Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 20:13 Þórólfur Guðnason var ekki viðstaddur blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar aðgerðir á landamærunum voru boðaðar. Hann var þó á staðnum í mars þegar hertar aðgerðir innanlands voru kynntar til leiks. Með honum er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. Sóttvarnalæknir hafði kallað eftir hertari reglum á landamærunum. „Þetta slær mig bara ágætlega. Þetta er í takt við það sem ég hef verið að tala um,“ sagði Þórólfur í Kastljósi í kvöld. „Ég held að þetta séu nokkuð róttækar tillögur. Auðvitað eigum við eftir að sjá hver útfærslan verður í meðhöndlun þingsins en ég held að þetta sé í takt við það sem við höfum verið að tala um undanfarið.“ Sóttvarnir við landamærin hafa að mati sóttvarnalæknis ekki verið fullnægjandi frá því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að allsherjarskylda fyrir alla á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur dvölin verið valkvæð. „Mér sýnist þetta taka á þeim vandamálum sem við höfum verið að etja við og því áhættumati sem almannavarnadeildin hefur gert á landamærunum undanfarið. Ég held að þetta nái yfir það eins og staðan er núna.“ Enn munu langflestir eiga kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli en þá þarf að sýna fram á „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði“ til sóttkvíar. Auk þessara ráðstafana stendur til að veita dómsmálaráðherra heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir frá ákveðnum hááhættusvæðum. Um þá heimild sagði sóttvarnalæknir: „Eins og ég sé þetta fyrir mér er þetta ekki heimild sem yrði notuð mjög oft.“ Öllum takmörkunum aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið sprautu Stjórnvöld boðuðu á fundinum í dag drög að afléttingaráætlun hér á landi samfara hærra hlutfalli bólusettra hér á landi. „Þetta er djörf yfirlýsing en ég hef kallað lengi eftir svona stefnu og mér líst bara vel á þetta. Auðvitað getur margt breyst. Það getur breyst hvernig bóluefnin verða, hvernig ný afbrigði af veirunni verða og svo framvegis. Eins og staðan hefur verið undanfarið höfum við verið að fá meira af bóluefni en var gert ráð fyrir,“ sagði Þórólfur. Samkvæmt ríkisstjórninni kann að vera hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands í júní, eða um leið og búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti einum skammti af bóluefni. „Ég hef verið að miða við dreifingaráætlun við fyrirtækjum og hef engar athugasemdir við að stjórnvöld skuli vera djarfari í sínum yfirlýsingum. Mér finnst það fyllilega ásættanlegt fyrir mína parta og í raun og veru bara nauðsynlegt að þau geri það,“ sagði sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir hafði kallað eftir hertari reglum á landamærunum. „Þetta slær mig bara ágætlega. Þetta er í takt við það sem ég hef verið að tala um,“ sagði Þórólfur í Kastljósi í kvöld. „Ég held að þetta séu nokkuð róttækar tillögur. Auðvitað eigum við eftir að sjá hver útfærslan verður í meðhöndlun þingsins en ég held að þetta sé í takt við það sem við höfum verið að tala um undanfarið.“ Sóttvarnir við landamærin hafa að mati sóttvarnalæknis ekki verið fullnægjandi frá því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að allsherjarskylda fyrir alla á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur dvölin verið valkvæð. „Mér sýnist þetta taka á þeim vandamálum sem við höfum verið að etja við og því áhættumati sem almannavarnadeildin hefur gert á landamærunum undanfarið. Ég held að þetta nái yfir það eins og staðan er núna.“ Enn munu langflestir eiga kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli en þá þarf að sýna fram á „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði“ til sóttkvíar. Auk þessara ráðstafana stendur til að veita dómsmálaráðherra heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir frá ákveðnum hááhættusvæðum. Um þá heimild sagði sóttvarnalæknir: „Eins og ég sé þetta fyrir mér er þetta ekki heimild sem yrði notuð mjög oft.“ Öllum takmörkunum aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið sprautu Stjórnvöld boðuðu á fundinum í dag drög að afléttingaráætlun hér á landi samfara hærra hlutfalli bólusettra hér á landi. „Þetta er djörf yfirlýsing en ég hef kallað lengi eftir svona stefnu og mér líst bara vel á þetta. Auðvitað getur margt breyst. Það getur breyst hvernig bóluefnin verða, hvernig ný afbrigði af veirunni verða og svo framvegis. Eins og staðan hefur verið undanfarið höfum við verið að fá meira af bóluefni en var gert ráð fyrir,“ sagði Þórólfur. Samkvæmt ríkisstjórninni kann að vera hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands í júní, eða um leið og búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti einum skammti af bóluefni. „Ég hef verið að miða við dreifingaráætlun við fyrirtækjum og hef engar athugasemdir við að stjórnvöld skuli vera djarfari í sínum yfirlýsingum. Mér finnst það fyllilega ásættanlegt fyrir mína parta og í raun og veru bara nauðsynlegt að þau geri það,“ sagði sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24
Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18