Íslenski boltinn

Blikakonur fá bandarískan leikmann

Sindri Sverrisson skrifar
Breiðablik ætlar sér að verja Íslandsmeistaratitilinn og Taylor Ziemer er mætt til að hjálpa til við það.
Breiðablik ætlar sér að verja Íslandsmeistaratitilinn og Taylor Ziemer er mætt til að hjálpa til við það. Vísir/Hulda og Instagram/@taylor_ziemer

Breiðablik hefur fengið til sín 22 ára gamla, bandaríska knattspyrnukonu til að styrkja liðið í titilvörninni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta.

Taylor Ziemer fær félagaskipti í Breiðablik á morgun og gæti því leikið sinn fyrsta leik á laugardaginn þegar Breiðablik mætir Þór/KA í Kópavoginum.

Í viðtali við Fótbolta.net segir Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, að um sé að ræða stóran og kröftugan miðjumann sem leyst geti margar stöður.

Ziemer hefur einnig leikið frammi á sínum ferli. Hún lék með Texas A&M í bandaríska háskólaboltanum eftir að hafa prófað fyrir sér í Evrópu sem leikmaður ADO Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Í Hollandi spilaði hún 21 leik, þar af tíu í byrjunarliði, og skoraði fimm mörk.

Ziemer hefur einnig verið valin í U18- og U19-landslið Bandaríkjanna á sínum tíma.

Breiðablik tapaði afar óvænt 4-2 gegn ÍBV í gær eftir að hafa unnið Fylki 9-0 í fyrstu umferð. Liðið missti nokkra af bestu leikmönnum landsins eftir síðustu leiktíð en hefur reynt að fylla í skörðin með því að sækja leikmenn og endurheimta aðra úr meiðslum og fæðingarorlofi.


Tengdar fréttir

Spá um 1. og 2. sæti í Pepsi Max kvenna: Valdaskipti á toppnum

Keppni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Í fimmta og síðasta hluta spár íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir tímabilið er komið að liðunum sem munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×