Hópsýkingin tengd gömlum smitum sem ekki hefur tekist að rekja Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2021 12:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust í gær tengjast öll hópsýkingu meðal hælisleitenda á höfuðborgarsvæðinu. Sýkingin hefur verið rakin til eldri smita, sem ekki hefur tekist að rekja til landamæra. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir í sóttkví, og sjö greindust á landamærum en bíða allir mótefnamælingar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þeir sem greindust í fyrradag hafi farið í sýnatöku á fimmtudag en jákvæð niðurstaða ekki fengist staðfest fyrr en í gær. „Þannig að þeir voru allir komnir í sóttkví þegar þetta gerist en voru bara nýkomnir í sóttkví,“ segir Víðir. Ekkert kom út úr umfangsmikilli skimun Hann býst við því að fleiri greinist í tengslum við hópsmitið, sem er meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd í búsetuúrræði á vegum útlendingastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Á annað hundrað hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna. „Við erum búin að koma öllum sem voru útsettir sem við vitum um í sóttkví. Þannig að við eigum von á því að fleiri greinist í tengslum við þetta næstu daga en vonandi ekkert út fyrir þennan hóp,“ segir Víðir. „Það eru nokkrir staðir þar sem fólk hefur þurft að fara í sóttkví. En við fórum í umfangsmikla skimun og það kom ekkert út úr því.“ Tekist hefur að rekja sýkinguna til tveggja smita frá því fyrir rúmri viku, að sögn Víðis. „Þar sem við erum ekki með tenginu við landamærin, þetta virðist hafa komist inn í landið án þess að við fundum það, enn sem komið er, en það er verið að liggja yfir þessu, sérfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri eru að skoða raðgreiningarmynstrin í þessu.“ Óbólusettir fari áfram varlega Þá hafi almannavarnir enn áhyggjur af veisluhöldum meðal ungs fólks. „Við erum þá aðallega að horfa á hópamyndun þeirra sem ekki hafa fengið bólusetningu. Það gengur vel að bólusetja núna og þeim fjölgar stöðugt sem hafa að minnsta kosti fengið eina sprautu þannig að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, við biðlum sérstaklega til þeirra að fara varlega,“ segir Víðir. Hann kveðst bjartsýnn á að frekari tilslakanir séu í kortunum. „Við verðum að sjá aðeins til en ég á ekki von á öðru en þetta liggi til seinni partinn í næstu viku hvaða hugmyndir sóttvarnalæknir hefur í því. Og það er miðvikudagurinn eftir rúma viku sem þetta á að taka gildi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53 Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24 Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir í sóttkví, og sjö greindust á landamærum en bíða allir mótefnamælingar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þeir sem greindust í fyrradag hafi farið í sýnatöku á fimmtudag en jákvæð niðurstaða ekki fengist staðfest fyrr en í gær. „Þannig að þeir voru allir komnir í sóttkví þegar þetta gerist en voru bara nýkomnir í sóttkví,“ segir Víðir. Ekkert kom út úr umfangsmikilli skimun Hann býst við því að fleiri greinist í tengslum við hópsmitið, sem er meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd í búsetuúrræði á vegum útlendingastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Á annað hundrað hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna. „Við erum búin að koma öllum sem voru útsettir sem við vitum um í sóttkví. Þannig að við eigum von á því að fleiri greinist í tengslum við þetta næstu daga en vonandi ekkert út fyrir þennan hóp,“ segir Víðir. „Það eru nokkrir staðir þar sem fólk hefur þurft að fara í sóttkví. En við fórum í umfangsmikla skimun og það kom ekkert út úr því.“ Tekist hefur að rekja sýkinguna til tveggja smita frá því fyrir rúmri viku, að sögn Víðis. „Þar sem við erum ekki með tenginu við landamærin, þetta virðist hafa komist inn í landið án þess að við fundum það, enn sem komið er, en það er verið að liggja yfir þessu, sérfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri eru að skoða raðgreiningarmynstrin í þessu.“ Óbólusettir fari áfram varlega Þá hafi almannavarnir enn áhyggjur af veisluhöldum meðal ungs fólks. „Við erum þá aðallega að horfa á hópamyndun þeirra sem ekki hafa fengið bólusetningu. Það gengur vel að bólusetja núna og þeim fjölgar stöðugt sem hafa að minnsta kosti fengið eina sprautu þannig að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, við biðlum sérstaklega til þeirra að fara varlega,“ segir Víðir. Hann kveðst bjartsýnn á að frekari tilslakanir séu í kortunum. „Við verðum að sjá aðeins til en ég á ekki von á öðru en þetta liggi til seinni partinn í næstu viku hvaða hugmyndir sóttvarnalæknir hefur í því. Og það er miðvikudagurinn eftir rúma viku sem þetta á að taka gildi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53 Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24 Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53
Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24
Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39