Fótbolti

Luis Suarez missir af mikilvægum leikjum í titilbaráttunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luis Suarez gæti misst af mikilvægum leikjum í titilbaráttunni.
Luis Suarez gæti misst af mikilvægum leikjum í titilbaráttunni. Fran Santiago/Getty Images

Framherjinn Luis Suarez mun að öllum líkindum missa af næstu leikjum Atletico Madrid. Suarez meiddist á æfingu í gær, en ekki er vitað fyrir víst hvenær þessi 34 ára Úrúgvæi getur snúið aftur.

Titilbaráttan á Spáni er hörð. Nú þegar níu umferðir eru eftir situr Atletico Madrid á toppnum, einungis einu stigi fyrir ofan Barcelona og þrem stigum á undan nágrönnum sínum í Real Madrid.

Stuðningsmenn liðsins fengu vondar fréttir í gær, en þeirra helsti markaskorari meiddist á æfingu. Luis Suarez hefur skorað 19 mörk í La Liga í vetur, sem gerir hann að næst markahæsta leikmanni deildarinnar á eftir Lionel Messi.

Eins og áður segir er ekki vitað fyrir víst hversu lengi Suarez verður frá, en óttast er að hann missi af stærstum hluta aprílmánaðar. Atletico Madrid leikur við Real Betis, Eibar, Huesca og Athletic Bilbao á þeim tíma og þurfa á sínu sterkasta liði að halda ætli þeir sér að skáka risunum tveim í baráttunni um spænska meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×