„Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. júlí 2021 19:23 Bandarískir ferðamenn streyma til landsins. Mynd/Skjáskot Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. Næstkomandi mánudag taka hertar tillögur gildi á landamærunum þar sem að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Sýna þarf fram á niðurstöðu úr PCR-próf eða hraðprófi. Yfirvöld á Keflavíkurflugvelli vinna nú á því að koma upplýsingum um reglurnar til þeirra sem ætla sér að koma hingað til lands á næstunni, svo koma megi í veg fyrir öngþveiti á mánudaginn þegar reglurnar taka gildi, líkt og Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli orðaði það í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Að upplifa drauminn Fjöldi farþega koma hingað til lands í dag og Kristín Ólafsdóttir fréttamaður tók nokkra þeirra tali fyrir utan Keflavíkurflugvöll og spurði þá hvort að hinar nýju reglur sem taka gildi á mánudag hefðu haft letjandi áhrif á þá ákvörðun að ferðast til Íslands. „Líklega ekki,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Kyle Menter. „Satt að segja finnst mér að löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það þótt ég sé bólusettur.“ „Ef hraðpróf dugar og ekki er þörf á að fara í PCR-próf myndum við líklega samt gera það,“ sagði ferðafélagi hans Michelle Li. Samlandi þeirra Chris Casey sem einnig var að koma hingað til lands frá Bandaríkjunum tók í sama streng. „Líklega ekki. Ég hef þegar gengist undir þrjú próf og þau hafa öll verið neikvæð. Ég hef verið bólusettur. Þetta hefði ekki haft áhrif á ákvörðun mína. Mig hefur dreymt um að heimsækja Ísland í mörg ár. Ég upplifi nú draum minn,“ sagði Casey. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Næstkomandi mánudag taka hertar tillögur gildi á landamærunum þar sem að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Sýna þarf fram á niðurstöðu úr PCR-próf eða hraðprófi. Yfirvöld á Keflavíkurflugvelli vinna nú á því að koma upplýsingum um reglurnar til þeirra sem ætla sér að koma hingað til lands á næstunni, svo koma megi í veg fyrir öngþveiti á mánudaginn þegar reglurnar taka gildi, líkt og Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli orðaði það í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Að upplifa drauminn Fjöldi farþega koma hingað til lands í dag og Kristín Ólafsdóttir fréttamaður tók nokkra þeirra tali fyrir utan Keflavíkurflugvöll og spurði þá hvort að hinar nýju reglur sem taka gildi á mánudag hefðu haft letjandi áhrif á þá ákvörðun að ferðast til Íslands. „Líklega ekki,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Kyle Menter. „Satt að segja finnst mér að löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það þótt ég sé bólusettur.“ „Ef hraðpróf dugar og ekki er þörf á að fara í PCR-próf myndum við líklega samt gera það,“ sagði ferðafélagi hans Michelle Li. Samlandi þeirra Chris Casey sem einnig var að koma hingað til lands frá Bandaríkjunum tók í sama streng. „Líklega ekki. Ég hef þegar gengist undir þrjú próf og þau hafa öll verið neikvæð. Ég hef verið bólusettur. Þetta hefði ekki haft áhrif á ákvörðun mína. Mig hefur dreymt um að heimsækja Ísland í mörg ár. Ég upplifi nú draum minn,“ sagði Casey.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira