Zidane sendi Real Madrid tóninn í opnu bréfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:30 Zinedine Zidane fannst hann ekki fá nógu mikinn stuðning hjá Real Madrid. getty/Juan Manuel Serrano Arce Zinedine Zidane segist sorgmæddur yfir endalokunum hjá Real Madrid. Hann sendi félaginu tóninn í opnu bréfi í AS. Í síðustu viku greindi Real Madrid frá því að Zidane væri hættur með liðið eftir tveggja ára starf. Zidane þjálfaði Real Madrid fyrst 2016-18 og tók svo aftur við liðinu í mars 2019. Undir hans stjórn vann Real Madrid Spánarmeistaratitilinn tvisvar og varð Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. „Ég er að fara en er ekki að stökkva frá borði og er ekki orðinn þreyttur á að þjálfa,“ sagði Zidane í opnu bréfi til stuðningsmanna Real Madrid sem birtist í AS. „Í maí 2018 hætti ég eftir tvö og hálf góð ár því mér fannst liðið þurfa á nýrri stefnu að halda til að vera áfram á toppnum. Hlutirnir eru öðruvísi núna. Ég er að fara því mér fannst félagið ekki styðja mig eins og ég þurfti, til að byggja upp.“ Zidane segir að forráðamenn Real Madrid hafi heldur ekki tekið mannlega þáttinn með í reikninginn. „Ég er sigurvegari og var þarna til að vinna titla. En það sem er mikilvægara er fólk, tilfinningar þeirra og lífið sjálft og mér fannst eins og þessir hlutir hafi ekki verið teknir með inn í reikninginn,“ sagði Zidane. Fyrir áramót var oft talað um að starf Zidanes héngi á bláþræði og hann gæti fengið reisupassann. „Það særði mig svo mikið þegar ég las um það í fjölmiðlum að ég yrði rekinn ef ég tapaði næsta leik. Þessi skilaboð, sem var viljandi lekið til fjölmiðla, höfðu neikvæð áhrif á leikmannahópinn. Þau sköpuðu efasemdir og misskilning,“ sagði Zidane í bréfinu. Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og vann ekki titil í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Í síðustu viku greindi Real Madrid frá því að Zidane væri hættur með liðið eftir tveggja ára starf. Zidane þjálfaði Real Madrid fyrst 2016-18 og tók svo aftur við liðinu í mars 2019. Undir hans stjórn vann Real Madrid Spánarmeistaratitilinn tvisvar og varð Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. „Ég er að fara en er ekki að stökkva frá borði og er ekki orðinn þreyttur á að þjálfa,“ sagði Zidane í opnu bréfi til stuðningsmanna Real Madrid sem birtist í AS. „Í maí 2018 hætti ég eftir tvö og hálf góð ár því mér fannst liðið þurfa á nýrri stefnu að halda til að vera áfram á toppnum. Hlutirnir eru öðruvísi núna. Ég er að fara því mér fannst félagið ekki styðja mig eins og ég þurfti, til að byggja upp.“ Zidane segir að forráðamenn Real Madrid hafi heldur ekki tekið mannlega þáttinn með í reikninginn. „Ég er sigurvegari og var þarna til að vinna titla. En það sem er mikilvægara er fólk, tilfinningar þeirra og lífið sjálft og mér fannst eins og þessir hlutir hafi ekki verið teknir með inn í reikninginn,“ sagði Zidane. Fyrir áramót var oft talað um að starf Zidanes héngi á bláþræði og hann gæti fengið reisupassann. „Það særði mig svo mikið þegar ég las um það í fjölmiðlum að ég yrði rekinn ef ég tapaði næsta leik. Þessi skilaboð, sem var viljandi lekið til fjölmiðla, höfðu neikvæð áhrif á leikmannahópinn. Þau sköpuðu efasemdir og misskilning,“ sagði Zidane í bréfinu. Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og vann ekki titil í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira