stórkostleg áhrif á ferðaþjónustuna, þó vissulega einhverjir muni bera skarðan hlut frá borði. „Fólk var orðið mjög bjartsýnt og farið að sjá út úr þessum gríðarlega erfiða tíma sem þetta hefur verið fyrir ferðaþjónustuna, þannig að auðvitað er þetta bakslag og vonbrigði fyrir alla sem í greininni starfa. En við verðum bara að taka einn dag í einu, það eru nýjar tölur og nýjar staðreyndir og nýjar upplýsingar á hverjum degi og verðum að vinna með það sem er sett fyrir framan okkur hverju sinni. Við erum svo sem orðin vön því.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að Ísland detti inn á rauðan lista og verði talið hættulegt land til að ferðast til,“ segir Bjarnheiður, en kortið er uppfært vikulega og breytist eftir nýgengi smita. Ef nýgengi er minna en 75 á hverja 100 þúsund íbúa þá helst landið grænt. Smitum hefur fjölgað það mikið að undanförnu að útilokað er að Ísland muni teljast örugg þjóð í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta myndi að sjálfsögðu geta haft miklar afleiðingar, það er að segja ef skilgreiningar á þessum listum verða áfram eins og þær voru. Nú eru bólusetningar orðnar útbreiddari alls staðar um heiminn og því spurning hvort það verða áfram sömu takmarkanir,“ segir Bjarnheiður. „En ef svo verður erum við í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista, það er engin spurning, þar sem það verður þá væntanlega varað við ferðalögum til Íslands frá ákveðnum ríkjum og þau jafn vel bönnuð.“ Hún segir þær aðgerðir sem gripið verður til innanlands nú á miðnætti ekki hafa nein stórkostleg áhrif á ferðaþjónustuna, þó vissulega einhverjir muni bera skarðan hlut frá borði. „Fólk var orðið mjög bjartsýnt og farið að sjá út úr þessum gríðarlega erfiða tíma sem þetta hefur verið fyrir ferðaþjónustuna, þannig að auðvitað er þetta bakslag og vonbrigði fyrir alla sem í greininni starfa. En við verðum bara að taka einn dag í einu, það eru nýjar tölur og nýjar staðreyndir og nýjar upplýsingar á hverjum degi og verðum að vinna með það sem er sett fyrir framan okkur hverju sinni. Við erum svo sem orðin vön því.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira