Stuðningsmenn hylja skemmdarverk á mynd af Rashford Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 15:39 Íbúar og aðdáendur hafa hulið skemmdarverkin sem unnin voru á myndinni af Rashford. Getty/Christopher Furlong Stuðningsmenn fótboltakappans Marcus Rashford hafa tekið sig til og hulið andstyggileg skilaboð, sem máluð voru á veggmynd af honum, með fallegum skilaboðum. Svekktar fóboltabullur tóku sig til og krotuðu á myndina af honum í nótt, aðeins klukkutímum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik Englands gegn Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta. Rashford, sem er aðeins 23 ára gamall, var einn þriggja leikmanna Englands sem klúðraði vítaspyrnu í gær. Hinir tveir voru þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka, en þremenningarnir eru allir þeldökkir. Svekktir fótboltaáhugamenn fór fljótt að kalla að þeim ókvæðisorðum, bæði á vellinum og á netinu. Bullurnar hafa verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð. Þeim hefur meðal annars verið líkt við apa og fleira í jafn ósmekklegum dúr. Þessir sömu svekktu fótboltaáhugamenn héldu ekki að sér höndum þegar þeir sáu veggmyndina af Rashford í Withington í Manchester, og skrifuðu ókvæðisskilaboð til Rashfords. Íbúar í nágrenninu og aðdáendur Rashfords voru hins vegar snöggir að bregðast við og huldu skilaboðin ljótu. Í dag hefur síðan fjöldi flykkst að veggmyndinni og skilið eftir miða með fallegum skilaboðum, til dæmis „bróðir,“ „hetja“ og „við elskum þig.“ Fólk hefur skilið eftir falleg skilaboð við veggmyndina.Getty/Christopher Furlong Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverkið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og er rannsókn hafin á málinu. Lögregla sagði í tilkynningu að skemmdarverkið hafi verið „drifið af kynþáttafordómum.“ Rashford ólst upp í Withington hverfinu og var veggmyndin af honum máluð í nóvember á síðasta ári til heiðurs honum vegna framtaks hans til að tryggja börnum úr fátækum fjölskyldum nægan mat. Rashford hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja að ekkert barn á Bretlandi fari svangt að sofa og hefur meðal annars tekið höndum saman við góðgerðasamtökin FareShare, sem gefa hungruðum í landinu mat. Fótbolti England Kynþáttafordómar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Svekktar fóboltabullur tóku sig til og krotuðu á myndina af honum í nótt, aðeins klukkutímum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik Englands gegn Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta. Rashford, sem er aðeins 23 ára gamall, var einn þriggja leikmanna Englands sem klúðraði vítaspyrnu í gær. Hinir tveir voru þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka, en þremenningarnir eru allir þeldökkir. Svekktir fótboltaáhugamenn fór fljótt að kalla að þeim ókvæðisorðum, bæði á vellinum og á netinu. Bullurnar hafa verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð. Þeim hefur meðal annars verið líkt við apa og fleira í jafn ósmekklegum dúr. Þessir sömu svekktu fótboltaáhugamenn héldu ekki að sér höndum þegar þeir sáu veggmyndina af Rashford í Withington í Manchester, og skrifuðu ókvæðisskilaboð til Rashfords. Íbúar í nágrenninu og aðdáendur Rashfords voru hins vegar snöggir að bregðast við og huldu skilaboðin ljótu. Í dag hefur síðan fjöldi flykkst að veggmyndinni og skilið eftir miða með fallegum skilaboðum, til dæmis „bróðir,“ „hetja“ og „við elskum þig.“ Fólk hefur skilið eftir falleg skilaboð við veggmyndina.Getty/Christopher Furlong Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverkið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og er rannsókn hafin á málinu. Lögregla sagði í tilkynningu að skemmdarverkið hafi verið „drifið af kynþáttafordómum.“ Rashford ólst upp í Withington hverfinu og var veggmyndin af honum máluð í nóvember á síðasta ári til heiðurs honum vegna framtaks hans til að tryggja börnum úr fátækum fjölskyldum nægan mat. Rashford hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja að ekkert barn á Bretlandi fari svangt að sofa og hefur meðal annars tekið höndum saman við góðgerðasamtökin FareShare, sem gefa hungruðum í landinu mat.
Fótbolti England Kynþáttafordómar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45
Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30