Pérez: Liðin með „bindandi samning“ og „geta ekki farið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2021 12:00 Florentino Perez, forseti Real Madrid. Vísir/Getty Florentino Pérez, forseti Real Madrid og forsprakki ofurdeildarinnar, segir félögin tólf sem tóku þátt í stofnun hennar síðustu helgi geti ekki sagt sig frá verkefninu svo glatt. Samningur milli liðanna sé í gildi. Níu liðanna tólf sem að deildinni stóðu hafa yfirgefið verkefnið í vikunni eftir hörð viðbrögð stuðningsmanna. Þar á meðal eru ensku úrvalsdeildarliðin sex, auk Atlético Madrid, AC Milan og Inter Milan. Þau þrjú sem eftir standa eru spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona, auk Juventus frá Ítalíu. Þrátt fyrir að draga sig ekki formlega frá verkefninu sagði Andrea Agnelli, forseti Juventus, að verkefnið geti tæplega gengið eftir. Pérez hefur staðið fast á sínu varðandi deildina, líkt og kollegi sinn hjá Barcelona; forsetinn Joan Laporta, sem sagði deildina nauðsynlega fyrir fótboltann. Spænsku félögin hafa bæði safnað gríðarlegum skuldum undanfarin ár og COVID-ástandið síðasta árið hefur lítið hjálpað. Pérez sagði í viðtali við spænska miðilinn AS í gær að liðin geti ekki einfaldlega sagt sig frá verkefninu þar sem þau hafi skrifað undir samning. „Ég þarf ekki að útskýra hvað bindandi samningur er, en í raun geta félögin ekki farið,“ „Einhver þeirra, vegna pressu, hafa sagt að þau séu á förum. En þetta verkefni, eða eitthvað mjög líkt því, mun ná fram að ganga og vonandi sem fyrst.“ sagði Pérez. Pérez neitar þá að bandaríski fjárfestingabankinn J.P. Morgan hefði yfirgefið verkefnið, en bankinn tilkynnti um slíkt á föstudag. Staðið hafði til að bankinn myndi leggja til 3,5 milljarða evra til að koma verkefninu af stað. „Þeir hafa tekið sér tíma til að endurmeta stöðuna, rétt eins og liðin tólf. Ef við þurfum að gera breytingar gerum við þær en ofurdeildin er besta verkefni sem okkur hefur dottið í hug,“ „Við munum taka nokkrar vikur til að skoða okkar mál í ljósi reiði ákveðins hóps fólks sem vill ekki tapa forréttindum sínum, og hefur ráðskast með verkefnið.“ sagði Pérez. Ofurdeildin Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00 Forseti Real og forsprakki ofurdeildar Evrópu: „Það var eins og við hefðum drepið einhvern“ Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur ekki gefið upp alla von varðandi „ofurdeild Evrópu“ þó níu af 12 liðum hafi dregið þátttöku sína til baka. 22. apríl 2021 14:00 Agnelli viðurkennir ósigur: Ofurdeildin öll Ekkert verður af ofurdeildinni eftir brotthvarf ensku félaganna. Þetta segir Andrea Agnelli, forseti Juventus og einn af forsprökkum ofurdeildarinnar. 21. apríl 2021 09:27 Ósáttir stuðningsmenn United fjölmenna fyrir utan Old Trafford Stuðningsmenn Manchester United fara að fordæmi fylgjenda annarra stórliða á Englandi og lýsa andstöðu sinni við stjórn félagsins vegna ofurdeildarinnar. Þeir kalla eftir sölu Glazer-fjölskyldunnar á félaginu. 24. apríl 2021 15:10 „Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. 24. apríl 2021 13:00 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira
Níu liðanna tólf sem að deildinni stóðu hafa yfirgefið verkefnið í vikunni eftir hörð viðbrögð stuðningsmanna. Þar á meðal eru ensku úrvalsdeildarliðin sex, auk Atlético Madrid, AC Milan og Inter Milan. Þau þrjú sem eftir standa eru spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona, auk Juventus frá Ítalíu. Þrátt fyrir að draga sig ekki formlega frá verkefninu sagði Andrea Agnelli, forseti Juventus, að verkefnið geti tæplega gengið eftir. Pérez hefur staðið fast á sínu varðandi deildina, líkt og kollegi sinn hjá Barcelona; forsetinn Joan Laporta, sem sagði deildina nauðsynlega fyrir fótboltann. Spænsku félögin hafa bæði safnað gríðarlegum skuldum undanfarin ár og COVID-ástandið síðasta árið hefur lítið hjálpað. Pérez sagði í viðtali við spænska miðilinn AS í gær að liðin geti ekki einfaldlega sagt sig frá verkefninu þar sem þau hafi skrifað undir samning. „Ég þarf ekki að útskýra hvað bindandi samningur er, en í raun geta félögin ekki farið,“ „Einhver þeirra, vegna pressu, hafa sagt að þau séu á förum. En þetta verkefni, eða eitthvað mjög líkt því, mun ná fram að ganga og vonandi sem fyrst.“ sagði Pérez. Pérez neitar þá að bandaríski fjárfestingabankinn J.P. Morgan hefði yfirgefið verkefnið, en bankinn tilkynnti um slíkt á föstudag. Staðið hafði til að bankinn myndi leggja til 3,5 milljarða evra til að koma verkefninu af stað. „Þeir hafa tekið sér tíma til að endurmeta stöðuna, rétt eins og liðin tólf. Ef við þurfum að gera breytingar gerum við þær en ofurdeildin er besta verkefni sem okkur hefur dottið í hug,“ „Við munum taka nokkrar vikur til að skoða okkar mál í ljósi reiði ákveðins hóps fólks sem vill ekki tapa forréttindum sínum, og hefur ráðskast með verkefnið.“ sagði Pérez.
Ofurdeildin Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00 Forseti Real og forsprakki ofurdeildar Evrópu: „Það var eins og við hefðum drepið einhvern“ Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur ekki gefið upp alla von varðandi „ofurdeild Evrópu“ þó níu af 12 liðum hafi dregið þátttöku sína til baka. 22. apríl 2021 14:00 Agnelli viðurkennir ósigur: Ofurdeildin öll Ekkert verður af ofurdeildinni eftir brotthvarf ensku félaganna. Þetta segir Andrea Agnelli, forseti Juventus og einn af forsprökkum ofurdeildarinnar. 21. apríl 2021 09:27 Ósáttir stuðningsmenn United fjölmenna fyrir utan Old Trafford Stuðningsmenn Manchester United fara að fordæmi fylgjenda annarra stórliða á Englandi og lýsa andstöðu sinni við stjórn félagsins vegna ofurdeildarinnar. Þeir kalla eftir sölu Glazer-fjölskyldunnar á félaginu. 24. apríl 2021 15:10 „Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. 24. apríl 2021 13:00 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira
Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00
Forseti Real og forsprakki ofurdeildar Evrópu: „Það var eins og við hefðum drepið einhvern“ Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur ekki gefið upp alla von varðandi „ofurdeild Evrópu“ þó níu af 12 liðum hafi dregið þátttöku sína til baka. 22. apríl 2021 14:00
Agnelli viðurkennir ósigur: Ofurdeildin öll Ekkert verður af ofurdeildinni eftir brotthvarf ensku félaganna. Þetta segir Andrea Agnelli, forseti Juventus og einn af forsprökkum ofurdeildarinnar. 21. apríl 2021 09:27
Ósáttir stuðningsmenn United fjölmenna fyrir utan Old Trafford Stuðningsmenn Manchester United fara að fordæmi fylgjenda annarra stórliða á Englandi og lýsa andstöðu sinni við stjórn félagsins vegna ofurdeildarinnar. Þeir kalla eftir sölu Glazer-fjölskyldunnar á félaginu. 24. apríl 2021 15:10
„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. 24. apríl 2021 13:00
90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31