Samkvæmt frétt Sky fengu félögin, Manchester United og City, Liverpool, Tottenham, Arsenal og Chelsea, að meðaltali um 3,5 milljóna punda sekt fyrir þátttöku sína í Ofurdeildinni.
Í fréttinni kemur einnig fram að félög sem taka þátt í verkefni eins og Ofurdeildinni í framtíðinni geti átt von á því að fá rúmlega tuttugu milljóna punda sekt og eigi á hættu að þrjátíu stig verði dregin af þeim.
Tólf félög voru stofnmeðlimir Ofurdeildarinnar en nú standa aðeins þrjú eftir: Real Madrid, Barcelona og Juventus.