Gestir sóttkvíarhótela eiga nú kost á útivist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 17:48 Nýjar reglur um útivist gesta sóttvarnahótelanna hafa þegar tekið gildi. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um útivist gesta á sóttkvíarhótelum eru þegar komnar í gildi en enn er margt í útfærslu. Áhyggjuraddir hafa heyrst undanfarið um skerta útivist gesta sem þurfa að vera í sóttkví í fimm daga. Áður máttu gestir hótelsins ekki fara út vegna sóttvarnaástæðna. „Útivera verður tryggð eftir því sem unnt er á hverjum stað fyrir sig og án þess að skerða sóttvarnir og þar með skerða öryggi gesta. Þetta er í samræmi við tilmæli eða reglur sóttvarnlæknis,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segir nauðsynlegt að fólk muni að gestir sóttkvíarhótelanna velji hvort þeir dvelji þar eður ei. Nú sé ekki skylda fyrir komufarþega til að dvelja á sóttkvíarhóteli hafi þeir annan samastað og viti þeir því fyrirfram að útivist sé takmörkuð. Þegar er vinna hafin við að útfæra reglurnar en María segir að útfæra þurfi þær á hverjum stað fyrir sig. Þá þurfi einnig að útfæra þær eftir aðstæðum. „Við sjáum þetta þannig fyrir okkur að gestir hafa samband við starfsmenn hótelsins og láta vita að þeir óski eftir að fara út og þá verður reynt að verða við því. Það verður í rauninni að útfæra þetta í hverju tilviki fyrir sig vegna þess að ef það er að koma hópur nýrra gesta inn á hótelið er í raun ekki hægt að labba í gegn um sama svæði án þess að skerða sóttvarnir,“ segir María. Lögð verður sérstök áhersla á að mæta útivistarþörf barna og munu þau því hafa forgang. „Það er verið að útfæra þetta nú þegar, að heimila fólki útivist miðað við aðstæður og án þess að skerða sóttvarnir. Það er auðvitað hlutverk sóttkvíarhúss og þess vegna erum við með sóttvarnahótel að verja heilsu fólks með sóttvörnum,“ segir María. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. 10. apríl 2021 11:58 Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
„Útivera verður tryggð eftir því sem unnt er á hverjum stað fyrir sig og án þess að skerða sóttvarnir og þar með skerða öryggi gesta. Þetta er í samræmi við tilmæli eða reglur sóttvarnlæknis,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segir nauðsynlegt að fólk muni að gestir sóttkvíarhótelanna velji hvort þeir dvelji þar eður ei. Nú sé ekki skylda fyrir komufarþega til að dvelja á sóttkvíarhóteli hafi þeir annan samastað og viti þeir því fyrirfram að útivist sé takmörkuð. Þegar er vinna hafin við að útfæra reglurnar en María segir að útfæra þurfi þær á hverjum stað fyrir sig. Þá þurfi einnig að útfæra þær eftir aðstæðum. „Við sjáum þetta þannig fyrir okkur að gestir hafa samband við starfsmenn hótelsins og láta vita að þeir óski eftir að fara út og þá verður reynt að verða við því. Það verður í rauninni að útfæra þetta í hverju tilviki fyrir sig vegna þess að ef það er að koma hópur nýrra gesta inn á hótelið er í raun ekki hægt að labba í gegn um sama svæði án þess að skerða sóttvarnir,“ segir María. Lögð verður sérstök áhersla á að mæta útivistarþörf barna og munu þau því hafa forgang. „Það er verið að útfæra þetta nú þegar, að heimila fólki útivist miðað við aðstæður og án þess að skerða sóttvarnir. Það er auðvitað hlutverk sóttkvíarhúss og þess vegna erum við með sóttvarnahótel að verja heilsu fólks með sóttvörnum,“ segir María.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. 10. apríl 2021 11:58 Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. 10. apríl 2021 11:58
Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59
„Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43