Meyr Alisson vonast til að faðir sinn hafi séð markið frá himnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2021 18:16 Alisson faðmar Jurgen Klopp, þjálfara sinn, í leikslok. EPA-EFE/Tim Keeton Brasilíski markvörðurinn Alisson var hetja Liverpool er liðið lagði West Bromwich Albion 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði sigurmark leiksins á fjórðu mínútu uppbótartíma og gat ekki haldið aftur tárunum að leik loknum. „Ég er of tilfinningaríkur. Undanfarnir mánuðir og allt sem hefur komið fyrir fjölskyldu mína – en fótbolti er líf mitt, ég hef spilað með föður mínum síðan ég man eftir mér. Ég vona að hann hafi verið hér til að sjá þetta. Ég er viss um að hann sé að fagna með Guð sér við hlið,“ sagði Alisson í viðtali að leik loknum en líkt og margir samlandar hans er hann strangtrúaður. „Stundum ertu að berjast og leggja þig fram en hlutirnir eru ekki að ganga upp. Ég er mjög ánægður með að hjálpa liðinu því við erum í þessu saman og erum með það markmið að enda í Meistaradeildarsæti. Við höfum unnið hana einu sinni og viljum gera það aftur.“ „Í rauninni gæti ég ekki verið hamingjusamari en ég er núna,“ sagði Alisson eftir að hafa þurrkað burt tárin. Um markið „Ég horfði á bekkinn og á endanum sagði einhver mér að fara inn í teiginn. Ég reyndi að koma mér á góðan stað og hjálpa samherjum mínum með því að draga varnarmenn í burtu en enginn varnarmaður elti mig og ég var heppinn, stundum gerast hlutir sem þú getur ekki útskýrt.“ „Það er margt sem er ekki hægt að útskýra, eina ástæðan er guð og hann setti hendina á höfuðið á mér í dag. Ég er mjög heppinn.“ „Ég hef ekki mætt í viðtöl í nokkurn tíma núna því ég verð svo tilfinningaríkur þegar ég tala um föður minn og vil ég þakka fjölmiðlum fyrir að virða það. Vil einnig þakka öllum þeim liðum sem sendu mér bréf og sýndu mér stuðning. Ef það væri ekki fyrir ykkur öll hefði ég ekki komist í gegnum þetta,“ sagði hetja Liverpool að endingu. Leikmenn Liverpool fagna sigurmarki Alisson.EPA-EFE/Laurence Griffiths Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
„Ég er of tilfinningaríkur. Undanfarnir mánuðir og allt sem hefur komið fyrir fjölskyldu mína – en fótbolti er líf mitt, ég hef spilað með föður mínum síðan ég man eftir mér. Ég vona að hann hafi verið hér til að sjá þetta. Ég er viss um að hann sé að fagna með Guð sér við hlið,“ sagði Alisson í viðtali að leik loknum en líkt og margir samlandar hans er hann strangtrúaður. „Stundum ertu að berjast og leggja þig fram en hlutirnir eru ekki að ganga upp. Ég er mjög ánægður með að hjálpa liðinu því við erum í þessu saman og erum með það markmið að enda í Meistaradeildarsæti. Við höfum unnið hana einu sinni og viljum gera það aftur.“ „Í rauninni gæti ég ekki verið hamingjusamari en ég er núna,“ sagði Alisson eftir að hafa þurrkað burt tárin. Um markið „Ég horfði á bekkinn og á endanum sagði einhver mér að fara inn í teiginn. Ég reyndi að koma mér á góðan stað og hjálpa samherjum mínum með því að draga varnarmenn í burtu en enginn varnarmaður elti mig og ég var heppinn, stundum gerast hlutir sem þú getur ekki útskýrt.“ „Það er margt sem er ekki hægt að útskýra, eina ástæðan er guð og hann setti hendina á höfuðið á mér í dag. Ég er mjög heppinn.“ „Ég hef ekki mætt í viðtöl í nokkurn tíma núna því ég verð svo tilfinningaríkur þegar ég tala um föður minn og vil ég þakka fjölmiðlum fyrir að virða það. Vil einnig þakka öllum þeim liðum sem sendu mér bréf og sýndu mér stuðning. Ef það væri ekki fyrir ykkur öll hefði ég ekki komist í gegnum þetta,“ sagði hetja Liverpool að endingu. Leikmenn Liverpool fagna sigurmarki Alisson.EPA-EFE/Laurence Griffiths
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira