Sveindís strax að verða of góð fyrir Svíþjóð Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2021 13:46 Sveindís Jane Jónsdóttir lék vináttulandsleikina tvo gegn Ítalíu 10. og 13. apríl og var svo á skotskónum með Kristianstad á sunnudaginn. Getty/Matteo Ciambelli Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar í úrvalsliði 1. umferðar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hjá mest lesna miðli Svíþjóðar, Aftonbladet. Sveindís skoraði í fyrsta leik sínum sem atvinnumaður, í 1-1 jafntefli Kristianstad við Eskilstuna um helgina. Markið má sjá hér að neðan. Það tók Sveindísi Jane Jónsdóttur ekki langan tíma að skora sitt fyrsta mark fyrir @KDFF1998 í sænsku úrvalsdeildinni! pic.twitter.com/duS3H55Qof— Stöð 2 Sport (@St2Sport) April 18, 2021 Í umsögn Aftonbladet er Sveindísi lýst sem „íslenskum táningi sem brátt verður of góður fyrir þessa deild“ og hún lofuð í hástert. „Besti leikmaður fyrstu umferðar? Ef þú hefur velt því fyrir þér hvort hún standi undir „hæpinu“ þá getur þú horft á 90 mínúturnar sem þessi 19 ára Íslendingur spilaði gegn Eskilstuna. Sveindís er sú gerð af framherja sem allir vilja vera eða hafa en virðist ómögulegt að ná,“ segir í umsögninni um Sveindísi. Glódís ein sú vanmetnasta í deildinni Glódís er önnur tveggja varnarmanna Rosengård sem komast í úrvalsliðið, eftir 1-0 útisigur Rosengård á Linköping þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Therese Simonsson og Uchenna Kanu urðu að játa sig sigraðar gegn Glódísi, jafnvel þó að Linköping hafi í raun verið sterkari aðilinn á löngum köflum, að mati Aftonbladet: „Ástæðan er sú að einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar lokaði vörninni enn á ný. Svona svona, Simonsson og Kanu, það var ekki svo að þið spiluðuð illa heldur var Glódís bara svona góð,“ segir í grein blaðsins. Sænski boltinn Tengdar fréttir Dramatískur sigur hjá Glódísi Perlu á meðan lítið gekk upp hjá strákunum Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu í dag. Rosengård vann dramatískan sigur á Linköping en karla megin var enginn Íslendingur í sigurliði. 18. apríl 2021 17:26 Sjáðu markið: Sveindís Jane skoraði í sínum fyrsta leik Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar gegn Eskilstuna í dag. Það tók Sveindísi ekki nema 11 mínútur að stimpla sig inn. Lokatölur 1-1, en Eskilstuna jafnaði rétt fyrir hálfleik. 18. apríl 2021 15:00 Frumraun Sveindísar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í beinni Metfjöldi íslenskra leikmanna leika í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst um helgina. Stöð 2 Sport sýnir beint frá fyrsta leik Sveindísar Jane Jónsdóttur með Kristianstad á morgun. 17. apríl 2021 10:46 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Sveindís skoraði í fyrsta leik sínum sem atvinnumaður, í 1-1 jafntefli Kristianstad við Eskilstuna um helgina. Markið má sjá hér að neðan. Það tók Sveindísi Jane Jónsdóttur ekki langan tíma að skora sitt fyrsta mark fyrir @KDFF1998 í sænsku úrvalsdeildinni! pic.twitter.com/duS3H55Qof— Stöð 2 Sport (@St2Sport) April 18, 2021 Í umsögn Aftonbladet er Sveindísi lýst sem „íslenskum táningi sem brátt verður of góður fyrir þessa deild“ og hún lofuð í hástert. „Besti leikmaður fyrstu umferðar? Ef þú hefur velt því fyrir þér hvort hún standi undir „hæpinu“ þá getur þú horft á 90 mínúturnar sem þessi 19 ára Íslendingur spilaði gegn Eskilstuna. Sveindís er sú gerð af framherja sem allir vilja vera eða hafa en virðist ómögulegt að ná,“ segir í umsögninni um Sveindísi. Glódís ein sú vanmetnasta í deildinni Glódís er önnur tveggja varnarmanna Rosengård sem komast í úrvalsliðið, eftir 1-0 útisigur Rosengård á Linköping þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Therese Simonsson og Uchenna Kanu urðu að játa sig sigraðar gegn Glódísi, jafnvel þó að Linköping hafi í raun verið sterkari aðilinn á löngum köflum, að mati Aftonbladet: „Ástæðan er sú að einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar lokaði vörninni enn á ný. Svona svona, Simonsson og Kanu, það var ekki svo að þið spiluðuð illa heldur var Glódís bara svona góð,“ segir í grein blaðsins.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Dramatískur sigur hjá Glódísi Perlu á meðan lítið gekk upp hjá strákunum Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu í dag. Rosengård vann dramatískan sigur á Linköping en karla megin var enginn Íslendingur í sigurliði. 18. apríl 2021 17:26 Sjáðu markið: Sveindís Jane skoraði í sínum fyrsta leik Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar gegn Eskilstuna í dag. Það tók Sveindísi ekki nema 11 mínútur að stimpla sig inn. Lokatölur 1-1, en Eskilstuna jafnaði rétt fyrir hálfleik. 18. apríl 2021 15:00 Frumraun Sveindísar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í beinni Metfjöldi íslenskra leikmanna leika í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst um helgina. Stöð 2 Sport sýnir beint frá fyrsta leik Sveindísar Jane Jónsdóttur með Kristianstad á morgun. 17. apríl 2021 10:46 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Dramatískur sigur hjá Glódísi Perlu á meðan lítið gekk upp hjá strákunum Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu í dag. Rosengård vann dramatískan sigur á Linköping en karla megin var enginn Íslendingur í sigurliði. 18. apríl 2021 17:26
Sjáðu markið: Sveindís Jane skoraði í sínum fyrsta leik Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar gegn Eskilstuna í dag. Það tók Sveindísi ekki nema 11 mínútur að stimpla sig inn. Lokatölur 1-1, en Eskilstuna jafnaði rétt fyrir hálfleik. 18. apríl 2021 15:00
Frumraun Sveindísar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í beinni Metfjöldi íslenskra leikmanna leika í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst um helgina. Stöð 2 Sport sýnir beint frá fyrsta leik Sveindísar Jane Jónsdóttur með Kristianstad á morgun. 17. apríl 2021 10:46