Lögregla stoppaði vegfarendur og bauð þeim far í bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 15:54 Bólusetningar hafa gengið ágætlega í Húsavík. vísir/vilhelm Mikið kapp var lagt í að koma út öllum bóluefnaskömmtum sem heilsugæslan á Húsavík hafði til umráða í gær eftir heldur dræma mætingu í bólusetningu. Lögreglan á Húsavík lagði þar hönd á plóg, fór á rúntinn, fann óbólusett fólk og kippti því með sér á bólusetningarstöðina. Vísir ræddi við Reykvíking nokkurn sem var staddur á Húsavík í fjölskyldufríi í gær. Sá var óvænt stoppaður af lögreglunni og spurður hvort hann væri bólusettur. Það var hann ekki og var honum því kippt upp í bíl og keyrður í íþróttahúsið í bænum. Og fjórum mínútum síðar er hann kominn með fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Samstarfsverkefni framlínufólks Vísir náði ekki í lögregluna á Húsavík í dag en ræddi við Áslaugu Halldórsdóttur, yfirhjúkrunarfræðing á Húsavík. Hún segist ekki hafa vitað af því að lögreglan hafi farið á rúntinn til að koma út bóluefni í gær en trúir því þó vel upp á hana. Bólusestningarverkefnið er jú samstarfsverkefni eins og hún bendir á: „Hér hefur slökkviliðið, lögreglan, sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfólk bara tekið höndum saman þegar það er svona stór hópur boðaður í bólusetningu,“ segir hún. Sjá einnig: Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur. Um sjö hundruð manns voru boðaðir í sprautu með efni Pfizer á Húsavík í gær. „Svo stóðu út af nokkuð margir skammtar eins og gengur og gerist. Fólk er náttúrulega bara boðað með SMS-i með litlum fyrirvara og það er allur gangur á því hvar fólk er og hvort það kemst,“ segir Áslaug. Því hafi það verið látið berast um bæinn að hver sem er gæti mætt í íþróttahúsið og fengið bólusetningu, svo skammtarnir færu ekki til spillis. Fjöldi Húsvíkinga auglýsti þetta á Facebook-síðum sínum. „Efnið er auðvitað viðkvæmt og lifir bara í ákveðið langan tíma eftir að búið er að blanda það,“ segir Áslaug. Spurð hvort Facebook-auglýsingar Húsvíkinga og rúntur lögreglunnar hafi skilað ætlunarverki sínu telur hún svo hafa verið. Vel tókst að koma aukaskömmtunum út en Áslaug er ekki alveg viss hvort fáeinir skammtar hafi verið eftir eftir gærdaginn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Lögreglan Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Vísir ræddi við Reykvíking nokkurn sem var staddur á Húsavík í fjölskyldufríi í gær. Sá var óvænt stoppaður af lögreglunni og spurður hvort hann væri bólusettur. Það var hann ekki og var honum því kippt upp í bíl og keyrður í íþróttahúsið í bænum. Og fjórum mínútum síðar er hann kominn með fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Samstarfsverkefni framlínufólks Vísir náði ekki í lögregluna á Húsavík í dag en ræddi við Áslaugu Halldórsdóttur, yfirhjúkrunarfræðing á Húsavík. Hún segist ekki hafa vitað af því að lögreglan hafi farið á rúntinn til að koma út bóluefni í gær en trúir því þó vel upp á hana. Bólusestningarverkefnið er jú samstarfsverkefni eins og hún bendir á: „Hér hefur slökkviliðið, lögreglan, sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfólk bara tekið höndum saman þegar það er svona stór hópur boðaður í bólusetningu,“ segir hún. Sjá einnig: Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur. Um sjö hundruð manns voru boðaðir í sprautu með efni Pfizer á Húsavík í gær. „Svo stóðu út af nokkuð margir skammtar eins og gengur og gerist. Fólk er náttúrulega bara boðað með SMS-i með litlum fyrirvara og það er allur gangur á því hvar fólk er og hvort það kemst,“ segir Áslaug. Því hafi það verið látið berast um bæinn að hver sem er gæti mætt í íþróttahúsið og fengið bólusetningu, svo skammtarnir færu ekki til spillis. Fjöldi Húsvíkinga auglýsti þetta á Facebook-síðum sínum. „Efnið er auðvitað viðkvæmt og lifir bara í ákveðið langan tíma eftir að búið er að blanda það,“ segir Áslaug. Spurð hvort Facebook-auglýsingar Húsvíkinga og rúntur lögreglunnar hafi skilað ætlunarverki sínu telur hún svo hafa verið. Vel tókst að koma aukaskömmtunum út en Áslaug er ekki alveg viss hvort fáeinir skammtar hafi verið eftir eftir gærdaginn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Lögreglan Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira