Kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. júní 2021 17:27 Magnús Norðdahl er lögmaður fólks úr hópi þeirra sem Útlendingastofnun neitaði um þjónustu með ólögmætum hætti. Vísir/Sigurjón Skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála var það óheimilt og lögmaður telur að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna málsins. Að undanförnu hafa um tuttugu hælisleitendur verið sviptir þjónustu og húsnæði hjá Útlendingastofnun þar sem þeir hafa neitað að fara í kórónuveirupróf, sem er forsenda þess að hægt sé að vísa þeim úr landi en flesta átti að endursenda til Grikklands. Kærunefnd útlendingamála komst í gær að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið óheimilt. Ekki sé hægt að skerða réttindi fólks með þessum hætti án þess að hafa til þess skýra lagaheimild, sem hér hafi ekki verið til staðar. Magnús Norðdahl, lögmaður fólks úr hópnum, segir að höfðað verði mál gegn Útlendingastofnun og farið fram á bætur. „Bæði vegna þeirrar þjónustu sem þeir misstu á því tímabili sem um ræðir en einnig vegna þess miska sem þeir urðu fyrir. Höfum í huga að einn þessara aðila, honum var vísað á götuna í mars. Hann átti hér ekkert félagslegt net og fyrstu nóttina sem honum var vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar gisti hann á götum Reykjavíkurborgar, í frosti.“ Útlendingastofnun endurgreiði fólkinu afturvirkt Hann telur að einhver þurfi að axla ábyrgð á málinu. „Fólki var vísað á götuna án húsnæðis og fæðis í andstöðu við lög. Og það er mín skoðun að sá aðili sem fer fyrir þessum málaflokki sem er auðvitað dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að það væri rétt að hún myndi segja af sér út af þessu máli. Þetta er háalvarlegt,“ segir Magnús og bendir á að ráðherra hafi ekki gert athugasemdir við framgöngu Útlendingastofnunar í málinu. Útlendingastofnun vildi ekki veita viðtal um málið en í yfirlýsingu segir að fólkinu hafi þegar verið boðin þjónusta á ný og að fæðispeningar og framfærslufé, sem ekki voru greiddir á meðan fólkið naut ekki þjónustunnar, verði greiddir í dag og næstu daga. „Þeir fengu sms í gær og fengu fæðiskort og strætókort og var boðið að koma aftur í húsnæði Útlendingastofnunar og ég held að flestir hafi þegið það.“ Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Að undanförnu hafa um tuttugu hælisleitendur verið sviptir þjónustu og húsnæði hjá Útlendingastofnun þar sem þeir hafa neitað að fara í kórónuveirupróf, sem er forsenda þess að hægt sé að vísa þeim úr landi en flesta átti að endursenda til Grikklands. Kærunefnd útlendingamála komst í gær að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið óheimilt. Ekki sé hægt að skerða réttindi fólks með þessum hætti án þess að hafa til þess skýra lagaheimild, sem hér hafi ekki verið til staðar. Magnús Norðdahl, lögmaður fólks úr hópnum, segir að höfðað verði mál gegn Útlendingastofnun og farið fram á bætur. „Bæði vegna þeirrar þjónustu sem þeir misstu á því tímabili sem um ræðir en einnig vegna þess miska sem þeir urðu fyrir. Höfum í huga að einn þessara aðila, honum var vísað á götuna í mars. Hann átti hér ekkert félagslegt net og fyrstu nóttina sem honum var vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar gisti hann á götum Reykjavíkurborgar, í frosti.“ Útlendingastofnun endurgreiði fólkinu afturvirkt Hann telur að einhver þurfi að axla ábyrgð á málinu. „Fólki var vísað á götuna án húsnæðis og fæðis í andstöðu við lög. Og það er mín skoðun að sá aðili sem fer fyrir þessum málaflokki sem er auðvitað dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að það væri rétt að hún myndi segja af sér út af þessu máli. Þetta er háalvarlegt,“ segir Magnús og bendir á að ráðherra hafi ekki gert athugasemdir við framgöngu Útlendingastofnunar í málinu. Útlendingastofnun vildi ekki veita viðtal um málið en í yfirlýsingu segir að fólkinu hafi þegar verið boðin þjónusta á ný og að fæðispeningar og framfærslufé, sem ekki voru greiddir á meðan fólkið naut ekki þjónustunnar, verði greiddir í dag og næstu daga. „Þeir fengu sms í gær og fengu fæðiskort og strætókort og var boðið að koma aftur í húsnæði Útlendingastofnunar og ég held að flestir hafi þegið það.“
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25