Trúðu ekki sínum eigin Flamenco-augum á ferð um landið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2021 16:01 Hópurinn í sóttkví í Kjósinni eftir komuna til landsins. Þar var hægt að æfa á trépalli sem hentar vel fyrir Flamenco. Aðsend Reynir Hauksson gítarleikari segir spænska vini sína ekki hafa trúað eigin augum á ferðalagi sínu hringinn í kringum landið. Reynir og spænsku vinirnir eru á ferðalagi um landið til að hafa áhrif á fólk með Flamenco tónlist og dansi. Reynir er búsettur í Granada á Suður-Spáni og ætlaði að koma með sveitina til landsins í fyrra. Varla þarf að nefna hvers vegna það tókst ekki. Hann segir spænska vini sína hafa verið yfirspennta að láta verða af ævintýrinu í ár. „Kauptu bara miða fyrir okkur aðra leið. Vertu ekkert að pæla í fluginu til baka,“ hefur Reynir eftir vinum sínum sem þurftu allir sem einn að fara í þrjú Covid-19 próf til að komast til landsins. Hópurinn með hákarlaveiðimanni á Eskifirði.Aðsend „Í örfá skipti hafa spænskir Flamenco listamenn komið til Íslands. En þetta er í fyrsta skipti sem þessi tegund tónlistar fer hringinn,“ segir Reynir. Reynir spilar á gítar ásamt Jorge el Pisao, Jacób de Carmen syngur og Josué Heredia Cheito spilar á slagverk. Paco Fernández dansar en Flamenco er einstaklingsdans. „Tónlistarflóran er rík á Íslandi en það er lítið um Flamenco. Fólk veit varla hvað þetta er. Svo mætir fólk á sýningarnar okkar og segist ekki hafa vitað að neitt þessu líkt væri til í veröldinni. Þetta er svo öðruvísi og hefur mikil áhrif á fólk að sjá dansinn.“ Hópurinn tróð upp á Græna hattinum á Akureyri. Paco dansari er um leið slagverksleikari að sögn Reynis. „Hann dansar á plötu og er að stappa niður takta. Platan er í raun pallur sem við létum smíða. Á Spáni þarf ekki danspall því þar eru öll sviðin úr timbri. Hér á landi eru öll svið útbúin fyrir rokktónleika, með dúk sem dempar hljóðið,“ segir Reynir. Það gangi ekki í Flamenco. „Það er eins og að spila á gítar með vettlinga. Hópurinn rúntaði um landið á níu manna VW Caravellu og hefur troðið upp á Græna hattinum á Akureyri, Valhöll á Eskifirði og í félagsheimilinu á Borgarfirði eystri. Paco Fernández stillti sér upp við Jökulsárlón á seinni hluta hringferðarinnar.Aðsend „Það búa 100 manns á Borgarfirði eystri og það mættu 100 manns á tónleikana. Húsfyllir,“ segir Reynir. Strákarnir í bandinu séu í skýjunum. „Suður-Spánn er hálfgerð eyðimörk. Hérna er allt fullt af vatni. Dagurinn er allan daginn, það er engin nótt.“ Tónlistarmennirnir eru á launum hjá Reyni sem segist taka alla áhættuna af innflutningnum og tónleikaferðalaginu. Fram undan eru tónleikar í Gamla bíó í Reykjavík, Frystiklefanum Rifi, Hvanneyri Pub og Vestmannaeyjum. Þá er vel sótt dansnámskeið á Dansverkstæðinu á Hjarðarhaga í kvöld frá 18 til 21:30, tveir eins og hálfs tíma hópar. „Mætingin þar kom mér á óvart. Þetta er í fyrsta skipit sem dansari er fluttur inn til að halda Flamenco dansnámskeið,“ segir Reynir. Setur þó þann fyrirvara að spænskt fólk búsett hér á landi hafi staðið fyrir námskeiðum. Verkefni Reynis heitir Flamenco á Íslandi og fer nú fram í þriðja skiptið. Tilefnið er útgáfa fyrstu íslensku Flamenco hljómplötunnar sem Reynir gaf út í fyrra. Dans Tónlist Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Reynir er búsettur í Granada á Suður-Spáni og ætlaði að koma með sveitina til landsins í fyrra. Varla þarf að nefna hvers vegna það tókst ekki. Hann segir spænska vini sína hafa verið yfirspennta að láta verða af ævintýrinu í ár. „Kauptu bara miða fyrir okkur aðra leið. Vertu ekkert að pæla í fluginu til baka,“ hefur Reynir eftir vinum sínum sem þurftu allir sem einn að fara í þrjú Covid-19 próf til að komast til landsins. Hópurinn með hákarlaveiðimanni á Eskifirði.Aðsend „Í örfá skipti hafa spænskir Flamenco listamenn komið til Íslands. En þetta er í fyrsta skipti sem þessi tegund tónlistar fer hringinn,“ segir Reynir. Reynir spilar á gítar ásamt Jorge el Pisao, Jacób de Carmen syngur og Josué Heredia Cheito spilar á slagverk. Paco Fernández dansar en Flamenco er einstaklingsdans. „Tónlistarflóran er rík á Íslandi en það er lítið um Flamenco. Fólk veit varla hvað þetta er. Svo mætir fólk á sýningarnar okkar og segist ekki hafa vitað að neitt þessu líkt væri til í veröldinni. Þetta er svo öðruvísi og hefur mikil áhrif á fólk að sjá dansinn.“ Hópurinn tróð upp á Græna hattinum á Akureyri. Paco dansari er um leið slagverksleikari að sögn Reynis. „Hann dansar á plötu og er að stappa niður takta. Platan er í raun pallur sem við létum smíða. Á Spáni þarf ekki danspall því þar eru öll sviðin úr timbri. Hér á landi eru öll svið útbúin fyrir rokktónleika, með dúk sem dempar hljóðið,“ segir Reynir. Það gangi ekki í Flamenco. „Það er eins og að spila á gítar með vettlinga. Hópurinn rúntaði um landið á níu manna VW Caravellu og hefur troðið upp á Græna hattinum á Akureyri, Valhöll á Eskifirði og í félagsheimilinu á Borgarfirði eystri. Paco Fernández stillti sér upp við Jökulsárlón á seinni hluta hringferðarinnar.Aðsend „Það búa 100 manns á Borgarfirði eystri og það mættu 100 manns á tónleikana. Húsfyllir,“ segir Reynir. Strákarnir í bandinu séu í skýjunum. „Suður-Spánn er hálfgerð eyðimörk. Hérna er allt fullt af vatni. Dagurinn er allan daginn, það er engin nótt.“ Tónlistarmennirnir eru á launum hjá Reyni sem segist taka alla áhættuna af innflutningnum og tónleikaferðalaginu. Fram undan eru tónleikar í Gamla bíó í Reykjavík, Frystiklefanum Rifi, Hvanneyri Pub og Vestmannaeyjum. Þá er vel sótt dansnámskeið á Dansverkstæðinu á Hjarðarhaga í kvöld frá 18 til 21:30, tveir eins og hálfs tíma hópar. „Mætingin þar kom mér á óvart. Þetta er í fyrsta skipit sem dansari er fluttur inn til að halda Flamenco dansnámskeið,“ segir Reynir. Setur þó þann fyrirvara að spænskt fólk búsett hér á landi hafi staðið fyrir námskeiðum. Verkefni Reynis heitir Flamenco á Íslandi og fer nú fram í þriðja skiptið. Tilefnið er útgáfa fyrstu íslensku Flamenco hljómplötunnar sem Reynir gaf út í fyrra.
Dans Tónlist Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira