„Erum stoltar af því að á 93. mínútu var Breiðablik að tefja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2021 20:49 Óskar Smári Haraldsson stýrir Tindastóli ásamt Guðna Þór Einarssyni. vísir/sigurjón Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls, kvaðst ánægður með frammistöðu síns liðs gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld. Stólarnir veittu Blikum verðuga mótspyrnu en urðu að sætta sig við 1-0 tap. „Þetta er vissulega svekkjandi. Blikar hittu á góðan leik, þær voru mjög góðar í dag og réðum illa við þær á löngum köflum þar sem við vorum í miklum eltingarleik. Þetta er pínu fúlt en við erum stoltar af því að á 93. mínútu var Breiðablik að tefja. Það segir svolítið mikið um það hvað við gáfum í leikinn. Auðvitað er þetta súrt en ekkert til að dvelja yfir,“ sagði Óskar við Vísi eftir leikinn í Kópavoginum í kvöld. Murielle Tiernan fékk besta færi Tindastóls á 21. mínútu. Hún slapp þá í gegnum vörn Breiðabliks en reyndi að gefa á Hugrúnu Pálsdóttur í stað þess að skjóta. Þótt það hafi ekki gengið var Óskar á því að Murielle hafi tekið rétta ákvörðun. „Hugrún var í frábæru hlaupi og mér sýndist Jackie [Jacqueline Altschuld] líka vera þarna. Auðvitað gat hún slúttað sjálf enda frábær slúttari en þetta er það sem Murielle snýst um. Hún er mikill liðsfélagi og henni fannst annar leikmaður vera í betra færi og þess vegna sendi hún boltann. Það var rétt hjá henni en við vorum óheppnar að ná ekki að pota boltanum inn á því augnabliki,“ sagði Óskar. „Þetta gerðist hratt en ég held að hún hafi tekið rétta ákvörðun. En það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á.“ Blikar pressuðu stíft í fyrri hálfleik en Stólunum gekk betur að halda Íslandsmeisturunum í skefjum í upphafi þess seinni. „Þær halda boltanum vel og reyna að færa hann hratt á milli kanta. Við vissum að við mættum ekki lenda mikið einn á einn gegn Áslaugu Mundu [Gunnlaugsdóttur] og Öglu Maríu [Albertsdóttur] því þær eru illviðráðanlegar í þeirri stöðu. Við reyndum að þétta utan á og sýna þeim inn á miðjuna en með því að spila boltanum hratt aftur inn á miðjuna ýttu þær okkur aftarlega,“ sagði Óskar. „Í stórum kafla í fyrri hálfleik vorum við alltof aftarlega en í seinni hálfleik fórum við framar, nær þeim og í návígin og þá gekk þetta betur. Við gáfum meira pláss fyrir aftan okkur en við erum með Amber [Michel] sem er frábær og það er hraði í varnarlínunni okkar.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Tindastóll 1-0 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu torsóttan sigur á nýliðum Tindastóls, 1-0, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 19. maí 2021 20:24 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
„Þetta er vissulega svekkjandi. Blikar hittu á góðan leik, þær voru mjög góðar í dag og réðum illa við þær á löngum köflum þar sem við vorum í miklum eltingarleik. Þetta er pínu fúlt en við erum stoltar af því að á 93. mínútu var Breiðablik að tefja. Það segir svolítið mikið um það hvað við gáfum í leikinn. Auðvitað er þetta súrt en ekkert til að dvelja yfir,“ sagði Óskar við Vísi eftir leikinn í Kópavoginum í kvöld. Murielle Tiernan fékk besta færi Tindastóls á 21. mínútu. Hún slapp þá í gegnum vörn Breiðabliks en reyndi að gefa á Hugrúnu Pálsdóttur í stað þess að skjóta. Þótt það hafi ekki gengið var Óskar á því að Murielle hafi tekið rétta ákvörðun. „Hugrún var í frábæru hlaupi og mér sýndist Jackie [Jacqueline Altschuld] líka vera þarna. Auðvitað gat hún slúttað sjálf enda frábær slúttari en þetta er það sem Murielle snýst um. Hún er mikill liðsfélagi og henni fannst annar leikmaður vera í betra færi og þess vegna sendi hún boltann. Það var rétt hjá henni en við vorum óheppnar að ná ekki að pota boltanum inn á því augnabliki,“ sagði Óskar. „Þetta gerðist hratt en ég held að hún hafi tekið rétta ákvörðun. En það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á.“ Blikar pressuðu stíft í fyrri hálfleik en Stólunum gekk betur að halda Íslandsmeisturunum í skefjum í upphafi þess seinni. „Þær halda boltanum vel og reyna að færa hann hratt á milli kanta. Við vissum að við mættum ekki lenda mikið einn á einn gegn Áslaugu Mundu [Gunnlaugsdóttur] og Öglu Maríu [Albertsdóttur] því þær eru illviðráðanlegar í þeirri stöðu. Við reyndum að þétta utan á og sýna þeim inn á miðjuna en með því að spila boltanum hratt aftur inn á miðjuna ýttu þær okkur aftarlega,“ sagði Óskar. „Í stórum kafla í fyrri hálfleik vorum við alltof aftarlega en í seinni hálfleik fórum við framar, nær þeim og í návígin og þá gekk þetta betur. Við gáfum meira pláss fyrir aftan okkur en við erum með Amber [Michel] sem er frábær og það er hraði í varnarlínunni okkar.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Tindastóll 1-0 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu torsóttan sigur á nýliðum Tindastóls, 1-0, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 19. maí 2021 20:24 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Tindastóll 1-0 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu torsóttan sigur á nýliðum Tindastóls, 1-0, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 19. maí 2021 20:24