Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 11:00 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur komið með beinum hætti að öllum þremur mörkum Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. INSTAGRAM/@SVEINDISSS Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. Sveindís hefur byrjað af fítonskrafti með Kristianstad og staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hennar. Keflvíkingurinn skoraði mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Eskilstuna United í 1. umferðinni. Í 2-1 sigrinum á Djurgården á laugardaginn lagði hún jöfnunarmark Kristianstad upp og skoraði svo sigurmark liðsins sex mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk og stoðsending Sveindísar „Þetta hefur verið stórkostlegt. Maður hefur fylgst með henni í deildinni heima undanfarin ár. Hún er góð upp við markið og með einstakan hraða,“ sagði Sif. Hún hefur spilað með mörgum Íslendingum hjá Kristianstad og tekur löndum sínum alltaf fagnandi. „Það er gaman að fá nýjan Íslending og hvað þá hana sem er stórkostleg manneskja og eitt stórt bros allan tímann. Ég er viss um að hún á eftir að fara í gegnum tímabilið eins og stormsveipur. Svo eigum við eftir að hjálpa henni með ýmislegt sem ungur leikmaður á eftir að læra,“ sagði Sif. Pössum upp á ungu leikmennina Þýska stórliðið Wolfsburg keypti Sveindísi frá Keflavík í vetur en lánaði hana svo til Kristianstad þar sem hún spilar í sumar. Sif segir að það hafi verið farsælt skref fyrir Sveindísi að koma inn í Íslendingasamfélagið hjá Kristianstad. „Ég held að það sé ofboðslega gott að hún hafi komið til okkar og þetta hafi verið fyrsta skrefið áður en hún fer til Wolfsburg. Við reynum að passa upp á leikmennina, sérstaklega þessa ungu og félagið hefur verið þekkt fyrir að gefa þeim tækifæri,“ sagði Sif. „Hún fær stórt ábyrgðarhlutverk hjá okkur og ég held að hún eigi eftir að þroskast ofboðslega mikið og hratt. Hún er búin að láta vita af sér, það er mikið rætt um hana og liðin bera mikla virðingu fyrir henni. Það verður rosalega gaman að fylgjast með henni í sumar.“ Hefur auðgað hópinn Mikil spenna var fyrir Sveindísi fyrir tímabilið og talað um hana sem einn besta leikmann sænsku deildarinnar, áður en hún spilaði leik í henni. Sif hefur engar áhyggjur af því að athyglin stígi Sveindísi til höfuðs. „Hún er með ofboðslega flott hugarfar og einbeitir sér bara að því gera það gott fyrir liðið. Hún er heldur betur að setja mark sitt á það. Hún er frábær í fótbolta og stórkostlegur einstaklingur. Það er gott að hún hafi auðgað hópinn á þann þátt sem hún hefur gert,“ sagði Sif. Sænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Sveindís hefur byrjað af fítonskrafti með Kristianstad og staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hennar. Keflvíkingurinn skoraði mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Eskilstuna United í 1. umferðinni. Í 2-1 sigrinum á Djurgården á laugardaginn lagði hún jöfnunarmark Kristianstad upp og skoraði svo sigurmark liðsins sex mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk og stoðsending Sveindísar „Þetta hefur verið stórkostlegt. Maður hefur fylgst með henni í deildinni heima undanfarin ár. Hún er góð upp við markið og með einstakan hraða,“ sagði Sif. Hún hefur spilað með mörgum Íslendingum hjá Kristianstad og tekur löndum sínum alltaf fagnandi. „Það er gaman að fá nýjan Íslending og hvað þá hana sem er stórkostleg manneskja og eitt stórt bros allan tímann. Ég er viss um að hún á eftir að fara í gegnum tímabilið eins og stormsveipur. Svo eigum við eftir að hjálpa henni með ýmislegt sem ungur leikmaður á eftir að læra,“ sagði Sif. Pössum upp á ungu leikmennina Þýska stórliðið Wolfsburg keypti Sveindísi frá Keflavík í vetur en lánaði hana svo til Kristianstad þar sem hún spilar í sumar. Sif segir að það hafi verið farsælt skref fyrir Sveindísi að koma inn í Íslendingasamfélagið hjá Kristianstad. „Ég held að það sé ofboðslega gott að hún hafi komið til okkar og þetta hafi verið fyrsta skrefið áður en hún fer til Wolfsburg. Við reynum að passa upp á leikmennina, sérstaklega þessa ungu og félagið hefur verið þekkt fyrir að gefa þeim tækifæri,“ sagði Sif. „Hún fær stórt ábyrgðarhlutverk hjá okkur og ég held að hún eigi eftir að þroskast ofboðslega mikið og hratt. Hún er búin að láta vita af sér, það er mikið rætt um hana og liðin bera mikla virðingu fyrir henni. Það verður rosalega gaman að fylgjast með henni í sumar.“ Hefur auðgað hópinn Mikil spenna var fyrir Sveindísi fyrir tímabilið og talað um hana sem einn besta leikmann sænsku deildarinnar, áður en hún spilaði leik í henni. Sif hefur engar áhyggjur af því að athyglin stígi Sveindísi til höfuðs. „Hún er með ofboðslega flott hugarfar og einbeitir sér bara að því gera það gott fyrir liðið. Hún er heldur betur að setja mark sitt á það. Hún er frábær í fótbolta og stórkostlegur einstaklingur. Það er gott að hún hafi auðgað hópinn á þann þátt sem hún hefur gert,“ sagði Sif.
Sænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira