Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna Snorri Másson skrifar 21. júlí 2021 15:29 Finni á Prikinu vill ekki þurfa að loka öllum stöðunum sínum aftur. Facebook Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp. „Í þetta skiptið skulum við frekar styrkja heilbrigðiskerfið og setja peninga og finna leið til þess að lifa með þessu og taka slaginn,“ skrifar Guðfinnur á Facebook. Til hans er jafnan vísað sem Finna á Prikinu, en hann hefur lengi átt og rekið þann stað. Sömuleiðis er Finni meðal annars ábyrgur fyrir Húrra, Bravó og Hótel Borg. Sóttvarnalæknir hefur gefið það upp í fjölmiðlum í dag að hann íhugi að leggja til sóttvarnatakmarkanir innanlands í ljósi verulegs fjölda smita undanfarna daga, þrátt fyrir bólusetningar. Finni leggur til að farin verði önnur leið, enda sé ljóst að hin muni hafa verri afleiðingar. „Staðan er sú að það munu þúsundir missa vinnuna og fullt af fyrirtækjum fara á hausinn ef það að loka öllu verður eina lausnin okkar í þessu. Ég býð mig allavega fram að borga slatta meira í þann sjóð til þess að styrkja og berjast og vita þá frekar að að mitt fólk heldur vinnunni,“ skrifar Finni, sem er með tugi starfsmanna á launaskrá. 56 greindust með veiruna innanlands í gær. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 38 utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit að minnsta kosti tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Í þetta skiptið skulum við frekar styrkja heilbrigðiskerfið og setja peninga og finna leið til þess að lifa með þessu og taka slaginn,“ skrifar Guðfinnur á Facebook. Til hans er jafnan vísað sem Finna á Prikinu, en hann hefur lengi átt og rekið þann stað. Sömuleiðis er Finni meðal annars ábyrgur fyrir Húrra, Bravó og Hótel Borg. Sóttvarnalæknir hefur gefið það upp í fjölmiðlum í dag að hann íhugi að leggja til sóttvarnatakmarkanir innanlands í ljósi verulegs fjölda smita undanfarna daga, þrátt fyrir bólusetningar. Finni leggur til að farin verði önnur leið, enda sé ljóst að hin muni hafa verri afleiðingar. „Staðan er sú að það munu þúsundir missa vinnuna og fullt af fyrirtækjum fara á hausinn ef það að loka öllu verður eina lausnin okkar í þessu. Ég býð mig allavega fram að borga slatta meira í þann sjóð til þess að styrkja og berjast og vita þá frekar að að mitt fólk heldur vinnunni,“ skrifar Finni, sem er með tugi starfsmanna á launaskrá. 56 greindust með veiruna innanlands í gær. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 38 utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit að minnsta kosti tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira