Bayern München einum sigri frá titlinum Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 13:25 Karólína Lea kom ekki við sögu í dag. Getty/Sebastian Widmann Bayern München, lið Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, vann 4-0 sigur á Bayer Leverkusen í næst síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Liðið er í kjörstöðu í titilbaráttunni fyrir lokaumferð deildarinnar. Bayern München var með 55 stig á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins, tveimur stigum á undan Wolfsburg sem var sæti neðar. Ljóst var að sigur Bæjara samhliða tapi eða jafntefli hjá Wolfsburg myndi duga þeim til Þýskalandstitilsins. Bayern kláraði sitt verkefni í Íslendingaslagnum við Bayer Leverkusen. Þýska landsliðskonan Lea Schüller kom Bayern yfir á 38. mínútu og Maria Hegenring tvöfaldaði þá forystu snemma í síðari hálfleiknum. Hin franska Viviane Asseyi skoraði þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, áður en Schüller innsiglaði 4-0 sigur Bæjara undir lok leiks með sínu öðru marki. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði síðustu níu mínúturnar í liði Bayern og þá er Sandra María Jessen, leikmaður Leverkusen, ólétt og mun ekki leika með liðinu á þessu ári. Eftir sigurinn þurfti Bayern að bíða tíðinda frá Frankfurt þar sem Wolfsburg var í heimsókn. Wolfsburgar-liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Eintracht Frankfurt en tókst að knýja fram 3-2 sigur. Munurinn á toppliðunum er því sem fyrr tvö stig og munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni þann 6. júní. Bayern München mætir þá liði Frankfurt á heimavelli en Wolfsburg fær Werder Bremen í heimsókn. Wolfsburg hefur unnið þýska titilinn fjögur ár í röð og Bayern hlotið silfur öll árin fjögur. Árin tvö á undan því varð Bayern meistari, tímabilin 2014-15 og 2015-16. Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjá meira
Bayern München var með 55 stig á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins, tveimur stigum á undan Wolfsburg sem var sæti neðar. Ljóst var að sigur Bæjara samhliða tapi eða jafntefli hjá Wolfsburg myndi duga þeim til Þýskalandstitilsins. Bayern kláraði sitt verkefni í Íslendingaslagnum við Bayer Leverkusen. Þýska landsliðskonan Lea Schüller kom Bayern yfir á 38. mínútu og Maria Hegenring tvöfaldaði þá forystu snemma í síðari hálfleiknum. Hin franska Viviane Asseyi skoraði þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, áður en Schüller innsiglaði 4-0 sigur Bæjara undir lok leiks með sínu öðru marki. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði síðustu níu mínúturnar í liði Bayern og þá er Sandra María Jessen, leikmaður Leverkusen, ólétt og mun ekki leika með liðinu á þessu ári. Eftir sigurinn þurfti Bayern að bíða tíðinda frá Frankfurt þar sem Wolfsburg var í heimsókn. Wolfsburgar-liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Eintracht Frankfurt en tókst að knýja fram 3-2 sigur. Munurinn á toppliðunum er því sem fyrr tvö stig og munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni þann 6. júní. Bayern München mætir þá liði Frankfurt á heimavelli en Wolfsburg fær Werder Bremen í heimsókn. Wolfsburg hefur unnið þýska titilinn fjögur ár í röð og Bayern hlotið silfur öll árin fjögur. Árin tvö á undan því varð Bayern meistari, tímabilin 2014-15 og 2015-16.
Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjá meira