Koeman: Messi líklegastur til að vinna Gullboltann í ár Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2021 07:01 Má illa við því að missa Messi burt. vísir/getty Ronald Koeman, stjóri Barcelona, fer ekki í felur með að alvarleg fjárhagsstaða félagsins hafi áhrif á undirbúning liðsins fyrir spænsku úrvalsdeildina. Koeman er þó vongóður um að Lionel Messi verði hluti af leikmannahópnum þegar mótið byrjar á nýjan leik en Messi er samningslaus og má ganga að því sem gefnu að til hans streymi nú ýmis boð um gull og græna skóga víða um veröld. Þrátt fyrir að PSG og Man City hafi lagt mikla áherslu á að klófesta Argentínumanninn knáa eru taldar mestar líkur á að hann verði um kyrrt í Barcelona. „Það er mjög mikilvægt. Við sjáum það á síðasta tímabili, eftir erfiða byrjun, að hann er ennþá besti leikmaður í heimi,“ segir Koeman um Messi. „Messi er fyrirliðinn okkar og fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Hann er alltaf að sýna það að hann sé bestur í heimi. Ég veit hversu mikið hann vildi vinna Copa America. Hann er líklegastur til að vinna Gullboltann í ár,“ segir Koeman. He may of not yet signed a new contract, but Ronald Koeman is expecting another enormous campaign from Leo Messi. #beINLiga #FCBhttps://t.co/H2zirfboIK— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) July 18, 2021 Mikið hefur verið skrifað um vandræði Barcelona fjárhagslega en Koeman kveðst ánægður með frammistöðu félagsins á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Við höfum gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar. Við höfum fengið leikmenn á borð við Memphis Depay, Sergio Aguero og Eric Garcia og þeir koma allir frítt. Ef ég mun fá pening til leikmannakaupa munum við skoða hvar við viljum styrkja liðið.“ „Við gerum alltaf miklar kröfur. Við vitum ekki enn hvernig liðið mun líta út vegna fjárhagsstöðunnar hjá félaginu,“ viðurkennir Koeman þó engan bilbug sé á honum að finna. „Við viljum hafa eins góðan leikmannahóp og mögulegt er. Við erum stórt félag, Barcelona og við ætlum alltaf að vinna titla.“ Spænski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira
Koeman er þó vongóður um að Lionel Messi verði hluti af leikmannahópnum þegar mótið byrjar á nýjan leik en Messi er samningslaus og má ganga að því sem gefnu að til hans streymi nú ýmis boð um gull og græna skóga víða um veröld. Þrátt fyrir að PSG og Man City hafi lagt mikla áherslu á að klófesta Argentínumanninn knáa eru taldar mestar líkur á að hann verði um kyrrt í Barcelona. „Það er mjög mikilvægt. Við sjáum það á síðasta tímabili, eftir erfiða byrjun, að hann er ennþá besti leikmaður í heimi,“ segir Koeman um Messi. „Messi er fyrirliðinn okkar og fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Hann er alltaf að sýna það að hann sé bestur í heimi. Ég veit hversu mikið hann vildi vinna Copa America. Hann er líklegastur til að vinna Gullboltann í ár,“ segir Koeman. He may of not yet signed a new contract, but Ronald Koeman is expecting another enormous campaign from Leo Messi. #beINLiga #FCBhttps://t.co/H2zirfboIK— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) July 18, 2021 Mikið hefur verið skrifað um vandræði Barcelona fjárhagslega en Koeman kveðst ánægður með frammistöðu félagsins á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Við höfum gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar. Við höfum fengið leikmenn á borð við Memphis Depay, Sergio Aguero og Eric Garcia og þeir koma allir frítt. Ef ég mun fá pening til leikmannakaupa munum við skoða hvar við viljum styrkja liðið.“ „Við gerum alltaf miklar kröfur. Við vitum ekki enn hvernig liðið mun líta út vegna fjárhagsstöðunnar hjá félaginu,“ viðurkennir Koeman þó engan bilbug sé á honum að finna. „Við viljum hafa eins góðan leikmannahóp og mögulegt er. Við erum stórt félag, Barcelona og við ætlum alltaf að vinna titla.“
Spænski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira