Guardiola og De Bruyne framlengja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 12:30 Pep Guardiola og Kevin De Bruyne verða áfram hjá Man City næstu árin. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City tilkynnti nú rétt í þessu að Pep Guardiola og Kevin De Bruyne hafi skrifað undir framlengingar á samningum sínum. Pep verður hjá félaginu til 2023 en De Bruyne til 2025. Það er nóg um að vera hjá Manchester City þessa dagana. Félagið á enn möguleika á að vinna fernuna, vann dramatískan 2-1 sigur á Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær og gaf það nýverið út að félagið hefði tapað 126 milljónum punda á síðustu leiktíð. Það virðist ekki hafa mikil áhrif á fjárhag liðsins en í morgun tilkynnti félagið að tveir af mikilvægustu mönnum þess hefðu skrifað undir framlengingar á samningum sínum. Pep: signed to 2023KDB: signed to 2025Manchester City s mission continues pic.twitter.com/b6dNAttwiO— B/R Football (@brfootball) April 7, 2021 Pep Guardiola, þjálfari félagsins, er nú samningsbundinn til sumarsins 2023 á meðan Kevin De Bruyne skrifaði undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Talið var að hinn fimmtugi Pep hefði fengið nóg á síðustu leiktíð eftir að hafa verið hjá Manchester City síðan 2016. Hann virkaði þreyttur og liðið var engan veginn að ná sömu hæðum og árin tvö á undan þegar það vann ensku úrvalsdeildina. City-liðið hefur hins vegar verið stórkostlegt á þessari leiktíð og Guardiola virðist ekki hafa neinn áhuga á að stíga til hliðar. Eftir fjögur frábær ár með Barcelona tók hann sér ársfrí áður en hann hélt til Þýskalands og tók við Bayern. Þar var hann í þrjú ár áður en hann tók við Manchester City. Klári hann samning sinn hjá City þá hefur hann eytt alls sjö árum í Manchester-borg eða jafn miklum tíma og hann gerði með Barcelona og Bayern til samans. Til að gera daginn enn betri fyrir stuðningsfólk City var einnig tilkynnt að hinn 29 ára gamli Kevin De Bruyne - einn besti leikmaður liðsins, ensku úrvalsdeildarinnar og heims – hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Þá verður De Bruyne orðinn 34 ára gamall og verið í herbúðum City í áratug. After penning his new deal, we sat down with the man himself! Watch the full interview with @DeBruyneKev! #ManCity | https://t.co/axa0klUGiM— Manchester City (@ManCity) April 7, 2021 Belgíski miðjumaðurinn hefur verið hreint út sagt magnaður undanfarin ár þó hann hafi glímt við erfið meiðsli um tíma. Alls hefur De Bruyne spilað 255 leiki fyrir City og skorað 65 mörk ásamt því að leggja upp önnur 105. Tímabilið 2019/2020 var hans besta á ferlinum í ensku úrvalsdeildinni en í 35 leikjum skoraði hann 13 mörk og lagði upp 20 til viðbótar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Sjá meira
Það er nóg um að vera hjá Manchester City þessa dagana. Félagið á enn möguleika á að vinna fernuna, vann dramatískan 2-1 sigur á Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær og gaf það nýverið út að félagið hefði tapað 126 milljónum punda á síðustu leiktíð. Það virðist ekki hafa mikil áhrif á fjárhag liðsins en í morgun tilkynnti félagið að tveir af mikilvægustu mönnum þess hefðu skrifað undir framlengingar á samningum sínum. Pep: signed to 2023KDB: signed to 2025Manchester City s mission continues pic.twitter.com/b6dNAttwiO— B/R Football (@brfootball) April 7, 2021 Pep Guardiola, þjálfari félagsins, er nú samningsbundinn til sumarsins 2023 á meðan Kevin De Bruyne skrifaði undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Talið var að hinn fimmtugi Pep hefði fengið nóg á síðustu leiktíð eftir að hafa verið hjá Manchester City síðan 2016. Hann virkaði þreyttur og liðið var engan veginn að ná sömu hæðum og árin tvö á undan þegar það vann ensku úrvalsdeildina. City-liðið hefur hins vegar verið stórkostlegt á þessari leiktíð og Guardiola virðist ekki hafa neinn áhuga á að stíga til hliðar. Eftir fjögur frábær ár með Barcelona tók hann sér ársfrí áður en hann hélt til Þýskalands og tók við Bayern. Þar var hann í þrjú ár áður en hann tók við Manchester City. Klári hann samning sinn hjá City þá hefur hann eytt alls sjö árum í Manchester-borg eða jafn miklum tíma og hann gerði með Barcelona og Bayern til samans. Til að gera daginn enn betri fyrir stuðningsfólk City var einnig tilkynnt að hinn 29 ára gamli Kevin De Bruyne - einn besti leikmaður liðsins, ensku úrvalsdeildarinnar og heims – hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Þá verður De Bruyne orðinn 34 ára gamall og verið í herbúðum City í áratug. After penning his new deal, we sat down with the man himself! Watch the full interview with @DeBruyneKev! #ManCity | https://t.co/axa0klUGiM— Manchester City (@ManCity) April 7, 2021 Belgíski miðjumaðurinn hefur verið hreint út sagt magnaður undanfarin ár þó hann hafi glímt við erfið meiðsli um tíma. Alls hefur De Bruyne spilað 255 leiki fyrir City og skorað 65 mörk ásamt því að leggja upp önnur 105. Tímabilið 2019/2020 var hans besta á ferlinum í ensku úrvalsdeildinni en í 35 leikjum skoraði hann 13 mörk og lagði upp 20 til viðbótar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Sjá meira
Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25
Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55