Bjargráður Blind hafði andleg áhrif frekar en líkamleg gegn Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 10:45 Daley Blind er hann kom af velli gegn Úkraínu. Andre Weening/Getty Images Það fór um alla sem horfðu á Christian Eriksen hníga til jarðar í leik Danmerkur og Finnlands í fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu. Eriksen er heill á húfi en fyrir Daley Blind var þetta sem hitti aðeins of nálægt hjartastað. Hinn 31 árs gamli Blind var samherji Eriksen hjá Ajax frá 2008 til 2013. Þá eru aðeins tæp tvö ár síðan Blind þurfti að fá svokallaðan bjargráð sökum þess að hjartavöðvar hans voru bólgnir. Hann fann fyrir svima í leik gegn Valencia þann 10. desember 2019 og í kjölfarið fór hann í allsherjar rannsókn. Þar kom í ljós að Blind væri veill fyrri hjarta og því þurfti hann að fá bjargráð. Er það tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Thank you all pic.twitter.com/7Z32bcwb5X— Daley Blind (@BlindDaley) December 21, 2019 Það að horfa á Eriksen hníga til jarðar var því í raun tvöfalt áfall fyrir þennan hollenska varnarmann. Ekki nóg með að fyrrum liðsfélagi og vinur væri að hníga til jarðar heldur vissi Blind að hann sjálfur hefði getað lent í slíku atviki. Það var því kannski eðlilegt að Blind hafi íhugað að sleppa því að spila leik Hollands og Úkraínu degi eftir atvikið. Hann ákvað að láta á slag standa og byrjaði í 3-2 sigri Hollands. Blind spilaði þó aðeins rúman klukkutíma en kom tárvotur af velli þegar Hollendingar voru 2-0 yfir. Hann faðmaði einfaldlega Frank De Boer, þjálfara liðsins, og settist á bekkinn. Það var ljóst að Blind var ekki í ástandi til að klára leikinn. Daley Blind was emotional after coming off the pitch in Netherland's win over Ukraine, and considered not playing in the match. pic.twitter.com/fbLRGVBMyr— ESPN FC (@ESPNFC) June 14, 2021 Hollenska liðið var nálægt því að klúðra málunum án hans en liðið missti 2-0 forystu niður í 2-2 áður en Denzel Dumfries kom liðinu til bjargar. Reikna má þó með því að Blind verði á sínum stað í leik kvöldsins og ef eitthvað er að marka þennan rúma hálftíma sem hollenska liðið var án hans gegn Úkraínu þá er það einkar mikilvægt ætli liðið sér þrjú stig gegn Austurríki. Holland mætir Austurríki klukkan 19.00 í kvöld í leik þar sem sigurvegarinn tryggir sér farseðilinn í 16-liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Blind var samherji Eriksen hjá Ajax frá 2008 til 2013. Þá eru aðeins tæp tvö ár síðan Blind þurfti að fá svokallaðan bjargráð sökum þess að hjartavöðvar hans voru bólgnir. Hann fann fyrir svima í leik gegn Valencia þann 10. desember 2019 og í kjölfarið fór hann í allsherjar rannsókn. Þar kom í ljós að Blind væri veill fyrri hjarta og því þurfti hann að fá bjargráð. Er það tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Thank you all pic.twitter.com/7Z32bcwb5X— Daley Blind (@BlindDaley) December 21, 2019 Það að horfa á Eriksen hníga til jarðar var því í raun tvöfalt áfall fyrir þennan hollenska varnarmann. Ekki nóg með að fyrrum liðsfélagi og vinur væri að hníga til jarðar heldur vissi Blind að hann sjálfur hefði getað lent í slíku atviki. Það var því kannski eðlilegt að Blind hafi íhugað að sleppa því að spila leik Hollands og Úkraínu degi eftir atvikið. Hann ákvað að láta á slag standa og byrjaði í 3-2 sigri Hollands. Blind spilaði þó aðeins rúman klukkutíma en kom tárvotur af velli þegar Hollendingar voru 2-0 yfir. Hann faðmaði einfaldlega Frank De Boer, þjálfara liðsins, og settist á bekkinn. Það var ljóst að Blind var ekki í ástandi til að klára leikinn. Daley Blind was emotional after coming off the pitch in Netherland's win over Ukraine, and considered not playing in the match. pic.twitter.com/fbLRGVBMyr— ESPN FC (@ESPNFC) June 14, 2021 Hollenska liðið var nálægt því að klúðra málunum án hans en liðið missti 2-0 forystu niður í 2-2 áður en Denzel Dumfries kom liðinu til bjargar. Reikna má þó með því að Blind verði á sínum stað í leik kvöldsins og ef eitthvað er að marka þennan rúma hálftíma sem hollenska liðið var án hans gegn Úkraínu þá er það einkar mikilvægt ætli liðið sér þrjú stig gegn Austurríki. Holland mætir Austurríki klukkan 19.00 í kvöld í leik þar sem sigurvegarinn tryggir sér farseðilinn í 16-liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira