Segir allt mjög fagmannlegt hjá Bayern og getur ekki beðið eftir að hefjast handa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 12:51 Glódís Perla við undirskriftina í dag. FC Bayern Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynntu landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir til leiks með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum. Þar kemur fram að Glódís Perla stefnir á að hjálpa liðinu að gera enn betur. Mun hún leika í treyju númer 14 hjá félaginu. Glódís Perla var tilkynnt sem leikmaður Bayern fyrr í dag og nú hefur félagið birt myndband þar sem landsliðsmiðvörðurinn kynnir sjálfa sig. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. „Hæ, ég heiti Glódís Perla og er ný hjá félaginu. Er 26 ára gömul og spila sem miðvörður og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll hér,“ segir Glódís Perla í upphafi myndbandsins. „Mín fyrstu viðbrögð eru að allt sé mjög fagmannlegt hér. Æfingasvæðið er frábært og hefur allt sem við leikmenn þurfum svo ég hlakka til að hitta stelpurnar, þjálfarana, starfsfólkið og alla aðra sem koma að liðinu.“ „Hlakka líka til að hefja undirbúningstímabilið, byrja að æfa á fullu og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar skráð sig á spjöld sögunnar en ég vona að við haldið áfram og ég geti hjálpað liðinu að gera enn betur.“ „Allir sem ég hef hitt hér eru mjög almennilegir og þetta er frábært félag.“ „Ég er líkamlega sterkur miðvörður, er góð á boltann og með góðar sendingar út úr vörninni. Vona að ég geti lagt mitt af mörkum og gefið af mér til liðsins,“ sagði miðvörðurinn öflugi um eigin styrkleika. Unsere neue Nummer 14! Innenverteidigerin Glódís Viggósdóttir unterschreibt für drei Jahre beim @FCBayern.Alle Informationen https://t.co/rDptEYsMPs#MiaSanMia pic.twitter.com/8CZdccEL3b— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 „Markmiðið er alltaf að vinna deildina heima fyrir og fara eins langt og mögulegt er í Meistaradeild Evrópu. Fyrir mig persónulega stefni ég á að aðlagast fljótt og vonandi vinna mér inn sæti í liðinu. Það eru markmið mín fyrir tímabilið,“ sagði Glódís Perla að lokum. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Þar kemur fram að Glódís Perla stefnir á að hjálpa liðinu að gera enn betur. Mun hún leika í treyju númer 14 hjá félaginu. Glódís Perla var tilkynnt sem leikmaður Bayern fyrr í dag og nú hefur félagið birt myndband þar sem landsliðsmiðvörðurinn kynnir sjálfa sig. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. „Hæ, ég heiti Glódís Perla og er ný hjá félaginu. Er 26 ára gömul og spila sem miðvörður og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll hér,“ segir Glódís Perla í upphafi myndbandsins. „Mín fyrstu viðbrögð eru að allt sé mjög fagmannlegt hér. Æfingasvæðið er frábært og hefur allt sem við leikmenn þurfum svo ég hlakka til að hitta stelpurnar, þjálfarana, starfsfólkið og alla aðra sem koma að liðinu.“ „Hlakka líka til að hefja undirbúningstímabilið, byrja að æfa á fullu og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar skráð sig á spjöld sögunnar en ég vona að við haldið áfram og ég geti hjálpað liðinu að gera enn betur.“ „Allir sem ég hef hitt hér eru mjög almennilegir og þetta er frábært félag.“ „Ég er líkamlega sterkur miðvörður, er góð á boltann og með góðar sendingar út úr vörninni. Vona að ég geti lagt mitt af mörkum og gefið af mér til liðsins,“ sagði miðvörðurinn öflugi um eigin styrkleika. Unsere neue Nummer 14! Innenverteidigerin Glódís Viggósdóttir unterschreibt für drei Jahre beim @FCBayern.Alle Informationen https://t.co/rDptEYsMPs#MiaSanMia pic.twitter.com/8CZdccEL3b— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 „Markmiðið er alltaf að vinna deildina heima fyrir og fara eins langt og mögulegt er í Meistaradeild Evrópu. Fyrir mig persónulega stefni ég á að aðlagast fljótt og vonandi vinna mér inn sæti í liðinu. Það eru markmið mín fyrir tímabilið,“ sagði Glódís Perla að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira