Gummi Ben um Ofurdeildina: „Eitt allsherjar klúður“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. apríl 2021 20:30 Guðmundi líst ekki á blikuna. skjáskot/vísir Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, segir að ný Ofurdeild sé í raun eitt allsherjar klúður. Guðmundur ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins þar sem farið var yfir vendingarnar í alheimsfótboltanum. Tilkynnt var um Ofurdeildina í gær þar sem tólf lið hafa komið sér saman um að stofna deild sem þeir ætla að taka fram yfir Meistaradeildina en þetta hefur verið heitasta umræðuefni dagsins. „Þetta er stærsta fréttin í fótboltaheiminum í dag. Það virðast vera að tólf stærstu lið séu búin að kljúfa sig út og ætli að stofna Ofurdeild sem eigi að vera stærri en Meistaradeildin,“ sagði Guðmundur um fréttir dagsins. „Þetta er klárlega ekki að fara vel í UEFA og FIFA og hvað þá deildirnar sem liðin eru að spila í. Þetta er eitt allsherjar klúður er eiginlega það fyrsta sem mér dettur í hug eftir fyrstu fréttir.“ Guðmundur segir að liðin ætli að taka Ofurdeildina fram yfir Meistaradeildina en spili þó áfram í deildunum heima fyrir. „Planið virðist vera að spila í sínum deildum en hætta að spila í Evrópudeildinni og Meistaradeildinni og stofna sína eigin Ofur-Evrópudeild ef svo má kalla. Það fer ekki vel í deildirnar að liðin séu að hóta þessu.“ „Þetta eru tólf af stærstu liðum Evrópu og þau vilja greinilega meira. Þau vilja stærri bita af peningakökunni og það þykir mörgum ekki sanngjarnt; að stærstu liðin og þau sem fái mest, vilji enn meira.“ Gummi segir að hann eigi þó eftir að sjá þetta allt saman verða að veruleika og heldur að liðin muni alltaf spila í deildunum heima fyrir, sama hvað gerist. „Ég á eftir að sjá þetta allt saman verða að veruleika. Það er hver höndin upp á móti annarri í dag eftir að þetta var tilkynnt í gærkvöldi svo ég á eftir að sjá þetta gerast. Ég trúi ekki öðru en að það finnist einhverjar sættir.“ „Ég get ekki séð það að lið eins og Liverpool og Manchester United séu ekki að fara spila í ensku úrvalsdeildinni. Það virkar ekki ef þau eru ekki. Þeir segja að það sé eftir að koma þrjú lið inn í Ofurdeildina og að það séu fimmtán en svo geta fimm lið unnið sig inn í deildina. Ég skil ekki þetta reikningsdæmi. Þetta verður mjög áhugavert.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Gummi Ben um Ofurdeildina Ofurdeildin Tengdar fréttir Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 KSÍ alfarið á móti ofurdeildinni og myndi styðja refsingu Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma tólf af þekkustu knattspyrnufélögum Evrópu sem hyggjast koma Ofurdeildinni svokölluðu á fót. 19. apríl 2021 13:23 Fréttaskýring: Ofurdeild Evrópu Ofurdeild þetta, ofurdeild hitt. Heitasta umræðuefni dagsins er eðlilega títtnefnd ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Hér að neðan verður kafað ofan í hvað felst í hugmyndinni, hvernig henni verður háttað og almennt allt sem henni viðkemur. 19. apríl 2021 12:20 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Fara loksins inn íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sport Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Sjá meira
Tilkynnt var um Ofurdeildina í gær þar sem tólf lið hafa komið sér saman um að stofna deild sem þeir ætla að taka fram yfir Meistaradeildina en þetta hefur verið heitasta umræðuefni dagsins. „Þetta er stærsta fréttin í fótboltaheiminum í dag. Það virðast vera að tólf stærstu lið séu búin að kljúfa sig út og ætli að stofna Ofurdeild sem eigi að vera stærri en Meistaradeildin,“ sagði Guðmundur um fréttir dagsins. „Þetta er klárlega ekki að fara vel í UEFA og FIFA og hvað þá deildirnar sem liðin eru að spila í. Þetta er eitt allsherjar klúður er eiginlega það fyrsta sem mér dettur í hug eftir fyrstu fréttir.“ Guðmundur segir að liðin ætli að taka Ofurdeildina fram yfir Meistaradeildina en spili þó áfram í deildunum heima fyrir. „Planið virðist vera að spila í sínum deildum en hætta að spila í Evrópudeildinni og Meistaradeildinni og stofna sína eigin Ofur-Evrópudeild ef svo má kalla. Það fer ekki vel í deildirnar að liðin séu að hóta þessu.“ „Þetta eru tólf af stærstu liðum Evrópu og þau vilja greinilega meira. Þau vilja stærri bita af peningakökunni og það þykir mörgum ekki sanngjarnt; að stærstu liðin og þau sem fái mest, vilji enn meira.“ Gummi segir að hann eigi þó eftir að sjá þetta allt saman verða að veruleika og heldur að liðin muni alltaf spila í deildunum heima fyrir, sama hvað gerist. „Ég á eftir að sjá þetta allt saman verða að veruleika. Það er hver höndin upp á móti annarri í dag eftir að þetta var tilkynnt í gærkvöldi svo ég á eftir að sjá þetta gerast. Ég trúi ekki öðru en að það finnist einhverjar sættir.“ „Ég get ekki séð það að lið eins og Liverpool og Manchester United séu ekki að fara spila í ensku úrvalsdeildinni. Það virkar ekki ef þau eru ekki. Þeir segja að það sé eftir að koma þrjú lið inn í Ofurdeildina og að það séu fimmtán en svo geta fimm lið unnið sig inn í deildina. Ég skil ekki þetta reikningsdæmi. Þetta verður mjög áhugavert.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Gummi Ben um Ofurdeildina
Ofurdeildin Tengdar fréttir Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 KSÍ alfarið á móti ofurdeildinni og myndi styðja refsingu Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma tólf af þekkustu knattspyrnufélögum Evrópu sem hyggjast koma Ofurdeildinni svokölluðu á fót. 19. apríl 2021 13:23 Fréttaskýring: Ofurdeild Evrópu Ofurdeild þetta, ofurdeild hitt. Heitasta umræðuefni dagsins er eðlilega títtnefnd ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Hér að neðan verður kafað ofan í hvað felst í hugmyndinni, hvernig henni verður háttað og almennt allt sem henni viðkemur. 19. apríl 2021 12:20 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Fara loksins inn íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sport Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Sjá meira
Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08
Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45
Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00
KSÍ alfarið á móti ofurdeildinni og myndi styðja refsingu Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma tólf af þekkustu knattspyrnufélögum Evrópu sem hyggjast koma Ofurdeildinni svokölluðu á fót. 19. apríl 2021 13:23
Fréttaskýring: Ofurdeild Evrópu Ofurdeild þetta, ofurdeild hitt. Heitasta umræðuefni dagsins er eðlilega títtnefnd ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Hér að neðan verður kafað ofan í hvað felst í hugmyndinni, hvernig henni verður háttað og almennt allt sem henni viðkemur. 19. apríl 2021 12:20