Logi fordæmir danska jafnaðarmenn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. júní 2021 17:08 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist fordæma danska jafnaðarmanna fyrir nýja stefnu í innflytjendamálum. Vísir/Vilhelm Þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Þar tókust þeir á um nýja stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum. Nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnar Danmerkur heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendur landsins til þriðja ríkis. Þá er yfirlýst markmið ríkisstjórnar þar í landi að engir sæki um hæli í landinu. Logi segist afar hissa á málinu og þykir staðan óhugguleg. Honum er jafnframt brugðið, þar sem hann segir Dani standa Norðmönnum og Svíum langt að baki þegar kemur að þessum málaflokki. Logi telur að ákvörðunin hafi verið pólitísk stefnumörkun til þess að næla sér í atkvæði Danska þjóðarflokksins (Dansk folkparti), sem hafi tekist að vissu leyti. „En ég vara við því að fólk verði svo „kalkúlerað“ að það sé að endurskilgreina línuna sem er dregin í sandinn, bara til að afla sér styrks og atkvæða, vegna þess að það verður ekki hægt að daga þetta til baka,“ segir Logi. „Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin“ Sigmundur tekur í annan streng og telur ákvörðunina fyrst og fremst vera byggða á reynslu Danmerkur í innflytjendamálum síðustu ár. Þá telur hann að Íslendingar ættu að feta í fótspor Dana í þessum efnum. Hann segir að sexfalt fleiri sæki um hæli á Íslandi en í Danmörku og Noregi. „Og það er bara vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér og þetta mun bara halda áfram að vaxa með þessum hætti. Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin,“ segir Sigmundur. Hann segir jafnframt að það sé mikið áhyggjuefni að umsóknum fjölgi frá fólki sem borgar glæpagengjum fyrir það að koma sér á milli landa. Ekki allir innflytjendur tengjast glæpastarfsemi Logi segir þó ekki að það megi ekki tengja alla þá sem hingað koma í neyð og leggja sig jafnvel í stórhættu við það að koma börnum sínum í öruggt skjól, við glæpagengi. Hann telur mikið áhyggjuefni að tengja alla innflytjendur við einhvers konar ólöglega starfsemi. „Mér finnst það býsna alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks ætlar að næra þessa hræðslu hjá venjulegu fólki,“ segir Logi. Hann bendir á að ef óttinn beinist að einhvers konar glæpastarfsemi, væri réttara að bregðast við með því að setja aukið fjármagn í löggæslu, í stað þess að fylgja fordæmi Dana. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Innflytjendamál Sprengisandur Hælisleitendur Alþingi Danmörk Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnar Danmerkur heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendur landsins til þriðja ríkis. Þá er yfirlýst markmið ríkisstjórnar þar í landi að engir sæki um hæli í landinu. Logi segist afar hissa á málinu og þykir staðan óhugguleg. Honum er jafnframt brugðið, þar sem hann segir Dani standa Norðmönnum og Svíum langt að baki þegar kemur að þessum málaflokki. Logi telur að ákvörðunin hafi verið pólitísk stefnumörkun til þess að næla sér í atkvæði Danska þjóðarflokksins (Dansk folkparti), sem hafi tekist að vissu leyti. „En ég vara við því að fólk verði svo „kalkúlerað“ að það sé að endurskilgreina línuna sem er dregin í sandinn, bara til að afla sér styrks og atkvæða, vegna þess að það verður ekki hægt að daga þetta til baka,“ segir Logi. „Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin“ Sigmundur tekur í annan streng og telur ákvörðunina fyrst og fremst vera byggða á reynslu Danmerkur í innflytjendamálum síðustu ár. Þá telur hann að Íslendingar ættu að feta í fótspor Dana í þessum efnum. Hann segir að sexfalt fleiri sæki um hæli á Íslandi en í Danmörku og Noregi. „Og það er bara vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér og þetta mun bara halda áfram að vaxa með þessum hætti. Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin,“ segir Sigmundur. Hann segir jafnframt að það sé mikið áhyggjuefni að umsóknum fjölgi frá fólki sem borgar glæpagengjum fyrir það að koma sér á milli landa. Ekki allir innflytjendur tengjast glæpastarfsemi Logi segir þó ekki að það megi ekki tengja alla þá sem hingað koma í neyð og leggja sig jafnvel í stórhættu við það að koma börnum sínum í öruggt skjól, við glæpagengi. Hann telur mikið áhyggjuefni að tengja alla innflytjendur við einhvers konar ólöglega starfsemi. „Mér finnst það býsna alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks ætlar að næra þessa hræðslu hjá venjulegu fólki,“ segir Logi. Hann bendir á að ef óttinn beinist að einhvers konar glæpastarfsemi, væri réttara að bregðast við með því að setja aukið fjármagn í löggæslu, í stað þess að fylgja fordæmi Dana. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Innflytjendamál Sprengisandur Hælisleitendur Alþingi Danmörk Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira