Krakkafréttir voru veturinn 2015-2016 sýndar fjórum sinnum í viku beint á undan auglýstingatíma RÚV og frá hausti til vors á hverju ári eftir það. Ekkert virðist þó benda til þess að auglýsingunum hafi sérstaklega verið beint að börnum. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar.
Krakkafréttir hafa verið nú verið færðar framar í dagskrá Ríkisútvarpsins og verða framvegis hvorki sýndar beint eftir eða á undan auglýsingatímum.
Málið var tekið til meðferðar hjá fjölmiðlanefnd eftir að Sýn hf. kvartaði yfir málinu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar er í eigu Sýnar hf.