„Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 09:01 Danska landsliðið fagnar fréttum af sigri Belga og þar með sæti í sextán liða úrslitum. AP/Martin Meissner Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim. Danir hafa upplifað mikið mótlæti á þessu Evrópumóti, allt frá því að missa sinn besta mann, Christian Eriksen, í hjartastopp í miðjum leik, tapa síðan leiknum þegar allt liðið var í losti og fá síðan ekkert út úr Belgaleiknum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Danir mættu því stigalausir til leiks í lokaleikinn og þurftu að minnsta kosti tveggja marka sigur á Rússum á sama tíma og Belgar myndu vinna Finna. Það gekk eftir því Danir unnu 4-1 og Belgar 2-0. Wait for it... Denmark have their round of 16 spot confirmed! @dbulandshold | #EURO2020 pic.twitter.com/SkXKdB9V6c— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 21, 2021 Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, var kátur eftir leikinn. Í leikslok þá hópuðust dönsku leikmennirnir í kringum síma sem sýndi stöðuna í leik Belga og Finna. Hjulmand var spurður út í það á blaðamannafundi. „Hringurinn kom til vegna að þess að það væri fáránlegt að hlaupa um og fagna án þess að fá réttu úrslitin úr Finnaleiknum,“ sagði Kasper Hjulmand. „Við vonuðumst til að þetta yrði kraftaverkakvöld. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur og hafa sýnt okkur alla þessa ást. Ég sá að það hafði mikil áhrif á leikmennina og þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Hjulmand. "We are a unit." #DEN boss Kasper Hjulmand reacts to his side qualifying for the knockout stages of #Euro2020 pic.twitter.com/7EUCj981YR— Football Daily (@footballdaily) June 22, 2021 „Ákveðnin, liðsandinn og vinátta leikmanna voru stórkostleg. Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn. Ég get varla ímyndað mér hvernig þeim tókst að koma til baka eftir að hafa gengið í gegnum þetta,“ sagði Hjulmand. Danir mæta Wales í sextán liða úrslitunum en það er einmitt fyrsti leikur útsláttarkeppninnar á laugardaginn kemur. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Sjá meira
Danir hafa upplifað mikið mótlæti á þessu Evrópumóti, allt frá því að missa sinn besta mann, Christian Eriksen, í hjartastopp í miðjum leik, tapa síðan leiknum þegar allt liðið var í losti og fá síðan ekkert út úr Belgaleiknum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Danir mættu því stigalausir til leiks í lokaleikinn og þurftu að minnsta kosti tveggja marka sigur á Rússum á sama tíma og Belgar myndu vinna Finna. Það gekk eftir því Danir unnu 4-1 og Belgar 2-0. Wait for it... Denmark have their round of 16 spot confirmed! @dbulandshold | #EURO2020 pic.twitter.com/SkXKdB9V6c— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 21, 2021 Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, var kátur eftir leikinn. Í leikslok þá hópuðust dönsku leikmennirnir í kringum síma sem sýndi stöðuna í leik Belga og Finna. Hjulmand var spurður út í það á blaðamannafundi. „Hringurinn kom til vegna að þess að það væri fáránlegt að hlaupa um og fagna án þess að fá réttu úrslitin úr Finnaleiknum,“ sagði Kasper Hjulmand. „Við vonuðumst til að þetta yrði kraftaverkakvöld. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur og hafa sýnt okkur alla þessa ást. Ég sá að það hafði mikil áhrif á leikmennina og þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Hjulmand. "We are a unit." #DEN boss Kasper Hjulmand reacts to his side qualifying for the knockout stages of #Euro2020 pic.twitter.com/7EUCj981YR— Football Daily (@footballdaily) June 22, 2021 „Ákveðnin, liðsandinn og vinátta leikmanna voru stórkostleg. Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn. Ég get varla ímyndað mér hvernig þeim tókst að koma til baka eftir að hafa gengið í gegnum þetta,“ sagði Hjulmand. Danir mæta Wales í sextán liða úrslitunum en það er einmitt fyrsti leikur útsláttarkeppninnar á laugardaginn kemur.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Sjá meira