Minnisblað væntanlegt: Mun meiri áhugi á landinu nú en við gerðum ráð fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. maí 2021 12:07 Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir segir að mun fleiri komi nú til landsins en gert hafi verið ráð fyrir. Hann skilar heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. Best væri ef hægt væri að taka á móti öllum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum. Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og voru báðir í sóttkví. Annað smitið kom upp á Sauðárkróki og eru nú14 manns í einangrun í Skagafirði . Samkvæmt flugáætlun Isavía er von á á 18 farþegavélum á Keflavíkurflugvöll um helgina sem er meira en síðustu helgi þegar met var slegið á þessu ári. Þá er Ísland nú aftur skilgreint sem grænt á korti á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Þórólfur Guðnason segist ætla að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. „Ég held að áhugi á landinu sé að gerast miklu fyrr en við gerðum ráð fyrir. Það var ekki gert ráð fyrir þessu fyrr en í júní júlí,“ segir Þórólfur. Eitt af því sem Þórólfur hefur bent á er að leitað verði til Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimunar á landamærum. „Það er verið að skoða útfærslu á þessu. Best er að reyna að taka á móti öllum þessum farþegum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum,“ segir hann. Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Þórólfur segir að það hafi ekki áhrif á bólusetningaráform hér á landi. „Þeir eru með ansi marga sem veiktust alvarlega og það litar þeirra ákvörðun. En það eru langflestar þjóðir í Evrópu sem nota enn þá bóluefnið. Við höfum farið mjög varlega nú síðast fengu karlar á fertugsaldri bóluefnið. Við erum að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðamönnum frá Schengen sé ekki sé víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast þangað. Aðspurður um hvort fólk sem þarf nauðsynlega að fara til Bandaríkjanna og hefur verið bólusett með AstraZeneca hér á landi gæti fengið annað bóluefni ef þessi ákvörðun stendur þegar opnað verður þar segir Þórólfur. „Nei, við erum að bólusetja hér með bóluefnum sem eru samþykkt í Evrópu. Það að Bandaríkjamenn samþykki ekki bólusetningarvottorð bóluefna er erfitt fyrir okkur að ráða við. Við getum ekki breytt út af okkar áætlunum varðandi það. Það væri vonlaust. Það er nógu erfitt fyrir með þessa mismunandi aldurskiptingu og mismunandi magn og flokka bóluefna að taka það inn í líka,“. Þórólfur segir stöðuna nú vekja bjartsýni. „Nú er bara að tryggja það að við fáum ekki smit inn frá landamærunum. Sérstaklega þegar við erum að aflétta aðgerðum hér innanlands,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og voru báðir í sóttkví. Annað smitið kom upp á Sauðárkróki og eru nú14 manns í einangrun í Skagafirði . Samkvæmt flugáætlun Isavía er von á á 18 farþegavélum á Keflavíkurflugvöll um helgina sem er meira en síðustu helgi þegar met var slegið á þessu ári. Þá er Ísland nú aftur skilgreint sem grænt á korti á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Þórólfur Guðnason segist ætla að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. „Ég held að áhugi á landinu sé að gerast miklu fyrr en við gerðum ráð fyrir. Það var ekki gert ráð fyrir þessu fyrr en í júní júlí,“ segir Þórólfur. Eitt af því sem Þórólfur hefur bent á er að leitað verði til Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimunar á landamærum. „Það er verið að skoða útfærslu á þessu. Best er að reyna að taka á móti öllum þessum farþegum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum,“ segir hann. Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Þórólfur segir að það hafi ekki áhrif á bólusetningaráform hér á landi. „Þeir eru með ansi marga sem veiktust alvarlega og það litar þeirra ákvörðun. En það eru langflestar þjóðir í Evrópu sem nota enn þá bóluefnið. Við höfum farið mjög varlega nú síðast fengu karlar á fertugsaldri bóluefnið. Við erum að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðamönnum frá Schengen sé ekki sé víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast þangað. Aðspurður um hvort fólk sem þarf nauðsynlega að fara til Bandaríkjanna og hefur verið bólusett með AstraZeneca hér á landi gæti fengið annað bóluefni ef þessi ákvörðun stendur þegar opnað verður þar segir Þórólfur. „Nei, við erum að bólusetja hér með bóluefnum sem eru samþykkt í Evrópu. Það að Bandaríkjamenn samþykki ekki bólusetningarvottorð bóluefna er erfitt fyrir okkur að ráða við. Við getum ekki breytt út af okkar áætlunum varðandi það. Það væri vonlaust. Það er nógu erfitt fyrir með þessa mismunandi aldurskiptingu og mismunandi magn og flokka bóluefna að taka það inn í líka,“. Þórólfur segir stöðuna nú vekja bjartsýni. „Nú er bara að tryggja það að við fáum ekki smit inn frá landamærunum. Sérstaklega þegar við erum að aflétta aðgerðum hér innanlands,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16