Zidane sendi Real Madrid tóninn í opnu bréfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:30 Zinedine Zidane fannst hann ekki fá nógu mikinn stuðning hjá Real Madrid. getty/Juan Manuel Serrano Arce Zinedine Zidane segist sorgmæddur yfir endalokunum hjá Real Madrid. Hann sendi félaginu tóninn í opnu bréfi í AS. Í síðustu viku greindi Real Madrid frá því að Zidane væri hættur með liðið eftir tveggja ára starf. Zidane þjálfaði Real Madrid fyrst 2016-18 og tók svo aftur við liðinu í mars 2019. Undir hans stjórn vann Real Madrid Spánarmeistaratitilinn tvisvar og varð Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. „Ég er að fara en er ekki að stökkva frá borði og er ekki orðinn þreyttur á að þjálfa,“ sagði Zidane í opnu bréfi til stuðningsmanna Real Madrid sem birtist í AS. „Í maí 2018 hætti ég eftir tvö og hálf góð ár því mér fannst liðið þurfa á nýrri stefnu að halda til að vera áfram á toppnum. Hlutirnir eru öðruvísi núna. Ég er að fara því mér fannst félagið ekki styðja mig eins og ég þurfti, til að byggja upp.“ Zidane segir að forráðamenn Real Madrid hafi heldur ekki tekið mannlega þáttinn með í reikninginn. „Ég er sigurvegari og var þarna til að vinna titla. En það sem er mikilvægara er fólk, tilfinningar þeirra og lífið sjálft og mér fannst eins og þessir hlutir hafi ekki verið teknir með inn í reikninginn,“ sagði Zidane. Fyrir áramót var oft talað um að starf Zidanes héngi á bláþræði og hann gæti fengið reisupassann. „Það særði mig svo mikið þegar ég las um það í fjölmiðlum að ég yrði rekinn ef ég tapaði næsta leik. Þessi skilaboð, sem var viljandi lekið til fjölmiðla, höfðu neikvæð áhrif á leikmannahópinn. Þau sköpuðu efasemdir og misskilning,“ sagði Zidane í bréfinu. Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og vann ekki titil í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Í síðustu viku greindi Real Madrid frá því að Zidane væri hættur með liðið eftir tveggja ára starf. Zidane þjálfaði Real Madrid fyrst 2016-18 og tók svo aftur við liðinu í mars 2019. Undir hans stjórn vann Real Madrid Spánarmeistaratitilinn tvisvar og varð Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. „Ég er að fara en er ekki að stökkva frá borði og er ekki orðinn þreyttur á að þjálfa,“ sagði Zidane í opnu bréfi til stuðningsmanna Real Madrid sem birtist í AS. „Í maí 2018 hætti ég eftir tvö og hálf góð ár því mér fannst liðið þurfa á nýrri stefnu að halda til að vera áfram á toppnum. Hlutirnir eru öðruvísi núna. Ég er að fara því mér fannst félagið ekki styðja mig eins og ég þurfti, til að byggja upp.“ Zidane segir að forráðamenn Real Madrid hafi heldur ekki tekið mannlega þáttinn með í reikninginn. „Ég er sigurvegari og var þarna til að vinna titla. En það sem er mikilvægara er fólk, tilfinningar þeirra og lífið sjálft og mér fannst eins og þessir hlutir hafi ekki verið teknir með inn í reikninginn,“ sagði Zidane. Fyrir áramót var oft talað um að starf Zidanes héngi á bláþræði og hann gæti fengið reisupassann. „Það særði mig svo mikið þegar ég las um það í fjölmiðlum að ég yrði rekinn ef ég tapaði næsta leik. Þessi skilaboð, sem var viljandi lekið til fjölmiðla, höfðu neikvæð áhrif á leikmannahópinn. Þau sköpuðu efasemdir og misskilning,“ sagði Zidane í bréfinu. Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og vann ekki titil í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira