Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. apríl 2021 11:58 Forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins ætlar að kynna starfsemi sóttkvíarhótels fyrir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í dag. Vísir/Vilhelm Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. Þingmenn sem eiga sæti í velferðarnefndar heimsóttu sóttkvíarhótelið í gær. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingkona Samfylkingarinnar, sagði að Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, hefði boðið fulltrúum nefndarinnar að kynna sér starfið þar. „Það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega vel skipulagt hjá þeim og já, þrekvirki að ná svona skipulagi á ekki lengri tíma. Þetta hús mun líklega fyllast um helgina og eru þau tilbúiin með næsta húsnæði,“ skrifaði Helga Vala á Facebook síðu sína í gær. Nú stefnir í að sóttkvíarhótelið fyllist og er stefnt að því að taka Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhús um helgina. Styr hefur staðið um sóttkvíarhótelið undanfarna daga. Það var fyrst tekið í notkun á skírdag þegar byrjað var að skikka fólk sem kom frá svonefndum hááhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar þar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að reglugerð um skyldudvölina stæðist ekki lög og ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli á öðrum degi páska. Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurðinum á miðvikudag. Heilbrigðisráðherra gaf út nýja reglugerð um sóttkví fyrir komufarþega til landsins sem tók gildi í gær. Með henni eru allir þeir sem koma til landsins skikkaðir til að sæta sóttkví við komuna til landsins, óháð því hvaða þeir koma, nema þeir geti framvísað vottorði um bólusetningu eða fyrra kórónuveirusmit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Þingmenn sem eiga sæti í velferðarnefndar heimsóttu sóttkvíarhótelið í gær. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingkona Samfylkingarinnar, sagði að Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, hefði boðið fulltrúum nefndarinnar að kynna sér starfið þar. „Það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega vel skipulagt hjá þeim og já, þrekvirki að ná svona skipulagi á ekki lengri tíma. Þetta hús mun líklega fyllast um helgina og eru þau tilbúiin með næsta húsnæði,“ skrifaði Helga Vala á Facebook síðu sína í gær. Nú stefnir í að sóttkvíarhótelið fyllist og er stefnt að því að taka Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhús um helgina. Styr hefur staðið um sóttkvíarhótelið undanfarna daga. Það var fyrst tekið í notkun á skírdag þegar byrjað var að skikka fólk sem kom frá svonefndum hááhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar þar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að reglugerð um skyldudvölina stæðist ekki lög og ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli á öðrum degi páska. Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurðinum á miðvikudag. Heilbrigðisráðherra gaf út nýja reglugerð um sóttkví fyrir komufarþega til landsins sem tók gildi í gær. Með henni eru allir þeir sem koma til landsins skikkaðir til að sæta sóttkví við komuna til landsins, óháð því hvaða þeir koma, nema þeir geti framvísað vottorði um bólusetningu eða fyrra kórónuveirusmit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59
Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36