Telja 1. júní ekki raunhæfa dagsetningu Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 19:21 Nú hafa meira en 58 þúsund manns fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar gegn Covid-19. Vísir/Vilhelm Dagsetningin 1. júní varð samkvæmt vísindamönnum ranglega að viðmiði um betri tíma í huga margra eftir að ríkisstjórnin sýndi glæru á blaðamannafundi í vikunni, þar sem á stóð að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna hefði verið „varinn“ með fyrri skammt af bóluefni. 67% Íslendinga yfir 16 ára eiga að vera komin með fyrsta skammt af bóluefni 1. júní, en það þýðir þó ekki að allir þeirra verði komnir með vörn. Þess vegna er 1. júní ekki raunhæf dagsetning að mati tveggja vísindamanna, sem benda á að vörn fáist ekki eftir bóluefnasprautu fyrr en að liðnum að minnsta kosti tveimur til þremur vikum. Þegar glærusýningin var samin virðist ríkisstjórnin hafa haft þessi 2-3 vikna tímamörk í huga, enda stendur þar að afléttingarnar komi til þegar búið er að „verja“ stærstan hluta fullorðinna með bóluefni, en ekki bara bólusetja. Orðalagið hefur þó ekki skilað sér betur en svo að Sjálfstæðisflokkurinn, einn þriggja ríkisstjórnarflokkanna, dreifir nú skilaboðum á Facebook, þar sem sagt er fullum fetum: „Öllum takmörkunum verður aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið fyrri skammt bóluefnis.“ Slíkar fullyrðingar eru ekki alls kostar í takt við glærusýningu heilbrigðisráðherra, sem er þó enn um sinn eina heimildin um tímasetningar meiri háttar afléttinga í sumar. Ef marka má Jóhönnu Jakobsdóttur, lektor í líftölfræði við HÍ, og Ingileif Jónsdóttur, prófessor við læknadeild, verður erfitt að standa við loforð um afléttingar á öllum takmörkunum um leið og tilsettur fjöldi hefur fengið fyrri sprautu. „Það tekur 2+ vikur að fá vörn (að hluta) eftir einn skammt af bóluefni. Áætlun stjórnvalda þarf því að hliðra um a.m.k. tvær vikur,“ skrifar Jóhanna Jakobsdóttir á Twitter. Hún telur jafnframt að vegna aldursdreifingar í bólusetningu náist hjarðónæmisþröskuldur ekki við 65% bólusetningu. Ingileif skrifar að full vernd fáist ekki eftir bólusetningu fyrr en eftir mun lengri tíma en 2-3 vikur. „Þess vegna þarf að bíða helst mánuði lengur með opnun landamæranna en stjórnvöld gera ráð fyrir,“ skrifar Ingileif, en vægari ráðstafanir gagnvart ákveðnum löndum eiga að taka gildi á landamærunum 1. júní. Ingileif bendir á að jafnan veiti einn bóluefnaskammtur aðeins vernd upp á um 60-70% og það yfirleitt ekki fyrr en að liðnum nokkrum vikum. Pifzer veitti þannig 61% vernd fjórum vikum eftir fyrsta skammt samkvæmt rannsókn í Bretlandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
67% Íslendinga yfir 16 ára eiga að vera komin með fyrsta skammt af bóluefni 1. júní, en það þýðir þó ekki að allir þeirra verði komnir með vörn. Þess vegna er 1. júní ekki raunhæf dagsetning að mati tveggja vísindamanna, sem benda á að vörn fáist ekki eftir bóluefnasprautu fyrr en að liðnum að minnsta kosti tveimur til þremur vikum. Þegar glærusýningin var samin virðist ríkisstjórnin hafa haft þessi 2-3 vikna tímamörk í huga, enda stendur þar að afléttingarnar komi til þegar búið er að „verja“ stærstan hluta fullorðinna með bóluefni, en ekki bara bólusetja. Orðalagið hefur þó ekki skilað sér betur en svo að Sjálfstæðisflokkurinn, einn þriggja ríkisstjórnarflokkanna, dreifir nú skilaboðum á Facebook, þar sem sagt er fullum fetum: „Öllum takmörkunum verður aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið fyrri skammt bóluefnis.“ Slíkar fullyrðingar eru ekki alls kostar í takt við glærusýningu heilbrigðisráðherra, sem er þó enn um sinn eina heimildin um tímasetningar meiri háttar afléttinga í sumar. Ef marka má Jóhönnu Jakobsdóttur, lektor í líftölfræði við HÍ, og Ingileif Jónsdóttur, prófessor við læknadeild, verður erfitt að standa við loforð um afléttingar á öllum takmörkunum um leið og tilsettur fjöldi hefur fengið fyrri sprautu. „Það tekur 2+ vikur að fá vörn (að hluta) eftir einn skammt af bóluefni. Áætlun stjórnvalda þarf því að hliðra um a.m.k. tvær vikur,“ skrifar Jóhanna Jakobsdóttir á Twitter. Hún telur jafnframt að vegna aldursdreifingar í bólusetningu náist hjarðónæmisþröskuldur ekki við 65% bólusetningu. Ingileif skrifar að full vernd fáist ekki eftir bólusetningu fyrr en eftir mun lengri tíma en 2-3 vikur. „Þess vegna þarf að bíða helst mánuði lengur með opnun landamæranna en stjórnvöld gera ráð fyrir,“ skrifar Ingileif, en vægari ráðstafanir gagnvart ákveðnum löndum eiga að taka gildi á landamærunum 1. júní. Ingileif bendir á að jafnan veiti einn bóluefnaskammtur aðeins vernd upp á um 60-70% og það yfirleitt ekki fyrr en að liðnum nokkrum vikum. Pifzer veitti þannig 61% vernd fjórum vikum eftir fyrsta skammt samkvæmt rannsókn í Bretlandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20