Forseti Real sagði Raúl og Casillas vera mestu brandara í sögu félagsins Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 14:30 Raúl og Iker Casillas fögnuðu ófáum titlum með Real Madrid. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hefur tekið til varna eftir að gömul, niðurlægjandi ummæli hans um tvo af dáðustu sonum félagsins voru birt í spænska miðlinum El Confidencial. Ummælin beindust að markverðinum Iker Casillas og markaskoraranum Raúl González. Um er að ræða hljóðupptöku frá árinu 2006 sem blaðamaðurinn José Antonio Abellán tók upp. Perez hafði þá nýlokið fyrri stjórnartíð sinni sem forseti Real Madrid. „Þetta var leynilegt samtal,“ segir Pérez í yfirlýsingu og segir ummælin tekin úr samhengi. Hann furðar sig á því að þau séu birt núna en ummælin ríma illa við þá glæstu arfleifð sem Casillas og Raúl skildu eftir sig. „Casillas er ekki markvörður í Real Madrid gæðaflokki, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Peréz meðal annars, í samtalinu við Abellán árið 2006, og bætti við: „Hann [Casillas] hefur aldrei verið það. Hann hefur verið algjört fíaskó fyrir okkur en vandamálið er að allir elska hann, spjalla við hann og vernda hann,“ en Casillas lék á endanum 510 leiki fyrir Real Madrid. Telur ummælin birt vegna baráttunnar fyrir Ofurdeildinni Raul skoraði 228 mörk í 550 leikjum fyrir Real Madrid en fékk engu skárri útreið hjá Pérez á sínum tíma: „Iker er einn mesti brandarinn í sögu félagsins og hið sama er að segja um Raúl. Stærstu fíaskóin eru Raúl og svo Casillas. Leikmennirnir eru ótrúlega miklir egóistar og aldrei hægt að stóla á þá. Ég hef átt ótrúlega slæma upplifun af leikmönnunum mínum,“ sagði Pérez. Eftir þriggja ára hlé tók Pérez aftur við sem forseti Real árið 2009 og er enn í brúnni. Hann telur framgöngu sína í því að reyna að koma Ofurdeildinni á fót í vetur eiga sinn þátt í því að verið sé að birta ummælin um Raúl og Casillas núna. Hann kveðst nú hafa lagt málið í hendur lögfræðinga til að ákveða næstu skref, án þess að geta þess hver þau gætu orðið. Comunicado del presidente del Real Madrid.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) July 13, 2021 Spænski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Ummælin beindust að markverðinum Iker Casillas og markaskoraranum Raúl González. Um er að ræða hljóðupptöku frá árinu 2006 sem blaðamaðurinn José Antonio Abellán tók upp. Perez hafði þá nýlokið fyrri stjórnartíð sinni sem forseti Real Madrid. „Þetta var leynilegt samtal,“ segir Pérez í yfirlýsingu og segir ummælin tekin úr samhengi. Hann furðar sig á því að þau séu birt núna en ummælin ríma illa við þá glæstu arfleifð sem Casillas og Raúl skildu eftir sig. „Casillas er ekki markvörður í Real Madrid gæðaflokki, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Peréz meðal annars, í samtalinu við Abellán árið 2006, og bætti við: „Hann [Casillas] hefur aldrei verið það. Hann hefur verið algjört fíaskó fyrir okkur en vandamálið er að allir elska hann, spjalla við hann og vernda hann,“ en Casillas lék á endanum 510 leiki fyrir Real Madrid. Telur ummælin birt vegna baráttunnar fyrir Ofurdeildinni Raul skoraði 228 mörk í 550 leikjum fyrir Real Madrid en fékk engu skárri útreið hjá Pérez á sínum tíma: „Iker er einn mesti brandarinn í sögu félagsins og hið sama er að segja um Raúl. Stærstu fíaskóin eru Raúl og svo Casillas. Leikmennirnir eru ótrúlega miklir egóistar og aldrei hægt að stóla á þá. Ég hef átt ótrúlega slæma upplifun af leikmönnunum mínum,“ sagði Pérez. Eftir þriggja ára hlé tók Pérez aftur við sem forseti Real árið 2009 og er enn í brúnni. Hann telur framgöngu sína í því að reyna að koma Ofurdeildinni á fót í vetur eiga sinn þátt í því að verið sé að birta ummælin um Raúl og Casillas núna. Hann kveðst nú hafa lagt málið í hendur lögfræðinga til að ákveða næstu skref, án þess að geta þess hver þau gætu orðið. Comunicado del presidente del Real Madrid.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) July 13, 2021
Spænski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira