Guðlaugur Victor á leið til Schalke Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. maí 2021 17:46 Guðlaugur Victor í leik með íslenska landsliðinu. Hann hefur fest sig í sessi sem einn mikilvægasti hlekkur landsliðsins á undanförnum misserum. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson mun á næstu dögum ganga til liðs við þýska stórveldið Schalke 04 sem er fallið úr efstu deild Þýskalands í knattspyrnu. Þetta herma heimildir íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Samkomulag hefur náðst á milli Schalke og Darmstadt, hvar Guðlaugur Victor hefur leikið síðan 2018. Einnig hefur Guðlaugur Victor samið við Schalke og er læknisskoðun næst á dagskrá. Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi mögulegu félagsskipti í nokkrar vikur og miðað við fréttir frá Þýsklandi verður kaupverðið um hálf milljón evra. Schalke 04 er fjórða sigursælasta félag í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Meðlimir félagsins eru 155 þúsund sem gerir Schalke að næst fjölmennasta íþróttafélagi Þýskalands. Ekkert hefur gengið hjá Schalke á leiktíðinni sem nú er senn á enda. Liðið situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og var fallið í apríl. Þar með lýkur 30 ára samfelldri veru í efstu deild en á þeim tíma hefur Schalke fjórum sinnum komist í Meistaradeild Evrópu auk þess sem félagið hefur tekið þátt í öðrum Evrópukeppnum. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarið. Hann hefur alls spilað 26 A-landsleiki, þar á meðal alla þrjá leikina í síðasta landsliðsglugga er Ísland mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Þá skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark í 4-1 sigrinum gegn Liechtenstein. Í þýskum fjölmiðlum kemur fram að Schalke hafi nú þegar samið við tvo aðra leikmenn. Framherjinn Simon Terodde kemur frá Hamburger SV og miðjumaðurinn Danny Latza kemur frá Mainz. Latza er fæddur í Gelsenkirchen, hvar Schalke er staðsett, og kom upp í gegnum yngri flokka félagsins. Báðir leikmenn eru yfir þrítugt og því ljóst að stjórn Schalke ætlar að treysta á reynslumikla leikmenn til þess að koma félaginu aftur í efstu deild. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Sjá meira
Samkomulag hefur náðst á milli Schalke og Darmstadt, hvar Guðlaugur Victor hefur leikið síðan 2018. Einnig hefur Guðlaugur Victor samið við Schalke og er læknisskoðun næst á dagskrá. Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi mögulegu félagsskipti í nokkrar vikur og miðað við fréttir frá Þýsklandi verður kaupverðið um hálf milljón evra. Schalke 04 er fjórða sigursælasta félag í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Meðlimir félagsins eru 155 þúsund sem gerir Schalke að næst fjölmennasta íþróttafélagi Þýskalands. Ekkert hefur gengið hjá Schalke á leiktíðinni sem nú er senn á enda. Liðið situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og var fallið í apríl. Þar með lýkur 30 ára samfelldri veru í efstu deild en á þeim tíma hefur Schalke fjórum sinnum komist í Meistaradeild Evrópu auk þess sem félagið hefur tekið þátt í öðrum Evrópukeppnum. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarið. Hann hefur alls spilað 26 A-landsleiki, þar á meðal alla þrjá leikina í síðasta landsliðsglugga er Ísland mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Þá skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark í 4-1 sigrinum gegn Liechtenstein. Í þýskum fjölmiðlum kemur fram að Schalke hafi nú þegar samið við tvo aðra leikmenn. Framherjinn Simon Terodde kemur frá Hamburger SV og miðjumaðurinn Danny Latza kemur frá Mainz. Latza er fæddur í Gelsenkirchen, hvar Schalke er staðsett, og kom upp í gegnum yngri flokka félagsins. Báðir leikmenn eru yfir þrítugt og því ljóst að stjórn Schalke ætlar að treysta á reynslumikla leikmenn til þess að koma félaginu aftur í efstu deild.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn