Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 11:30 Forseti FIFA hefur tjáð sig um ofurdeildina. UEFA Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, hótaði öllu illu í gær og sagði að leikmenn sem myndu spila í ofurdeild Evrópu – ef af henni verður – myndu ekki fá að taka þátt í mótum á vegum UEFA og FIFA. Infantino gekk ekki alveg svo langt er hann ræddi deildina nú snemma morguns. „Við getum aðeins fordæmt stofnun ofurdeildarinnar, ofurdeild sem er lokuð öðrum og er ekki í samræmi við aðrar stofnanir UEFA og FIFA. Þessi lið þurfa að axla ábyrgð,“ sagði Infantino á þingi UEFA. "Either you're in or you're out. You cannot be half in or half out."FIFA president Gianni Infantino has voiced his disapproval of the European Super League and says the clubs involved "must live with the consequences of their choice".— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Ef sum lið ákveða að fara sína eigin leið þurfa þau að lifa með afleiðingum gjörða sinna. Þau þurfa að axla ábyrgð. Þetta þýðir að annað hvort ertu með okkur eða ekki, þú getur ekki verið bæði,“ bætti hann við. Þó Infantino hafi ekki sagt að FIFA muni banna leikmönnum að spila með landsliðum sínum er ljóst að liðunum sem taka þátt í ofurdeildinni verður enginn greiði gerður. Fótbolti Ofurdeildin FIFA Tengdar fréttir Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. 20. apríl 2021 09:04 Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. 20. apríl 2021 08:01 Gummi Ben um Ofurdeildina: „Eitt allsherjar klúður“ Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, segir að ný Ofurdeild sé í raun eitt allsherjar klúður. Guðmundur ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins þar sem farið var yfir vendingarnar í alheimsfótboltanum. 19. apríl 2021 20:30 Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, hótaði öllu illu í gær og sagði að leikmenn sem myndu spila í ofurdeild Evrópu – ef af henni verður – myndu ekki fá að taka þátt í mótum á vegum UEFA og FIFA. Infantino gekk ekki alveg svo langt er hann ræddi deildina nú snemma morguns. „Við getum aðeins fordæmt stofnun ofurdeildarinnar, ofurdeild sem er lokuð öðrum og er ekki í samræmi við aðrar stofnanir UEFA og FIFA. Þessi lið þurfa að axla ábyrgð,“ sagði Infantino á þingi UEFA. "Either you're in or you're out. You cannot be half in or half out."FIFA president Gianni Infantino has voiced his disapproval of the European Super League and says the clubs involved "must live with the consequences of their choice".— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Ef sum lið ákveða að fara sína eigin leið þurfa þau að lifa með afleiðingum gjörða sinna. Þau þurfa að axla ábyrgð. Þetta þýðir að annað hvort ertu með okkur eða ekki, þú getur ekki verið bæði,“ bætti hann við. Þó Infantino hafi ekki sagt að FIFA muni banna leikmönnum að spila með landsliðum sínum er ljóst að liðunum sem taka þátt í ofurdeildinni verður enginn greiði gerður.
Fótbolti Ofurdeildin FIFA Tengdar fréttir Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. 20. apríl 2021 09:04 Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. 20. apríl 2021 08:01 Gummi Ben um Ofurdeildina: „Eitt allsherjar klúður“ Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, segir að ný Ofurdeild sé í raun eitt allsherjar klúður. Guðmundur ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins þar sem farið var yfir vendingarnar í alheimsfótboltanum. 19. apríl 2021 20:30 Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. 20. apríl 2021 09:04
Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. 20. apríl 2021 08:01
Gummi Ben um Ofurdeildina: „Eitt allsherjar klúður“ Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, segir að ný Ofurdeild sé í raun eitt allsherjar klúður. Guðmundur ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins þar sem farið var yfir vendingarnar í alheimsfótboltanum. 19. apríl 2021 20:30
Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45
Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00
UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45