Fá greiddan launaauka en enga yfirvinnu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 20:55 Í stað yfirvinnu hafa Alma og Þórólfur fengið greiddan launaauk. vísir/vilhelm Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa fengið greidda launaauka vegna álags í heimsfaraldrinum upp á samtals tæpa fimm og hálfa milljón. Víðir Reynisson og Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavörnum hafa unnið rúma 2.500 yfirvinnutíma samanlagt síðustu fimmtán mánuðum. Hvorki Alma né Þórólfur fá greidda yfirvinnu því þau eru bæði með fastlaunasamning. Í staðin hafa þau fengið greidda launaauka vegna mikils álags í starfi síðustu mánuði en í kvöldfréttum RÚV kom fram að þríeykið svokallaða hefði verið í að minnsta kosti 150 prósent vinnu frá því að faraldurinn hófst. Alma fékk greiddan launaauka sem nam 10 prósentum af mánaðarlaunum hennar að meðaltali síðustu fimmtán mánuði. Það eru um 170 þúsund krónur á mánuði eða samtals 2.551.500 krónur. Þórólfur fékk þá greiddan launaauka sem nam 12 prósentum af mánaðarlaunum hans að meðaltali síðustu fimmtán mánuði. Samtals fékk hann 2.839.902 krónur eða tæp 190 þúsund á mánuði. 1.400 klukkutímar yfir fasta yfirvinnu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fá hins vegar greidda yfirvinnu. Mánaðarlaun Víðis eru tæplega 830 þúsund krónur en Rögnvaldur er með tæplega 790 þúsund krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er föst yfirvinna. 1.400 klukkutímar, sem Víðir og Rögnvaldur hafa unnið yfir fasta yfirvinnu, jafngilda 175 átta stunda vinnudögum.vísir/vilhelm Þeir hafa þó báðir unnið lang yfir fasta yfirvinnu sina á síðustu mánuðum eða samtals um fjórtán hundruð stundir. Það eru 175 átta stunda vinnudagar. Á síðustu fimmtán mánuðum vann Víðir 1.340 yfirvinnutíma en Rögnvaldur 1.189. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Kjaramál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Hvorki Alma né Þórólfur fá greidda yfirvinnu því þau eru bæði með fastlaunasamning. Í staðin hafa þau fengið greidda launaauka vegna mikils álags í starfi síðustu mánuði en í kvöldfréttum RÚV kom fram að þríeykið svokallaða hefði verið í að minnsta kosti 150 prósent vinnu frá því að faraldurinn hófst. Alma fékk greiddan launaauka sem nam 10 prósentum af mánaðarlaunum hennar að meðaltali síðustu fimmtán mánuði. Það eru um 170 þúsund krónur á mánuði eða samtals 2.551.500 krónur. Þórólfur fékk þá greiddan launaauka sem nam 12 prósentum af mánaðarlaunum hans að meðaltali síðustu fimmtán mánuði. Samtals fékk hann 2.839.902 krónur eða tæp 190 þúsund á mánuði. 1.400 klukkutímar yfir fasta yfirvinnu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fá hins vegar greidda yfirvinnu. Mánaðarlaun Víðis eru tæplega 830 þúsund krónur en Rögnvaldur er með tæplega 790 þúsund krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er föst yfirvinna. 1.400 klukkutímar, sem Víðir og Rögnvaldur hafa unnið yfir fasta yfirvinnu, jafngilda 175 átta stunda vinnudögum.vísir/vilhelm Þeir hafa þó báðir unnið lang yfir fasta yfirvinnu sina á síðustu mánuðum eða samtals um fjórtán hundruð stundir. Það eru 175 átta stunda vinnudagar. Á síðustu fimmtán mánuðum vann Víðir 1.340 yfirvinnutíma en Rögnvaldur 1.189.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Kjaramál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira