Efnahagspakki vegna faraldursins samþykktur á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 16:31 Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. vísir/Egill Frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem fela í sér ýmsar efnahagsaðgerðir vegna faraldursins voru samþykkt á Alþingi í dag. Málin voru drifin í gegnum aðra og þriðju umræðu á Alþingi og þingfundi slitið þess á milli áður en atkvæðagreiðslur fóru fram. Frumvörpin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagstjóni fólks og fyrirtækja vegna kórónuveirunnar. Þar er kveðið á um framlengingu gildistíma lokunarstyrkja til 30. september en styrkjakerfið hefði að óbreyttu fallið úr gildi 30. júní. Hámarksfjárhæðir styrkjanna eru jafnframt hækkaðar úr 120 milljónum króna í 260 milljónir. Viðspyrnustyrkir taka einnig breytingum og ná til fleiri fyrirtækja. Áður þurftu fyrirtæki að sýna fram á 60% tekjufall en í nýjum lögum er nýtt þrep vegna tekjufalls á bilinu 40 til 60%. Í pakkanum er einnig barnabótaauki er nemur þrjátíu þúsund krónum og verður greiddur með hverju barni í lok maí til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Þá var heimild fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri til að dreifa greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds framlengd. Að lokum tekur heimild til úttektar á séreignarsparnaði gildi að nýju og úrræðið gildir nú út árið 2021. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á Alþingi í dag að nefndin væri einhuga um að gerð verði úttekt á árangri efnahagsaðgerðanna sem gripið hefur verið til vegna faraldursins þegar fram líða stundir. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/Einar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, setti fyrirvara við álit efnhags- og viðskiptanefndar um málin er þau voru afgreidd úr nefnd og gerði grein fyrir því við umfjöllun um málið í dag. Hún sagði nauðsynlegt að kanna ávinning úrræðanna. „Það er gríðarlega mikilvægt þegar við erum að framlengja þessi úrræði, sem eru neyðarúrræði, að við greinum það nákvæmlega hvaða hópar það eru sem þessi úrræði gagnast mest,“ sagði Rósa og tók ferðagjöfina sem dæmi og vísaði til þess að hún hafi gagnast stórfyrirtækjum sérstaklega. „Það hefði verið upplagt að greina það við framlengingu á því úrræði og hugsanlega taka líka upplýsta ákvörðun um að binda það einhverjum stuðningi svo að þetta mundi gagnast þeim sem mest þurfa á að halda,“ sagði Rósa. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Málin voru drifin í gegnum aðra og þriðju umræðu á Alþingi og þingfundi slitið þess á milli áður en atkvæðagreiðslur fóru fram. Frumvörpin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagstjóni fólks og fyrirtækja vegna kórónuveirunnar. Þar er kveðið á um framlengingu gildistíma lokunarstyrkja til 30. september en styrkjakerfið hefði að óbreyttu fallið úr gildi 30. júní. Hámarksfjárhæðir styrkjanna eru jafnframt hækkaðar úr 120 milljónum króna í 260 milljónir. Viðspyrnustyrkir taka einnig breytingum og ná til fleiri fyrirtækja. Áður þurftu fyrirtæki að sýna fram á 60% tekjufall en í nýjum lögum er nýtt þrep vegna tekjufalls á bilinu 40 til 60%. Í pakkanum er einnig barnabótaauki er nemur þrjátíu þúsund krónum og verður greiddur með hverju barni í lok maí til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Þá var heimild fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri til að dreifa greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds framlengd. Að lokum tekur heimild til úttektar á séreignarsparnaði gildi að nýju og úrræðið gildir nú út árið 2021. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á Alþingi í dag að nefndin væri einhuga um að gerð verði úttekt á árangri efnahagsaðgerðanna sem gripið hefur verið til vegna faraldursins þegar fram líða stundir. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/Einar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, setti fyrirvara við álit efnhags- og viðskiptanefndar um málin er þau voru afgreidd úr nefnd og gerði grein fyrir því við umfjöllun um málið í dag. Hún sagði nauðsynlegt að kanna ávinning úrræðanna. „Það er gríðarlega mikilvægt þegar við erum að framlengja þessi úrræði, sem eru neyðarúrræði, að við greinum það nákvæmlega hvaða hópar það eru sem þessi úrræði gagnast mest,“ sagði Rósa og tók ferðagjöfina sem dæmi og vísaði til þess að hún hafi gagnast stórfyrirtækjum sérstaklega. „Það hefði verið upplagt að greina það við framlengingu á því úrræði og hugsanlega taka líka upplýsta ákvörðun um að binda það einhverjum stuðningi svo að þetta mundi gagnast þeim sem mest þurfa á að halda,“ sagði Rósa.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira