Messi bauð öllu Barcelona liðinu í mat heim til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 11:31 Lionel Messi fagnar öðru marka sinna á móti Valencia með félögum sínum í Barcelona liðinu. AP/Alberto Saiz Barcelona og Atletico Madrid mætast um næstu helgi og Börsungar komast upp fyrir Atletico með sigri á Nývangi. Það er mikilvæg vika framundan fyrir Barcelona því liðið mætir Atletico Madrid um komandi helgi í einum af úrslitaleikjunum um meistaratitilinn í spænska fótboltanum í ár. Lionel Messi bryjaði undirbúninginn á því að bjóða öllum heim til sín í gær. Barcelona tapaði óvænt á móti Granada á fimmtudaginn í síðustu viku en bætti fyrir það með því að vinna 3-2 sigur á Valencia um helgina. Lionel Messi var að sjálfsögðu með tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 28 mörk í deildinni á tímabilinu. Leo Messi has invited the entire squad at his home for dinner. The Argentine's intention is to celebrate victory at Mestalla and prepare for the clash against Atlético Madrid. Via .@sport pic.twitter.com/oE1lZ0zx6G— This Is Blaugrana (@ThisIsBlaugrana) May 3, 2021 Messi hefur farið fyrir endurkomu Barcelona sem hefur minnkað þrettán stiga forskot Atletico Madrid niður í aðeins tvö stig. Liðið verður að vinna Atletico á laugardaginn ætli liðið sér titilinn. Messi ákvað að reyna að þjappa hópnum saman eftir æfingu og bauð öllu Barcelona liðinu í mat heim til sín eftir æfingu í gær en þetta kemur fram á ESPN. Messi býr í Castelldefels sem er borg við sjóinn rétt fyrir utan Barcelona. Messi bauð ekki aðeins leikmönnunum sjálfum heldur máttu þeir koma með konurnar sínar líka. Markmiðið var að efla mannskapinn og auka samheldnina með því að hittast á nýjum stað. Það verður fróðlegt að sjá hverju þetta óvenjulega matarboð skilar. Messi invited every team member for the dinner except Matheus Fernandes. Reason is yet unknown. pic.twitter.com/L1AHM8a1lE— ESPN FC (@ESPN_FC_) May 3, 2021 Það er enginn leikur hjá Barcelona í þessari viku eins og í vikunni á undan og þjálfarinn Ronald Koeman gaf leikmönnum frí frá æfingu í dag. Næst æfing er ekki fyrr en annað kvöld. Barcelona kemst stigi fram úr Atletico Madrid með sigri á laugardaginn en þar með er ekki öll sagan sögð. Barcelona er eins og er með jafnmörg stig og Real Madrid. Real hafði aftur á móti betur í innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni og verður því alltaf ofar endi liðin jöfn. Real Madrid þarf því líka að tapa stigum ætli Barcelona að vinna spænska meistaratitilinn í ár. Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Það er mikilvæg vika framundan fyrir Barcelona því liðið mætir Atletico Madrid um komandi helgi í einum af úrslitaleikjunum um meistaratitilinn í spænska fótboltanum í ár. Lionel Messi bryjaði undirbúninginn á því að bjóða öllum heim til sín í gær. Barcelona tapaði óvænt á móti Granada á fimmtudaginn í síðustu viku en bætti fyrir það með því að vinna 3-2 sigur á Valencia um helgina. Lionel Messi var að sjálfsögðu með tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 28 mörk í deildinni á tímabilinu. Leo Messi has invited the entire squad at his home for dinner. The Argentine's intention is to celebrate victory at Mestalla and prepare for the clash against Atlético Madrid. Via .@sport pic.twitter.com/oE1lZ0zx6G— This Is Blaugrana (@ThisIsBlaugrana) May 3, 2021 Messi hefur farið fyrir endurkomu Barcelona sem hefur minnkað þrettán stiga forskot Atletico Madrid niður í aðeins tvö stig. Liðið verður að vinna Atletico á laugardaginn ætli liðið sér titilinn. Messi ákvað að reyna að þjappa hópnum saman eftir æfingu og bauð öllu Barcelona liðinu í mat heim til sín eftir æfingu í gær en þetta kemur fram á ESPN. Messi býr í Castelldefels sem er borg við sjóinn rétt fyrir utan Barcelona. Messi bauð ekki aðeins leikmönnunum sjálfum heldur máttu þeir koma með konurnar sínar líka. Markmiðið var að efla mannskapinn og auka samheldnina með því að hittast á nýjum stað. Það verður fróðlegt að sjá hverju þetta óvenjulega matarboð skilar. Messi invited every team member for the dinner except Matheus Fernandes. Reason is yet unknown. pic.twitter.com/L1AHM8a1lE— ESPN FC (@ESPN_FC_) May 3, 2021 Það er enginn leikur hjá Barcelona í þessari viku eins og í vikunni á undan og þjálfarinn Ronald Koeman gaf leikmönnum frí frá æfingu í dag. Næst æfing er ekki fyrr en annað kvöld. Barcelona kemst stigi fram úr Atletico Madrid með sigri á laugardaginn en þar með er ekki öll sagan sögð. Barcelona er eins og er með jafnmörg stig og Real Madrid. Real hafði aftur á móti betur í innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni og verður því alltaf ofar endi liðin jöfn. Real Madrid þarf því líka að tapa stigum ætli Barcelona að vinna spænska meistaratitilinn í ár.
Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira