„Allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 15:31 Sveindís Jane Jónsdóttir lék vináttulandsleikina tvo gegn Ítalíu 10. og 13. apríl og var svo á skotskónum með Kristianstad á sunnudaginn. Getty/Matteo Ciambelli Sveindís Jane Jónsdóttir er á góðum batavegi eftir að hafa meiðst í hné í leik með Kristianstad á dögunum. Liðsfélagar hennar fögnuðu líkt og þeir hefðu unnið HM þegar í ljós kom að hún hefði ekki slitið krossband, eins og óttast var, en þeir fengu reyndar fréttirnar á eftir Íslendingum. Sveindís meiddist í leik gegn Växjö 30. apríl, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, og var borin af velli. Þessi 19 ára landsliðskona reyndist vera með beinmar og ætti að geta snúið aftur til keppni um miðjan júní, eftir að hafa slegið í gegn á fyrstu vikum sínum í Svíþjóð og verið valin besti leikmaður deildarinnar í apríl. Í viðtali við Aftonbladet segist Sveindís á góðum batavegi og að það hafi komið sjúkraþjálfara hennar á óvart hve endurhæfingin gengi vel. „Hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur“ Elísabet var með liðsfélaga Sveindísar á æfingu síðastliðinn mánudag þegar í ljós kom hvers eðlis meiðsli Sveindísar voru: „Það fögnuðu allir eins og við hefðum unnið HM eða eitthvað. Skiljanlega – hún hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur í fyrstu þremur leikjunum og það er gott að vita til þess að hún komi aftur fyrir hléið,“ sagði Elísabet við Aftonbladet, en hlé er í sænsku úrvalsdeildinni frá 6. júlí til 21. ágúst vegna Ólympíuleikanna. Elísabet segist sjálf hafa verið 95 prósent viss um að Sveindís hefði slitið krossband: „Það er ekki eins og ég hafi verið að búast við góðum fréttum. En það var svolítið fyndið að íslenski landsliðsþjálfarinn hafði sent mér skilaboð: „svo að krossbandið er ekki slitið?“ Ég sá þessi skilaboð á miðri æfingu og hgusaði bara með mér; hvernig veit hann það? Þá hafði pabbi Sveindísar skrifað þetta á Facebook. Tveimur mínútum eftir að hún fékk að vita niðurstöðuna þá hringdi hún í pabba sinn og hann sagði frá þessu á Facebook, svo að allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur,“ sagði Elísabet. Sænski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30 Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10 Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sveindís meiddist í leik gegn Växjö 30. apríl, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, og var borin af velli. Þessi 19 ára landsliðskona reyndist vera með beinmar og ætti að geta snúið aftur til keppni um miðjan júní, eftir að hafa slegið í gegn á fyrstu vikum sínum í Svíþjóð og verið valin besti leikmaður deildarinnar í apríl. Í viðtali við Aftonbladet segist Sveindís á góðum batavegi og að það hafi komið sjúkraþjálfara hennar á óvart hve endurhæfingin gengi vel. „Hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur“ Elísabet var með liðsfélaga Sveindísar á æfingu síðastliðinn mánudag þegar í ljós kom hvers eðlis meiðsli Sveindísar voru: „Það fögnuðu allir eins og við hefðum unnið HM eða eitthvað. Skiljanlega – hún hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur í fyrstu þremur leikjunum og það er gott að vita til þess að hún komi aftur fyrir hléið,“ sagði Elísabet við Aftonbladet, en hlé er í sænsku úrvalsdeildinni frá 6. júlí til 21. ágúst vegna Ólympíuleikanna. Elísabet segist sjálf hafa verið 95 prósent viss um að Sveindís hefði slitið krossband: „Það er ekki eins og ég hafi verið að búast við góðum fréttum. En það var svolítið fyndið að íslenski landsliðsþjálfarinn hafði sent mér skilaboð: „svo að krossbandið er ekki slitið?“ Ég sá þessi skilaboð á miðri æfingu og hgusaði bara með mér; hvernig veit hann það? Þá hafði pabbi Sveindísar skrifað þetta á Facebook. Tveimur mínútum eftir að hún fékk að vita niðurstöðuna þá hringdi hún í pabba sinn og hann sagði frá þessu á Facebook, svo að allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur,“ sagði Elísabet.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30 Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10 Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30
Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10
Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00