Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði liðsins og hann lagði upp fyrsta markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Jose Salomon Rondon, sem lék meðal annars með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, tvöfaldaði forstuna á 70. mínútuna og lokatölur 20.
Arnór fór af velli á 64. mínútu en CSKA er í fjórða sætinu með 46 stig.
Hörður Björgvin Magnússon sleit hásin á dögunum og félagar hans sendu honum kveðju fyrir leikinn.
Þeir gengu inn í bolum með hvatningarorðum til Harðar en hann verður frá út þessa leiktíð og eitthvað á þeirri næstu.