Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2021 14:54 Staðið var að miklum mótmælum fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik Chelsea við Brighton í gærkvöld. Brighton er á meðal félaganna sem skoðar að refsa Chelsea auk hinna félaganna fimm fyrir þátttöku í stofnun Ofurdeildar Evrópu. EPA-EFE/NEIL HALL Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. Sky Sports hefur eftir heimildamönnum sínum innan enskra úrvalsdeildarliða að til skoðunar sé að refsa stóru félögunum sex, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, fyrir tilraunir sínar til stofnunnar Ofurdeildarinnar. Stofnunartilraunin sé skýrt brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar og skapa þurfi fordæmi sem fæli frá frekari tilraunir í framtíðinni. Reglan sem vísað er til - regla L9 - segir til um að hvert það félag sem hyggst ganga í nýja keppni þurfi til þess skriflegt leyfi frá stjórn ensku úrvalsdeildarinnar. Slíkt leyfi var ekki til staðar og því um skýrt brot á reglum deildarinnar að ræða. Þrátt fyrir að brot hafi átt sér stað eru skiptar skoðanir á meðal úrvalsdeildarfélaganna um mögulega refsingu. Stóru liðin sex skapa mestar tekjur fyrir deildina sem kemur hinum liðunum 14 til góða, auk þess sem Sky hefur eftir ónefndum stjórnarmanni úrvalsdeildarfélags að peningarefsing myndi að öllum líkindum koma niður á starfsmönnum félagsins, leikmönnum og þjálfurum, fremur en eigendunum sem stóðu að Ofurdeildinni. Óvíst er því hvort refsingar bíði stóru liðanna en leiða má líkur að því að reglur deildarinnar verði hertar. Félögin 14 funda frekar um málið í vikunni. Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49 Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31 Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Sky Sports hefur eftir heimildamönnum sínum innan enskra úrvalsdeildarliða að til skoðunar sé að refsa stóru félögunum sex, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, fyrir tilraunir sínar til stofnunnar Ofurdeildarinnar. Stofnunartilraunin sé skýrt brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar og skapa þurfi fordæmi sem fæli frá frekari tilraunir í framtíðinni. Reglan sem vísað er til - regla L9 - segir til um að hvert það félag sem hyggst ganga í nýja keppni þurfi til þess skriflegt leyfi frá stjórn ensku úrvalsdeildarinnar. Slíkt leyfi var ekki til staðar og því um skýrt brot á reglum deildarinnar að ræða. Þrátt fyrir að brot hafi átt sér stað eru skiptar skoðanir á meðal úrvalsdeildarfélaganna um mögulega refsingu. Stóru liðin sex skapa mestar tekjur fyrir deildina sem kemur hinum liðunum 14 til góða, auk þess sem Sky hefur eftir ónefndum stjórnarmanni úrvalsdeildarfélags að peningarefsing myndi að öllum líkindum koma niður á starfsmönnum félagsins, leikmönnum og þjálfurum, fremur en eigendunum sem stóðu að Ofurdeildinni. Óvíst er því hvort refsingar bíði stóru liðanna en leiða má líkur að því að reglur deildarinnar verði hertar. Félögin 14 funda frekar um málið í vikunni.
Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49 Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31 Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49
Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31
Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00