Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 09:59 Bóluefni Astrazeneca. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. Í tilkynningu frá norska ráðuneytinu kemur fram að bóluefnið renni út í júní og júlí, því sé það lánað til þjóða sem ætla sér að nota það. „Ég er glaður að birgðirnar komi að góðum notum, jafnvel þó að hlé hafi verið gert á notkun AstraZeneca í Noregi. Ef við tökum aftur upp notkun AstraZeneca í Noregi munu við fá skammta til baka um leið og við biðjum um þá,“ er haft eftir Bent Høie, heilbrigðisráðherra Norðmanna. Heilbrigðisráðuneytið hér á landi tilkynnti í gærmorgun um lánið. Fljótlega fóru norskri fjölmiðlar að fjalla um málið. Þegar TV2 náði fyrst í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Noregs kom hann af fjöllum, en staðfesti síðar meir að lánið til Íslendinga væri í skoðun og myndi niðurstaða liggja fyrir fljótlega. Nú hefur lánið verið staðfest. Norðmenn hættu notkun AstraZeneca fyrr í vetur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær bóluefnið verður notuð aftur þar í landi. Sérstök nefnd, sem leggur mat á bóluefnið í Noregi, mun skila yfirvöldum sínum tillögum fyrir 10. maí næstkomandi. Norðmenn hafa þegar bólusett langflesta yfir 65 ára aldri og höfðu ekki mælt með bóluefninu fyrir þá sem yngri eru. Svíar nota AstraZeneca fyrir alla 65 ára eldri en Svíar eru meðal þeirra evrópskra þjóða sem eru með hvað flest kórónuveirutilfelli. 14 daga nýgengi þar er 735 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi er 14 daga nýgengið 25,6 á hverja 100 þúsund íbúa en hér er AstraZeneca-bóluefnið ætlað 60 ára og eldri. Í upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í málinu Kamilliu Sigríðar Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni hjá embætti landlæknis, að til skoðunar væri að gefa yngri aldurshópum bóluefnið frá AstraZeneca. Kamilla sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnalán Norðmanna til Íslendinga muni flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningum 60 ára og eldri að mestu í næstu viku. Eftir það hefjast bólusetningar á einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem setja þá í áhættu gagnvart Covid-19. Danir hafa einnig gert hlé á notkun AstraZeneca-bóluefnisins og hefur ákveðið að senda 55 þúsund skammta til Þýskalands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í tilkynningu frá norska ráðuneytinu kemur fram að bóluefnið renni út í júní og júlí, því sé það lánað til þjóða sem ætla sér að nota það. „Ég er glaður að birgðirnar komi að góðum notum, jafnvel þó að hlé hafi verið gert á notkun AstraZeneca í Noregi. Ef við tökum aftur upp notkun AstraZeneca í Noregi munu við fá skammta til baka um leið og við biðjum um þá,“ er haft eftir Bent Høie, heilbrigðisráðherra Norðmanna. Heilbrigðisráðuneytið hér á landi tilkynnti í gærmorgun um lánið. Fljótlega fóru norskri fjölmiðlar að fjalla um málið. Þegar TV2 náði fyrst í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Noregs kom hann af fjöllum, en staðfesti síðar meir að lánið til Íslendinga væri í skoðun og myndi niðurstaða liggja fyrir fljótlega. Nú hefur lánið verið staðfest. Norðmenn hættu notkun AstraZeneca fyrr í vetur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær bóluefnið verður notuð aftur þar í landi. Sérstök nefnd, sem leggur mat á bóluefnið í Noregi, mun skila yfirvöldum sínum tillögum fyrir 10. maí næstkomandi. Norðmenn hafa þegar bólusett langflesta yfir 65 ára aldri og höfðu ekki mælt með bóluefninu fyrir þá sem yngri eru. Svíar nota AstraZeneca fyrir alla 65 ára eldri en Svíar eru meðal þeirra evrópskra þjóða sem eru með hvað flest kórónuveirutilfelli. 14 daga nýgengi þar er 735 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi er 14 daga nýgengið 25,6 á hverja 100 þúsund íbúa en hér er AstraZeneca-bóluefnið ætlað 60 ára og eldri. Í upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í málinu Kamilliu Sigríðar Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni hjá embætti landlæknis, að til skoðunar væri að gefa yngri aldurshópum bóluefnið frá AstraZeneca. Kamilla sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnalán Norðmanna til Íslendinga muni flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningum 60 ára og eldri að mestu í næstu viku. Eftir það hefjast bólusetningar á einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem setja þá í áhættu gagnvart Covid-19. Danir hafa einnig gert hlé á notkun AstraZeneca-bóluefnisins og hefur ákveðið að senda 55 þúsund skammta til Þýskalands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39