Katrín um sóttkvíarbrot: „Við erum að herða eftirlit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2021 18:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í Víglínunni í dag. Einar Árnason Þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra var spurð út í það í Víglínunni hvort ítrekuð dæmi um sóttkvíarbrot væru ekki tilefni til að endurskoða reglur á landamærunum sagði hún að verið væri að herða eftirlit með fólki. „Við erum að herða eftirlitið núna með þeim sem eru að koma yfir landamærin og þeim sem eru líka skikkaðir í sóttkví hér innanlands. Þannig það er verið að herða eftirlit. Það er verið að hringja í fólk. Það er verið að kanna sérstaklega hverjar aðstæður fólk eru til sóttkvíar. Þannig þetta erum við allt að gera og við væntum þess að þetta skili árangri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni. Staðan gæti breyst mjög hratt Stefnt er að því að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum þann 1. maí. Katrín segir litakóðunarkerfið ekkert annað en áhættumat. „Við byggjum á því sem kallað er litakóðunarkerfi en leggjum svo okkar eigið mat á það kerfi. Áhættumat í raun og veru. Það er útfærslan sem við boðuðum að yrði unnið að. Við erum enn að vinna að þeirri útfærslu því eins og við vitum þá geta hlutirnir breyst mjög hratt. Ísland var grænt í síðustu viku á þessu korti. Staðan á því getur bara breyst mjög hratt núna eftir fréttir dagsins.“ Hún segir að eðli málsins samkvæmt sé alltaf áhættumat sem ráði för þegar kemur að faraldrinum. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður, ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Víglínunni í dag.Einar Árnason „Við tökum ekki ákvarðanir sem stangast á við stöðu faraldursins hvorki hér heima né erlendis.“ Katrín segir að það komi til greina að einungis farþegar frá grænum löndum fái að koma hingað til lands án þess að þurfa að sæta sóttkví. Kemur þá mögulega til greina að þetta taki einungis til farþega frá grænum löndum? „Ég get eiginlega ekki sagt til um það, það er ekki alveg tímabært að segja nákvæmlega hver útfærslan er. En það kemur algjörlega til greina já,“ sagði Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
„Við erum að herða eftirlitið núna með þeim sem eru að koma yfir landamærin og þeim sem eru líka skikkaðir í sóttkví hér innanlands. Þannig það er verið að herða eftirlit. Það er verið að hringja í fólk. Það er verið að kanna sérstaklega hverjar aðstæður fólk eru til sóttkvíar. Þannig þetta erum við allt að gera og við væntum þess að þetta skili árangri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni. Staðan gæti breyst mjög hratt Stefnt er að því að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum þann 1. maí. Katrín segir litakóðunarkerfið ekkert annað en áhættumat. „Við byggjum á því sem kallað er litakóðunarkerfi en leggjum svo okkar eigið mat á það kerfi. Áhættumat í raun og veru. Það er útfærslan sem við boðuðum að yrði unnið að. Við erum enn að vinna að þeirri útfærslu því eins og við vitum þá geta hlutirnir breyst mjög hratt. Ísland var grænt í síðustu viku á þessu korti. Staðan á því getur bara breyst mjög hratt núna eftir fréttir dagsins.“ Hún segir að eðli málsins samkvæmt sé alltaf áhættumat sem ráði för þegar kemur að faraldrinum. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður, ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Víglínunni í dag.Einar Árnason „Við tökum ekki ákvarðanir sem stangast á við stöðu faraldursins hvorki hér heima né erlendis.“ Katrín segir að það komi til greina að einungis farþegar frá grænum löndum fái að koma hingað til lands án þess að þurfa að sæta sóttkví. Kemur þá mögulega til greina að þetta taki einungis til farþega frá grænum löndum? „Ég get eiginlega ekki sagt til um það, það er ekki alveg tímabært að segja nákvæmlega hver útfærslan er. En það kemur algjörlega til greina já,“ sagði Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira