„Maður þarf stundum að hrósa sjálfum sér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2021 10:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar með Jens Scheuer, þjálfara Bayern München. getty/Mika Volkmann Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð á sunnudaginn annar Íslendingurinn til að verða þýskur meistari með Bayern München. Hún kann vel við sig hjá þýska liðinu og býst við að fá stærra hlutverk hjá því á næsta tímabili. Í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn vann Bayern 4-0 sigur á Frankfurt og tryggði sér þar með meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína fylgdi þar með í fótspor Dagnýjar Brynjarsdóttur sem varð þýskur meistari með Bayern 2015. „Þetta var þvílíkt gaman og mögnuð tilfinning að vinna titil á mínu fyrsta tímabili. Þetta er einstakt lið með einstaka karaktera og þvílík liðsheild,“ sagði Karólína í samtali við Vísi. „Tilhlökkunin fyrir þessum leik var mikil og það var ekkert smá gaman að vinna. Mér fannst við eiga þetta svo mikið skilið, þetta er þvílíkt lið og allt í kringum það er til fyrirmyndar.“ Þýskalandsmeistarar Bayern München.getty/Peter Kneffel Erfitt er að mótmæla því að Bayern hafi meistaratitilinn skilið. Liðið vann tuttugu af 22 deildarleikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einum leik. Bayern skoraði 82 mörk og fékk bara á sig níu. Karólína segir að fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hafi verið afar lærdómsríkt. „Þetta hefur verið mjög gaman, mikill skóli en það vita allir að Þýskaland er ekkert grín. Ég hef lært rosalega mikið og nú fer held ég allt upp á við. Ég er ánægð en þetta hefur líka verið rosalega erfitt,“ sagði Karólína og bætti við að æfingaálagið í Þýskalandi væri mikið en ekki óviðráðanlegt. „Já, en ég myndi ekki segja að þetta væri ekki hægt. Ég þarf stundum að segja við sjálfa mig að vera stolt af mér að vera komin hingað eftir að hafa verið á Íslandi, að spila í Pepsi Max-deildinni og vera svo mætt í þýsku deildina og vinna hana. Maður þarf stundum að hrósa sjálfum sér líka. Stökkið er stórt en ekki of stórt.“ Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Karólína unnið þrjá meistaratitla á ferlinum, tvo á Íslandi og einn í Þýskalandi.getty/Alexander Scheuber Karólína var meidd þegar hún kom til Bayern en kom inn í liðið eftir að hafa náð sér af meiðslunum og tók þátt í sex deildarleikjum á tímabilinu. „Það er mikil trú á mér hérna og ef ég helst heil veit ég að ég fæ stærra hlutverk á næsta tímabili og kemst betur inn í hlutina. Þá fæ ég meira sjálfstraust og þetta snýst mikið um það. Ég þarf bara að halda áfram og halda rétt á spilunum,“ sagði Karólína. Þýski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn vann Bayern 4-0 sigur á Frankfurt og tryggði sér þar með meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína fylgdi þar með í fótspor Dagnýjar Brynjarsdóttur sem varð þýskur meistari með Bayern 2015. „Þetta var þvílíkt gaman og mögnuð tilfinning að vinna titil á mínu fyrsta tímabili. Þetta er einstakt lið með einstaka karaktera og þvílík liðsheild,“ sagði Karólína í samtali við Vísi. „Tilhlökkunin fyrir þessum leik var mikil og það var ekkert smá gaman að vinna. Mér fannst við eiga þetta svo mikið skilið, þetta er þvílíkt lið og allt í kringum það er til fyrirmyndar.“ Þýskalandsmeistarar Bayern München.getty/Peter Kneffel Erfitt er að mótmæla því að Bayern hafi meistaratitilinn skilið. Liðið vann tuttugu af 22 deildarleikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einum leik. Bayern skoraði 82 mörk og fékk bara á sig níu. Karólína segir að fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hafi verið afar lærdómsríkt. „Þetta hefur verið mjög gaman, mikill skóli en það vita allir að Þýskaland er ekkert grín. Ég hef lært rosalega mikið og nú fer held ég allt upp á við. Ég er ánægð en þetta hefur líka verið rosalega erfitt,“ sagði Karólína og bætti við að æfingaálagið í Þýskalandi væri mikið en ekki óviðráðanlegt. „Já, en ég myndi ekki segja að þetta væri ekki hægt. Ég þarf stundum að segja við sjálfa mig að vera stolt af mér að vera komin hingað eftir að hafa verið á Íslandi, að spila í Pepsi Max-deildinni og vera svo mætt í þýsku deildina og vinna hana. Maður þarf stundum að hrósa sjálfum sér líka. Stökkið er stórt en ekki of stórt.“ Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Karólína unnið þrjá meistaratitla á ferlinum, tvo á Íslandi og einn í Þýskalandi.getty/Alexander Scheuber Karólína var meidd þegar hún kom til Bayern en kom inn í liðið eftir að hafa náð sér af meiðslunum og tók þátt í sex deildarleikjum á tímabilinu. „Það er mikil trú á mér hérna og ef ég helst heil veit ég að ég fæ stærra hlutverk á næsta tímabili og kemst betur inn í hlutina. Þá fæ ég meira sjálfstraust og þetta snýst mikið um það. Ég þarf bara að halda áfram og halda rétt á spilunum,“ sagði Karólína.
Þýski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira