Ríkisstjórnin ætlar að vinna afléttingaráætlun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2021 16:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þegar skýrari afhendingaráætlanir bóluefna berist ætti að vera hægt að setja upp „einhverjar vörður“ til þess að ramma inn tilslakanir. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, vísaði til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að Danir og Norðmenn hafi birt nokkurs konar afléttingaráætlanir. „Danir hafa ákveðið að taka ákveðin skref í átt til fyrra lífs þegar bólusetningu fimmtíu ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafa kynnt áætlun sem tekur gildi í skrefum til júníloka og eru þá með þessu að birta áform, birta áætlanir sem ætlað er að veita ákveðinn fyrirsjáanleika,“ sagði Þorbjörg og spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að birta einhverjar markvissar áætlanir um opnanir eða dagatal um afléttingar í líkingu við bólusentingardagatalið. Katrín sagði að þetta gæti gerst þegar afhendingaráæltanir skýrast. „Þegar við erum komin á þann stað að við erum með nokkuð raunhæfar afhendingaráætlanir frá öllum bóluefnaframleiðendum fyrir næsta ársfjórðung, þá ættum við að vera komin á þann stað að geta rammað þetta inn og ég ímynda mér að það geti verið fyrr en síðar,“ sagði Katrín. Slíkri áætlun muni þó alltaf fylgja fyrirvarar. „Ekki síst núna hvað varðar svona óþekktri afbrigði veirunnar sem við sjáum og bóluefni virka með mismunandi hætti á. Þannig að það er alltaf mjög erfitt að setja fram í tímann áætlanir án þess að vera með alla fyrirvara á lofti.“ Unnið verði að þessu á vettvangi ríkistjórnarinnar. „Við vitum hvar við teljum að við verðum stödd svona um mitt ár. Þá teljum við að bólusetning verði hafin eða henni lokið hjá 240 þúsund af þeim 280 þúsund sem ætlunin er að bólusetja. Þannig að við ættum, miðað við að þær áætlanir gangi eftir, að geta sett upp einhverjar vörður á þeirri leið,“ sagði Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, vísaði til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að Danir og Norðmenn hafi birt nokkurs konar afléttingaráætlanir. „Danir hafa ákveðið að taka ákveðin skref í átt til fyrra lífs þegar bólusetningu fimmtíu ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafa kynnt áætlun sem tekur gildi í skrefum til júníloka og eru þá með þessu að birta áform, birta áætlanir sem ætlað er að veita ákveðinn fyrirsjáanleika,“ sagði Þorbjörg og spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að birta einhverjar markvissar áætlanir um opnanir eða dagatal um afléttingar í líkingu við bólusentingardagatalið. Katrín sagði að þetta gæti gerst þegar afhendingaráæltanir skýrast. „Þegar við erum komin á þann stað að við erum með nokkuð raunhæfar afhendingaráætlanir frá öllum bóluefnaframleiðendum fyrir næsta ársfjórðung, þá ættum við að vera komin á þann stað að geta rammað þetta inn og ég ímynda mér að það geti verið fyrr en síðar,“ sagði Katrín. Slíkri áætlun muni þó alltaf fylgja fyrirvarar. „Ekki síst núna hvað varðar svona óþekktri afbrigði veirunnar sem við sjáum og bóluefni virka með mismunandi hætti á. Þannig að það er alltaf mjög erfitt að setja fram í tímann áætlanir án þess að vera með alla fyrirvara á lofti.“ Unnið verði að þessu á vettvangi ríkistjórnarinnar. „Við vitum hvar við teljum að við verðum stödd svona um mitt ár. Þá teljum við að bólusetning verði hafin eða henni lokið hjá 240 þúsund af þeim 280 þúsund sem ætlunin er að bólusetja. Þannig að við ættum, miðað við að þær áætlanir gangi eftir, að geta sett upp einhverjar vörður á þeirri leið,“ sagði Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira